Enski boltinn

Ferguson besti stjóri allra tíma að mati Four Four Two

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sir Alex Ferguson stýrði Manchester United á árunum 1986-2013. Á þeim tíma vann liðið 38 titla.
Sir Alex Ferguson stýrði Manchester United á árunum 1986-2013. Á þeim tíma vann liðið 38 titla. vísir/getty

Sir Alex Ferguson er besti knattspyrnustjóri allra tíma að mati fótboltatímaritsins Four Four Two.

Í nýjasta tölublaði Four Four Two birtist listi yfir hundrað bestu stjóra allra tíma. Ferguson trónir á toppi hans.

Skotinn vann 38 titla á 27 árum sem stjóri Manchester United. Undir hans stjórn varð liðið m.a. þrettán sinnum Englandsmeistari.

Áður en Ferguson tók við United stýrði hann Aberdeen í heimalandinu með góðum árangri. Hann gerði liðið þrisvar sinnum að Skotlandsmeisturum, fjórum sinnum að bikarmeisturum og einu sinni að Evrópumeisturum bikarhafa.

Næstu tveir stjórar á lista Four Four Two eru Hollendingar. Rinus Michels er í 2. sætinu og Johan Cruyff í því þriðja. Michels gerði Hollendinga að Evrópumeisturum 1988, vann fjölda titla sem stjóri Ajax og undir hans stjórn varð Barcelona Spánarmeistari.

Cruyff fetaði í fótspor Michels og stýrði bæði Ajax og Barcelona. Undir hans stjórn urðu Börsungar spænskir meistarar fjögur ár í röð og unnu Meistaradeild Evrópu 1992.

Bill Shankly, fyrrverandi stjóri Liverpool, er í 4. sæti lista Four Four Two og í því fimmta er Pep Guardiola, stjóri Manchester City. Hann er eini starfandi stjórinn sem er á meðal tíu efstu.

Bestu stjórar allra tíma að mati Four Four Two

1. Sir Alex Ferguson

2. Rinus Michels

3. Johan Cruyff

4. Bill Shankly

5. Pep Guardiola

6. Arrigo Sacchi

7. Matt Busby

8. Helenio Herrera

9. Ernst Happel

10. Valeriy Lobanovskiy




Fleiri fréttir

Sjá meira


×