Fengu að heimsækja ástvini eftir sextíu daga bann Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. maí 2020 22:00 Íbúar dvalar- og hjúkrunarheimila fengu margir heimsókn frá ástvini í dag - í fyrsta sinn í sextíu daga. Forstjóri Hrafnistu segir um mikinn hátíðisdag að ræða enda bannið verið gríðarlega þungbært fyrir marga. Heimsóknir verða þó áfram takmarkaðar. Tilslakanir á heimsóknarbanni á dvalar- og hjúkrunarheimilum tóku gildi í dag en nú má einn aðstandandi í einu heimsækja hvern íbúa, þó með nokkrum takmörkunum. Hvert heimili aðlagar fjölda heimsókna að sínum aðstæðum en lagt er til að aðeins nánasta aðstandanda verði leyft að koma í heimsókn fyrstu tvær vikurnar. visir/sigurjón „Það er mikill hátíðistdagur á hjúkrunarheimilum í dag. Það er búið að vera heimsóknarbann í tæplega sextíu daga. Markmiðið er að í þessari vikur fái allir eina heimsókn,“ segir Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu. Um tvö hundruð heimsóknir voru á dagskrá á heimilum Hrafnistu í dag. Heimsóknartímar eru úthlutaðir og þeir sem koma í heimsókn þurfa að gæta að handþvotti og nota spritt. Heimsóknir fara fram á ákveðnum svæðum og fólk þarf að virða tveggja metra regluna. Heimasóknarbannið hefur reynst mörgum þungbært að sögn Péturs. Þau Arnlaugur Kristján Samúelsson og móðir hans Kristín Sigríður Guðjónsdóttir, hafa þó tekið þessu með stóískri ró. vísir/sigurjón „Mér hefur liðið nokkuð vel en þó ef ég á að vera alveg hreinskilin var ég byrjuð að finna til þess í lokinn að ég var svolítið viðkvæm á kvöldin,“ segir Kristín sem á nokkur börn. Arnlaugur, sonur hennar, segir að það hafa verið gott að heimsækja móður sína loksins, eftir tvo mánuði. Systkini hans séu einnig mjög spennt að fá að koma. Þá voru miklir fagnaðarfundir á hjúkrunarheimilinu Hömrum í dag. Í myndskeiðinu hér að ofan má sjá þegar ástvinir hittast í fyrsta sinn eftir langan tíma. Bræðurnir Eymundur og Bjarni Sigurðssynir voru mættir á Hamra í dag en þar dvelur móðir þeirra sem er með heilabilun. Bjarni fékk að fara inn en Eymundur þurfti að bíða úti. „Helsti óttinn er að hún muni ekki eftir manni,“ sagði Bjarni áður en hann fór á fund móður sinnar. Bræðurnir segja að óvissan um að hún gleymdi þeim hafi verið erfiðust. Smit kom upp á hjúkrunarheimilinu Eir fyrir helgi og þá hafa smit verið að koma upp á hjúkrunarheimilum erlendis með hræðilegum afleiðingum. „Það minnir okkur á alvarleikann og hvað þetta er í raun nálægt okkur. Við verðum að standa saman og gera það besta til að kveða niður þessa veiru og við erum ekki sloppin enn þá þó að fyrstu áfangarnir hafi gengið mjög vel,“ segir Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira
Íbúar dvalar- og hjúkrunarheimila fengu margir heimsókn frá ástvini í dag - í fyrsta sinn í sextíu daga. Forstjóri Hrafnistu segir um mikinn hátíðisdag að ræða enda bannið verið gríðarlega þungbært fyrir marga. Heimsóknir verða þó áfram takmarkaðar. Tilslakanir á heimsóknarbanni á dvalar- og hjúkrunarheimilum tóku gildi í dag en nú má einn aðstandandi í einu heimsækja hvern íbúa, þó með nokkrum takmörkunum. Hvert heimili aðlagar fjölda heimsókna að sínum aðstæðum en lagt er til að aðeins nánasta aðstandanda verði leyft að koma í heimsókn fyrstu tvær vikurnar. visir/sigurjón „Það er mikill hátíðistdagur á hjúkrunarheimilum í dag. Það er búið að vera heimsóknarbann í tæplega sextíu daga. Markmiðið er að í þessari vikur fái allir eina heimsókn,“ segir Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu. Um tvö hundruð heimsóknir voru á dagskrá á heimilum Hrafnistu í dag. Heimsóknartímar eru úthlutaðir og þeir sem koma í heimsókn þurfa að gæta að handþvotti og nota spritt. Heimsóknir fara fram á ákveðnum svæðum og fólk þarf að virða tveggja metra regluna. Heimasóknarbannið hefur reynst mörgum þungbært að sögn Péturs. Þau Arnlaugur Kristján Samúelsson og móðir hans Kristín Sigríður Guðjónsdóttir, hafa þó tekið þessu með stóískri ró. vísir/sigurjón „Mér hefur liðið nokkuð vel en þó ef ég á að vera alveg hreinskilin var ég byrjuð að finna til þess í lokinn að ég var svolítið viðkvæm á kvöldin,“ segir Kristín sem á nokkur börn. Arnlaugur, sonur hennar, segir að það hafa verið gott að heimsækja móður sína loksins, eftir tvo mánuði. Systkini hans séu einnig mjög spennt að fá að koma. Þá voru miklir fagnaðarfundir á hjúkrunarheimilinu Hömrum í dag. Í myndskeiðinu hér að ofan má sjá þegar ástvinir hittast í fyrsta sinn eftir langan tíma. Bræðurnir Eymundur og Bjarni Sigurðssynir voru mættir á Hamra í dag en þar dvelur móðir þeirra sem er með heilabilun. Bjarni fékk að fara inn en Eymundur þurfti að bíða úti. „Helsti óttinn er að hún muni ekki eftir manni,“ sagði Bjarni áður en hann fór á fund móður sinnar. Bræðurnir segja að óvissan um að hún gleymdi þeim hafi verið erfiðust. Smit kom upp á hjúkrunarheimilinu Eir fyrir helgi og þá hafa smit verið að koma upp á hjúkrunarheimilum erlendis með hræðilegum afleiðingum. „Það minnir okkur á alvarleikann og hvað þetta er í raun nálægt okkur. Við verðum að standa saman og gera það besta til að kveða niður þessa veiru og við erum ekki sloppin enn þá þó að fyrstu áfangarnir hafi gengið mjög vel,“ segir Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira