Leggur til að ríkið láni fyrir hlutabréfum í nýju dótturfélagi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. maí 2020 13:27 Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Icelandair Group stefnir á að safna hátt í 30 milljörðum í aukið hlutafé. Þingmaður Samfylkingarinnar segir eðlilegt að ríkið komi félaginu til hjálpar vegna þeirra þrenginga sem kórónuveirufaraldurinn hafði í för með sér en eigendur verði að takast á við fortíðarvanda félagsins. Skoða ætti þann möguleika að ríkið láni fyrir hlutabréfum í nýju dótturfélagi. Markmið fyrirhugaðs hlutafjárútboðs Icelandair Group í júní er að safna rúmlega 29 milljörðum króna í aukið hlutafé. Stjórn félagsins mun leggja tillögu þess efnis fyrir hluthafafund síðar í þessum mánuði. Þetta kom fram í tilkynningu sem félagið sendi Kauphöll í gærkvöldi. Hlutafjárútboðið er sagt mikilvægur liður í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins en auk útboðsins verður skoðaður sá möguleiki að breyta skuldum í hlutafé. Í gær greindu stjórnvöld frá því, að ef Icelandair tekst að safna því hlutafé sem félagið stefnir að, að þá séu stjórnvöld tilbúin að koma til aðstoðar með aðkomu að lánalínum með ríkisábyrgð. Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir mikilvægt að skýr skilyrði verði sett fyrir hvers konar aðkomu ríkisins. Mikilvægt sé að almenningur sitji ekki uppi með skaðann. „Við vitum að Icelandair átti í rekstrarvanda áður en faraldurinn kom og ein leiðin gæti verið sú að ríkið kæmi að rekstri og tæki tapið sem orsakast af faraldrinum en eigendurnir myndu bara sjálfir glíma við fortíðarvandann. Það er hægt að gera með því að Icelandair stofni dótturfélag. Ríkið láni fyrir hlutabréfum í því félagi og það félag sjái um flugreksturinn núna og byggi upp félagið í framhaldinu þegar faraldurinn er genginn yfir,“ segir Oddný. Þetta sé þekkt leið til að bjarga fyrirtækjum í vanda. „Þetta er leið sem myndi tryggja það að við værum ekki að setja víkjandi lán sem að myndi hverfa í fortíðarvanda félagsins,“ segir Oddný. Samfylkingin Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir hagsmuni sína af strandveiðum óverulega Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Icelandair Group stefnir á að safna hátt í 30 milljörðum í aukið hlutafé. Þingmaður Samfylkingarinnar segir eðlilegt að ríkið komi félaginu til hjálpar vegna þeirra þrenginga sem kórónuveirufaraldurinn hafði í för með sér en eigendur verði að takast á við fortíðarvanda félagsins. Skoða ætti þann möguleika að ríkið láni fyrir hlutabréfum í nýju dótturfélagi. Markmið fyrirhugaðs hlutafjárútboðs Icelandair Group í júní er að safna rúmlega 29 milljörðum króna í aukið hlutafé. Stjórn félagsins mun leggja tillögu þess efnis fyrir hluthafafund síðar í þessum mánuði. Þetta kom fram í tilkynningu sem félagið sendi Kauphöll í gærkvöldi. Hlutafjárútboðið er sagt mikilvægur liður í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins en auk útboðsins verður skoðaður sá möguleiki að breyta skuldum í hlutafé. Í gær greindu stjórnvöld frá því, að ef Icelandair tekst að safna því hlutafé sem félagið stefnir að, að þá séu stjórnvöld tilbúin að koma til aðstoðar með aðkomu að lánalínum með ríkisábyrgð. Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir mikilvægt að skýr skilyrði verði sett fyrir hvers konar aðkomu ríkisins. Mikilvægt sé að almenningur sitji ekki uppi með skaðann. „Við vitum að Icelandair átti í rekstrarvanda áður en faraldurinn kom og ein leiðin gæti verið sú að ríkið kæmi að rekstri og tæki tapið sem orsakast af faraldrinum en eigendurnir myndu bara sjálfir glíma við fortíðarvandann. Það er hægt að gera með því að Icelandair stofni dótturfélag. Ríkið láni fyrir hlutabréfum í því félagi og það félag sjái um flugreksturinn núna og byggi upp félagið í framhaldinu þegar faraldurinn er genginn yfir,“ segir Oddný. Þetta sé þekkt leið til að bjarga fyrirtækjum í vanda. „Þetta er leið sem myndi tryggja það að við værum ekki að setja víkjandi lán sem að myndi hverfa í fortíðarvanda félagsins,“ segir Oddný.
Samfylkingin Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir hagsmuni sína af strandveiðum óverulega Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira