Ráðherra styður að boltinn byrji að rúlla í maí Sindri Sverrisson skrifar 3. maí 2020 14:15 Leikmenn Bayern München eru eins og aðrir í Þýskalandi byrjaðir að æfa í minni hópum. VÍSIR/GETTY Horst Seehofer, innanríkisráðherra Þýskalands, hefur lýst yfir stuðningi við það að keppni hefjist að nýju í þýska fótboltanum í þessum mánuði eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Ljóst er að ekki verður spilað fyrir framan áhorfendur í sumar. Hlé hefur verið á keppni í þýsku 1. deildinni síðan um miðjan mars en liðin eru byrjuð að æfa saman í litlum hópum, eins og Alfreð Finnbogason hefur lýst en hann er leikmaður Augsburg. Á fundi ríkisstjórnar í vikunni verður tekin ákvörðun varðandi framhald keppnisíþrótta. Þýsku deildarsamtökin vilja byrja aftur sem fyrst, stefndu fyrst á 9. maí en geta nú í besta falli horft til þess að hefja keppni á ný 16. maí. Samtökin hafa sett saman áætlun til að gæta að heilsu leikmanna og annarra sem að leiknum koma, sem felur í sér reglubundin próf. Í áætlununum er, samkvæmt Reuters, einnig talað um að ekki þurfi að setja heilu leikmannahópana í sóttkví þó að það greinist smit hjá leikmanni. Það leggst ekki eins vel í Seehofer sem segir allt liðið eiga að fara í sóttkví greinist smit. „Mér finnst skynsemi í tímarammanum sem þýska deildin hefur sett fram og ég styð það að hefja keppni að nýju í maí. En fyrir mér er alveg á hreinu að deildin á ekki að njóta einhverra sérstakra forréttinda fram yfir aðra,“ sagði Seehofer við Bild. Þýski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Alfreð vongóður um að spila bráðum: „Vantar bara að pólitíkin gefi grænt ljós“ Landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason er bjartsýnn á að geta byrjað að spila fótbolta á nýjan leik í þessum mánuði, með Augsburg í þýsku 1. deildinni. 2. maí 2020 13:30 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Fleiri fréttir Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Sjá meira
Horst Seehofer, innanríkisráðherra Þýskalands, hefur lýst yfir stuðningi við það að keppni hefjist að nýju í þýska fótboltanum í þessum mánuði eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Ljóst er að ekki verður spilað fyrir framan áhorfendur í sumar. Hlé hefur verið á keppni í þýsku 1. deildinni síðan um miðjan mars en liðin eru byrjuð að æfa saman í litlum hópum, eins og Alfreð Finnbogason hefur lýst en hann er leikmaður Augsburg. Á fundi ríkisstjórnar í vikunni verður tekin ákvörðun varðandi framhald keppnisíþrótta. Þýsku deildarsamtökin vilja byrja aftur sem fyrst, stefndu fyrst á 9. maí en geta nú í besta falli horft til þess að hefja keppni á ný 16. maí. Samtökin hafa sett saman áætlun til að gæta að heilsu leikmanna og annarra sem að leiknum koma, sem felur í sér reglubundin próf. Í áætlununum er, samkvæmt Reuters, einnig talað um að ekki þurfi að setja heilu leikmannahópana í sóttkví þó að það greinist smit hjá leikmanni. Það leggst ekki eins vel í Seehofer sem segir allt liðið eiga að fara í sóttkví greinist smit. „Mér finnst skynsemi í tímarammanum sem þýska deildin hefur sett fram og ég styð það að hefja keppni að nýju í maí. En fyrir mér er alveg á hreinu að deildin á ekki að njóta einhverra sérstakra forréttinda fram yfir aðra,“ sagði Seehofer við Bild.
Þýski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Alfreð vongóður um að spila bráðum: „Vantar bara að pólitíkin gefi grænt ljós“ Landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason er bjartsýnn á að geta byrjað að spila fótbolta á nýjan leik í þessum mánuði, með Augsburg í þýsku 1. deildinni. 2. maí 2020 13:30 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Fleiri fréttir Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Sjá meira
Alfreð vongóður um að spila bráðum: „Vantar bara að pólitíkin gefi grænt ljós“ Landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason er bjartsýnn á að geta byrjað að spila fótbolta á nýjan leik í þessum mánuði, með Augsburg í þýsku 1. deildinni. 2. maí 2020 13:30