Handboltamaðurinn Jóhann Birgir Ingvarsson hefur samið við HK og mun leika með liðinu í Grill 66-deild karla á næstu leiktíð.
Jóhann Birgir kemur frá FH þar sem hann er uppalinn en hann var á láni hjá HK fyrri hlutann á síðustu leiktíð er liðið spilaði í Olís-deild karla.
„Ég er ótrulega stoltur að fá jafn góðann leikmann og karakter inn í okkar lið, Jói mun leiða verkefnið ásamt mörgum frábærum leikmönnum HK,” sagði Elías Már Halldórsson þjálfari HK eftir undirskrift Jóhanns.
HK féll sem kunnugt er úr Olís-deildinni í vetur eftir að leiktíðin var blásin af vegna kórónuveirunnar.