KSÍ semur við þrjú erlend fyrirtæki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2020 17:00 Kolbeinn Sigþórsson og Birkir Bjarnason fagna marki þess fyrrnefnda á móti Andorra en með á myndinni eur Arnór Sigurðsson og Jón Daðið Böðvarsson. Vísir/Vilhelm Knattspyrnusamband Íslands tilkynnti um það í dag að sambandið hafi gert þriggja ára samning við þrjú erlend fyrirtæki. Fyrirtækin eru miðlæga gagnagrunns fyrirtækið SoccerLab, skimunar fyrirtækið Wyscout og svo Johan Sports GPS. Arnar Þór Viðarsson: "Innan skamms munum við eiga mikilvægar upplýsingar um okkar leikmenn sem eiga eftir að gera okkur kleift að þróa okkar starf enn frekar." https://t.co/G9nxjkmDHy— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) May 4, 2020 SoccerLab er eitt stærsta fyrirtæki á sínu sviði í Evrópu og vinnur með mörgum af stærstu félagsliðum álfunnar. Með samningnum mun þessi miðlægi gagnagrunnur frá og með deginum í dag vista allar upplýsingar um yngri landsliðsmenn KSÍ. „Það svið knattspyrnunnar sem við getum bætt okkur hvað mest á er rafræna sviðið. Þetta er að mörgu leyti undarlegt þar sem við Íslendingar erum mjög tæknivædd þjóð. Í nútíma knattspyrnu er allt mælt og skoðað. Lið í Evrópu þjálfa ekki bara sína leikmenn á knattspyrnuvellinum heldur er þjálfun orðin heildræn (e. holistic). Undir þessa heildrænu þjálfun falla hlutir eins og leikgreining, miðlæg gagnasöfnun, myndbandauppökur, hlaupatölur, mælingar á líkamlegu atgervi o.s.frv,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnusviðs KSÍ, við heimasíðu KSÍ. Hér eftir munu þessar upplýsingar safnast allar saman í gagnagrunni Knattspyrnusviðs KSÍ. „Þessar upplýsingar eru ekki bara mikilvægar fyrir okkur hjá KSÍ, heldur líka fyrir félögin þar sem erlend félög nú til dags vilja fá gögn um leikmenn áður en þeir eru keyptir. Þessi gögn (e. benchmarks) nota erlend félög í ákvarðanatöku sem er byggð á staðreyndum, en ekki skoðunum,“ sagði Arnar Þór Viðarsson. Samningurinn inniheldur aðgang fyrir þjálfara landsliða Íslands ásamt einum aðgangi fyrir hvert lið í @pepsimaxdeildin https://t.co/ilPJpIfFpH— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) May 4, 2020 Wyscout er eitt það virtasta í Evrópu þegar kemur að því að klippa, greina og geyma leiki. Samningurinn inniheldur aðgang fyrir þjálfara landsliða Íslands ásamt einum aðgangi fyrir hvert lið í Pepsi Max deildunum. Þar að auki er verið að skoða möguleikann á að opna svæði fyrir yngri flokka á Íslandi. Á undanförnum árum hefur myndbandsupptaka af leikjum yngri flokka aukist mikið og er ætlunin að reyna að ná þessum upptökum á miðlægan gagnagrunn svo lið geti lært hvert af öðru. „Undanfarin ár hafa þjálfarar Pepsi Max deildanna og landsliðsþjálfarar Íslands getað nýtt sér sömu þjónustu frá öðru fyrirtæki og almenn ánægja hefur verið með þetta. Svona þjónusta hjálpar þjálfurum mikið og eykur faglegt starf í íslenskri knattspyrnu til muna,“ segir í fréttinni á heimasíðu KSÍ. Með nýjum samningi við Johan Sports GPS hefur KSÍ fest kaup á fleiri GPS tækjum og er ætlunin að yngri landslið hefji notkun á þeim sumarið 2020. https://t.co/Xot86GO8pr— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) May 4, 2020 Knattspyrnusamband er búið að vera í samstarfi við Johan Sports GPS því A landsliðin og U21 landslið karla hafa undanfarið ár notað GPS tæki á æfingum og í leikjum frá Johan Sports. Þessi GPS tæki eru notuð til að mæla og greina hlaupatölur leikmanna, fjarlægð sem þeir hlaupa, hámarkshraða, hversu marga metra leikmaðurinn hleypur á háum hraða o.s.frv. Svör við þessum spurningum, og mörgum öðrum, er hægt að fá með GPS mælingum. Atvinnumannalið í knattspyrnu nota nánast öll GPS tæki til að fylgjast með álagi leikmanna í leikjum og við æfingar. Með nýjum samningi hefur KSÍ fest kaup á fleiri GPS tækjum og er ætlunin að yngri landsliðin hefji notkun á þeim sumarið 2020. „GPS mælingar gefa áreiðanlegri mynd af því hvar leikmenn okkar standa og með því er einnig hægt að stýra álaginu á leikmanninn. Öllum hlaupatölum er hlaðið í gagnagrunn og er því hægt að bera leikmenn saman við aðra sem hafa sama eða svipaðan leikstíl,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnusviðs KSÍ, við heimasíðu KSÍ. Íslenski boltinn Fótbolti KSÍ Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Fótbolti Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Körfubolti Fleiri fréttir „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands tilkynnti um það í dag að sambandið hafi gert þriggja ára samning við þrjú erlend fyrirtæki. Fyrirtækin eru miðlæga gagnagrunns fyrirtækið SoccerLab, skimunar fyrirtækið Wyscout og svo Johan Sports GPS. Arnar Þór Viðarsson: "Innan skamms munum við eiga mikilvægar upplýsingar um okkar leikmenn sem eiga eftir að gera okkur kleift að þróa okkar starf enn frekar." https://t.co/G9nxjkmDHy— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) May 4, 2020 SoccerLab er eitt stærsta fyrirtæki á sínu sviði í Evrópu og vinnur með mörgum af stærstu félagsliðum álfunnar. Með samningnum mun þessi miðlægi gagnagrunnur frá og með deginum í dag vista allar upplýsingar um yngri landsliðsmenn KSÍ. „Það svið knattspyrnunnar sem við getum bætt okkur hvað mest á er rafræna sviðið. Þetta er að mörgu leyti undarlegt þar sem við Íslendingar erum mjög tæknivædd þjóð. Í nútíma knattspyrnu er allt mælt og skoðað. Lið í Evrópu þjálfa ekki bara sína leikmenn á knattspyrnuvellinum heldur er þjálfun orðin heildræn (e. holistic). Undir þessa heildrænu þjálfun falla hlutir eins og leikgreining, miðlæg gagnasöfnun, myndbandauppökur, hlaupatölur, mælingar á líkamlegu atgervi o.s.frv,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnusviðs KSÍ, við heimasíðu KSÍ. Hér eftir munu þessar upplýsingar safnast allar saman í gagnagrunni Knattspyrnusviðs KSÍ. „Þessar upplýsingar eru ekki bara mikilvægar fyrir okkur hjá KSÍ, heldur líka fyrir félögin þar sem erlend félög nú til dags vilja fá gögn um leikmenn áður en þeir eru keyptir. Þessi gögn (e. benchmarks) nota erlend félög í ákvarðanatöku sem er byggð á staðreyndum, en ekki skoðunum,“ sagði Arnar Þór Viðarsson. Samningurinn inniheldur aðgang fyrir þjálfara landsliða Íslands ásamt einum aðgangi fyrir hvert lið í @pepsimaxdeildin https://t.co/ilPJpIfFpH— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) May 4, 2020 Wyscout er eitt það virtasta í Evrópu þegar kemur að því að klippa, greina og geyma leiki. Samningurinn inniheldur aðgang fyrir þjálfara landsliða Íslands ásamt einum aðgangi fyrir hvert lið í Pepsi Max deildunum. Þar að auki er verið að skoða möguleikann á að opna svæði fyrir yngri flokka á Íslandi. Á undanförnum árum hefur myndbandsupptaka af leikjum yngri flokka aukist mikið og er ætlunin að reyna að ná þessum upptökum á miðlægan gagnagrunn svo lið geti lært hvert af öðru. „Undanfarin ár hafa þjálfarar Pepsi Max deildanna og landsliðsþjálfarar Íslands getað nýtt sér sömu þjónustu frá öðru fyrirtæki og almenn ánægja hefur verið með þetta. Svona þjónusta hjálpar þjálfurum mikið og eykur faglegt starf í íslenskri knattspyrnu til muna,“ segir í fréttinni á heimasíðu KSÍ. Með nýjum samningi við Johan Sports GPS hefur KSÍ fest kaup á fleiri GPS tækjum og er ætlunin að yngri landslið hefji notkun á þeim sumarið 2020. https://t.co/Xot86GO8pr— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) May 4, 2020 Knattspyrnusamband er búið að vera í samstarfi við Johan Sports GPS því A landsliðin og U21 landslið karla hafa undanfarið ár notað GPS tæki á æfingum og í leikjum frá Johan Sports. Þessi GPS tæki eru notuð til að mæla og greina hlaupatölur leikmanna, fjarlægð sem þeir hlaupa, hámarkshraða, hversu marga metra leikmaðurinn hleypur á háum hraða o.s.frv. Svör við þessum spurningum, og mörgum öðrum, er hægt að fá með GPS mælingum. Atvinnumannalið í knattspyrnu nota nánast öll GPS tæki til að fylgjast með álagi leikmanna í leikjum og við æfingar. Með nýjum samningi hefur KSÍ fest kaup á fleiri GPS tækjum og er ætlunin að yngri landsliðin hefji notkun á þeim sumarið 2020. „GPS mælingar gefa áreiðanlegri mynd af því hvar leikmenn okkar standa og með því er einnig hægt að stýra álaginu á leikmanninn. Öllum hlaupatölum er hlaðið í gagnagrunn og er því hægt að bera leikmenn saman við aðra sem hafa sama eða svipaðan leikstíl,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnusviðs KSÍ, við heimasíðu KSÍ.
Íslenski boltinn Fótbolti KSÍ Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Fótbolti Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Körfubolti Fleiri fréttir „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Sjá meira