Átak að takast á við lubba landans Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 4. maí 2020 20:00 Það var líf og fjör á hársnyrtistofunni Blondie í dag, fyrsta daginn í nokkrar vikur sem mátti hafa opið. vísir/sigurjón Hársnyrtistofur fengu að opna aftur í dag. Margir hafa beðið eftir klippingu og var því nóg um að vera áöllum hárgreiðslustofum, þar á meðal á Blondie í Mörkinni. „Okkur líður eins og það séu jólin, við erum svo spennt,“ segir Harpa Ómarsdóttir á Blondie. Hún hóf störf klukkan 7:30 í morgun og gerir ráð fyrir að vera til 21 í kvöld. „Það er allt fullbókað næstu tvær vikur og vel það, næst laust eftir Hvítasunnuna. Fólk er að vinna á laugardögum og sunnudögum. Allir sem hringja inn vilja helst fá tíma í gær en skilja alveg stöðuna - en hver og einn er með meiri rót en hinn.“ Harpa Ómarsdóttir, eigandi Blondie, segir að minnsta kosti tveggja vikna bið eftir tíma.vísir/sigurjón Harpa segir einnig hvern og einn vera lengur í stólnum enda sé talsvert meiri vinna að ráða við lubbann eftir tólf vikur hjá fólki sem kemur vanalega áþriggja til sex vikna fresti í stólinn. Afþreyingarmöguleikar jukust verulega í dag - söfn borgarinnar opnuðu að nýju og bíóhúsin. Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri Myndforms sem rekur Laugarásbíó, segir að strax klukkan tíu í morgun hafi verið búið að kaupa miða á sýningar kvöldsins. „Við munum hleypa fimmtíu í stóra salinn en færri í litlu salina. Fólk getur því auðveldlega haldið tveggja metra regluna milli hópa,“ segir Geir. Fjöldi veitingastaða sem var lokað þegar samkomubannið var þrengt fyrir sex vikum voru opnaðir á ný í dag. Í fréttatíma Stöðvar 2 var rætt við eiganda Jómfrúarinnar sem ætlar að hleypa fimmtíu gestum á útisvæðið og fimmtíu gestum á innisvæðið - og segir glasið vera hálffullt enda hlakki til þess að miðborgin lifni við að nýju. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Hársnyrtistofur fengu að opna aftur í dag. Margir hafa beðið eftir klippingu og var því nóg um að vera áöllum hárgreiðslustofum, þar á meðal á Blondie í Mörkinni. „Okkur líður eins og það séu jólin, við erum svo spennt,“ segir Harpa Ómarsdóttir á Blondie. Hún hóf störf klukkan 7:30 í morgun og gerir ráð fyrir að vera til 21 í kvöld. „Það er allt fullbókað næstu tvær vikur og vel það, næst laust eftir Hvítasunnuna. Fólk er að vinna á laugardögum og sunnudögum. Allir sem hringja inn vilja helst fá tíma í gær en skilja alveg stöðuna - en hver og einn er með meiri rót en hinn.“ Harpa Ómarsdóttir, eigandi Blondie, segir að minnsta kosti tveggja vikna bið eftir tíma.vísir/sigurjón Harpa segir einnig hvern og einn vera lengur í stólnum enda sé talsvert meiri vinna að ráða við lubbann eftir tólf vikur hjá fólki sem kemur vanalega áþriggja til sex vikna fresti í stólinn. Afþreyingarmöguleikar jukust verulega í dag - söfn borgarinnar opnuðu að nýju og bíóhúsin. Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri Myndforms sem rekur Laugarásbíó, segir að strax klukkan tíu í morgun hafi verið búið að kaupa miða á sýningar kvöldsins. „Við munum hleypa fimmtíu í stóra salinn en færri í litlu salina. Fólk getur því auðveldlega haldið tveggja metra regluna milli hópa,“ segir Geir. Fjöldi veitingastaða sem var lokað þegar samkomubannið var þrengt fyrir sex vikum voru opnaðir á ný í dag. Í fréttatíma Stöðvar 2 var rætt við eiganda Jómfrúarinnar sem ætlar að hleypa fimmtíu gestum á útisvæðið og fimmtíu gestum á innisvæðið - og segir glasið vera hálffullt enda hlakki til þess að miðborgin lifni við að nýju.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira