Kaupmáttartrygging sé skilyrði fyrir lífeyrissjóðsleiðinni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. apríl 2020 12:25 Ragnar Þór Ingólsson formaður VR Vísir/Egill Stjórn VR lýsir fullum stuðningi við ákvörðun formanns og varaformanns félagsins sem ákváðu að segja sig úr miðstjórn Alþýðusambands Íslands. VR hefur sent samninganefnd ASÍ áskorun um að ræða á lausnamiðaðri hátt um leiðir til að bregðast við þeirri stöðu sem uppi er á íslenskum vinnumarkaði. Samninganefnd ASÍ hafnaði erindi Samtaka atvinnulífsins þar sem lagt var til að tímabundið yrði mótframlag atvinnurekenda sem greiðist í lífeyrissjóð lækkað úr 11,5% í 8% til að mæta þeirri erfiðu stöðu sem blasir við á íslenskum vinnumarkaði. Ólík afstaða innan verkalýðshreyfingarinnar til þessarar tillögu hefur leitt til þess að í vikunni hafa þrír sagt sig úr miðstjórn ASÍ. Þeirra á meðal er Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, en stjórn félagsins tók málið fyrir á fundi sínum í gærkvöldi. „Stjórnin var mjög samstíga í yfirlýsingu. Það var einhugur um það að við myndum hvetja til þess að þessi leið verði skoðuð frekar og sömuleiðis að stjórnin skorar á samninganefnd ASÍ að koma að borðinu aftur og reyna að ræða á lausnamiðaðri hátt um aðgerðir til að bregðast við þessu grafalvarlega ástandi sem blasir við okkur,“ segir Ragnar Þór. Á þessu stigi hafi VR ekki borist nein viðbrögð frá samninganefnd ASÍ. Hann segir þessa lífeyrissjóðsleið geta vegið á móti kostnaði vegna launahækkana. „Við höfum skoðað þetta mjög ítarlega og lagt mat á það að þetta ætti að vega upp á móti þeim launahækkunum sem eiga að koma til núna 1. apríl og til útgreiðslu næstu mánaðamót,“ segir Ragnar. Það sé aftur á móti skilyrði fyrir þessari leið að fyrirtækin myndu halda niðri verðlagi og þannig leitast við að verja kaupmátt. „Við höfum líka reiknað út að 1% kaupmáttarrýrnun kostar félagsmann á meðallaunum hjá okkur 4.300 krónur á meðan réttindin sem skerðast á móti eru hugsanlega í kringum 700 krónur,“ segir Ragnar. „Þannig að ávinningurinn af því að fá svona kaupmáttartryggingu, hann er alveg gríðarlega mikilvægur,“ segir Ragnar en nánar er greint frá þessari svokölluðu kaupmáttartryggingu sem Ragnar Þór vísar til á heimasíðu VR. Vinnumarkaður Lífeyrissjóðir Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Sjá meira
Stjórn VR lýsir fullum stuðningi við ákvörðun formanns og varaformanns félagsins sem ákváðu að segja sig úr miðstjórn Alþýðusambands Íslands. VR hefur sent samninganefnd ASÍ áskorun um að ræða á lausnamiðaðri hátt um leiðir til að bregðast við þeirri stöðu sem uppi er á íslenskum vinnumarkaði. Samninganefnd ASÍ hafnaði erindi Samtaka atvinnulífsins þar sem lagt var til að tímabundið yrði mótframlag atvinnurekenda sem greiðist í lífeyrissjóð lækkað úr 11,5% í 8% til að mæta þeirri erfiðu stöðu sem blasir við á íslenskum vinnumarkaði. Ólík afstaða innan verkalýðshreyfingarinnar til þessarar tillögu hefur leitt til þess að í vikunni hafa þrír sagt sig úr miðstjórn ASÍ. Þeirra á meðal er Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, en stjórn félagsins tók málið fyrir á fundi sínum í gærkvöldi. „Stjórnin var mjög samstíga í yfirlýsingu. Það var einhugur um það að við myndum hvetja til þess að þessi leið verði skoðuð frekar og sömuleiðis að stjórnin skorar á samninganefnd ASÍ að koma að borðinu aftur og reyna að ræða á lausnamiðaðri hátt um aðgerðir til að bregðast við þessu grafalvarlega ástandi sem blasir við okkur,“ segir Ragnar Þór. Á þessu stigi hafi VR ekki borist nein viðbrögð frá samninganefnd ASÍ. Hann segir þessa lífeyrissjóðsleið geta vegið á móti kostnaði vegna launahækkana. „Við höfum skoðað þetta mjög ítarlega og lagt mat á það að þetta ætti að vega upp á móti þeim launahækkunum sem eiga að koma til núna 1. apríl og til útgreiðslu næstu mánaðamót,“ segir Ragnar. Það sé aftur á móti skilyrði fyrir þessari leið að fyrirtækin myndu halda niðri verðlagi og þannig leitast við að verja kaupmátt. „Við höfum líka reiknað út að 1% kaupmáttarrýrnun kostar félagsmann á meðallaunum hjá okkur 4.300 krónur á meðan réttindin sem skerðast á móti eru hugsanlega í kringum 700 krónur,“ segir Ragnar. „Þannig að ávinningurinn af því að fá svona kaupmáttartryggingu, hann er alveg gríðarlega mikilvægur,“ segir Ragnar en nánar er greint frá þessari svokölluðu kaupmáttartryggingu sem Ragnar Þór vísar til á heimasíðu VR.
Vinnumarkaður Lífeyrissjóðir Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Sjá meira