Vill þak á fjölda sendiherra og að stöður verði almennt auglýstar Atli Ísleifsson skrifar 2. mars 2020 11:07 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, vill sjá breytingar á skipanir sendiherra. Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, vill fækka sendiherrum í utanríkisþjónustunni miðað við það sem nú er og koma á þaki á fjölda þeirra. Þá vill hann að byrjað verði að auglýsa sendiherrastöður, en að ráðherra verði jafnframt heimilt að skipa sendiherra án auglýsingar. Þetta kemur fram í grein Guðlaugs Þórs sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Útlistar hann þær breytingar sem hann vill sjá innan stjórnsýslunnar og snertir stöðu sendiherra. Í greininni ræðir hann núverandi fyrirkomulag varðandi skipun sendiherra – fyrirkomulag sem hann segir hafa gefist vel en sé engu að síður ekki gallalaust. Samkvæmt núgildandi lögum hafi ráðherra að mestu leyti frjálsar hendur við skipan sendiherra. Engar séu hæfniskröfur og hefur þessi skipan mála sætt gagnrýni. „Auk þess hefur sendiherrum fjölgað jafnt og þétt hin síðustu ár og er nú svo komið að fjöldi þeirra samræmist illa umfangi og verkefnum utanríkisþjónustunnar. Þetta hefur einnig leitt til þess að framgangur yngri starfsmanna hefur reynst hægari en ella enda er þröngt á fleti fyrir þegar fjórðungur starfsmanna utanríkisþjónustunnar gegnir stjórnendastöðu,“ segir ráðherra. Þak á fjölda sendiherra Guðlaugur Þór nefnir að hann hafi ekki skipað neinn nýjan sendiherra frá því að hann tók við embættinu snemma árs 2017. Hafi sendiherrar þá verið fjörutíu talsins og hafi þeim nu fækkað um fjóra. Ráðherrann segist ætla að leggja til breytingar á kerfinu. Segist hann vilja að fjöldi sendiherra ráðist framvegis mið af fjölda sendiskrifstofa sem utanríkisþjónustan starfrækir. „Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að þeir verði hverju sinni ekki fleiri en fjöldi sendiskrifstofa að fimmtungi viðbættum. Í dag starfrækir utanríkisráðuneytið alls 25 sendiskrifstofur. Nái þessi breyting fram að ganga verður hámarksfjöldi sendiherra 30 en þeir eru í dag 36 talsins. Þetta þýðir að enginn sendiherra verður skipaður fyrr en þeim hefur fækkað niður fyrir þrjátíu miðað við óbreyttan fjölda sendiskrifstofa,“ segir Guðlaugur. Utanríkisráðuneytið við Rauðarárstíg. Stöður almennt auglýstar Þá mælir frumvarp ráðherrans fyrir um að sendiherrastöður verði auglýstar og umsækjendur skuli uppfylla lögákveðin hæfisskilyrði. Þó segir að ráðherra verði heimilt að „skipa einstakling tímabundið til allt að fimm ára í embætti sendiherra til að veita sendiskrifstofu forstöðu eða að gegna hlutverki sérstaks erindreka án þess að starfið yrði auglýst.“ Ekki verði þó heimilt að framlengja eða senda viðkomandi annað og fjöldi þeirra megi ekki nema meira en fimmtungi af heildarfjölda skipaðra sendiherra. „Að þessu marki yrði ráðherra áfram heimilt að leita út fyrir raðir fastra starfsmanna utanríkisþjónustunnar eftir sendiherrum sem hafa aflað sér sérþekkingar, reynslu og tengsla á öðrum vettvangi, svo sem í stjórnmálum eða í atvinnulífinu, til að annast afmörkuð verkefni í þágu hagsmuna Íslands á alþjóðavettvangi. Með þessu móti verður þeirri heimild, sem nú er ótakmörkuð, settar málefnalegar skorður,“ segir í greininni. Tímabundið sett lægra setta í embætti sendiherra Loks vill ráðherra sjá þá breytingu að ráðherra geti tímabundið sett lægra setta starfsmenn, sendifulltrúa, í embætti sendiherra. Þennan hóp fylla að jafnaði þeir sem eiga að baki langan og farsælan feril í þjónustunni og hafa unnið sig upp innan hennar án þess að vera orðnir sendiherrar. „Þessi breyting þjónar fyrst og fremst þeim tilgangi að nýta betur starfskrafta sendifulltrúa og veita einkum hæfileikaríku yngra fólki í utanríkisþjónustunni aukin tækifæri á framgangi í starfi,“ segir ráðherrann. Utanríkismál Stjórnsýsla Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, vill fækka sendiherrum í utanríkisþjónustunni miðað við það sem nú er og koma á þaki á fjölda þeirra. Þá vill hann að byrjað verði að auglýsa sendiherrastöður, en að ráðherra verði jafnframt heimilt að skipa sendiherra án auglýsingar. Þetta kemur fram í grein Guðlaugs Þórs sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Útlistar hann þær breytingar sem hann vill sjá innan stjórnsýslunnar og snertir stöðu sendiherra. Í greininni ræðir hann núverandi fyrirkomulag varðandi skipun sendiherra – fyrirkomulag sem hann segir hafa gefist vel en sé engu að síður ekki gallalaust. Samkvæmt núgildandi lögum hafi ráðherra að mestu leyti frjálsar hendur við skipan sendiherra. Engar séu hæfniskröfur og hefur þessi skipan mála sætt gagnrýni. „Auk þess hefur sendiherrum fjölgað jafnt og þétt hin síðustu ár og er nú svo komið að fjöldi þeirra samræmist illa umfangi og verkefnum utanríkisþjónustunnar. Þetta hefur einnig leitt til þess að framgangur yngri starfsmanna hefur reynst hægari en ella enda er þröngt á fleti fyrir þegar fjórðungur starfsmanna utanríkisþjónustunnar gegnir stjórnendastöðu,“ segir ráðherra. Þak á fjölda sendiherra Guðlaugur Þór nefnir að hann hafi ekki skipað neinn nýjan sendiherra frá því að hann tók við embættinu snemma árs 2017. Hafi sendiherrar þá verið fjörutíu talsins og hafi þeim nu fækkað um fjóra. Ráðherrann segist ætla að leggja til breytingar á kerfinu. Segist hann vilja að fjöldi sendiherra ráðist framvegis mið af fjölda sendiskrifstofa sem utanríkisþjónustan starfrækir. „Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að þeir verði hverju sinni ekki fleiri en fjöldi sendiskrifstofa að fimmtungi viðbættum. Í dag starfrækir utanríkisráðuneytið alls 25 sendiskrifstofur. Nái þessi breyting fram að ganga verður hámarksfjöldi sendiherra 30 en þeir eru í dag 36 talsins. Þetta þýðir að enginn sendiherra verður skipaður fyrr en þeim hefur fækkað niður fyrir þrjátíu miðað við óbreyttan fjölda sendiskrifstofa,“ segir Guðlaugur. Utanríkisráðuneytið við Rauðarárstíg. Stöður almennt auglýstar Þá mælir frumvarp ráðherrans fyrir um að sendiherrastöður verði auglýstar og umsækjendur skuli uppfylla lögákveðin hæfisskilyrði. Þó segir að ráðherra verði heimilt að „skipa einstakling tímabundið til allt að fimm ára í embætti sendiherra til að veita sendiskrifstofu forstöðu eða að gegna hlutverki sérstaks erindreka án þess að starfið yrði auglýst.“ Ekki verði þó heimilt að framlengja eða senda viðkomandi annað og fjöldi þeirra megi ekki nema meira en fimmtungi af heildarfjölda skipaðra sendiherra. „Að þessu marki yrði ráðherra áfram heimilt að leita út fyrir raðir fastra starfsmanna utanríkisþjónustunnar eftir sendiherrum sem hafa aflað sér sérþekkingar, reynslu og tengsla á öðrum vettvangi, svo sem í stjórnmálum eða í atvinnulífinu, til að annast afmörkuð verkefni í þágu hagsmuna Íslands á alþjóðavettvangi. Með þessu móti verður þeirri heimild, sem nú er ótakmörkuð, settar málefnalegar skorður,“ segir í greininni. Tímabundið sett lægra setta í embætti sendiherra Loks vill ráðherra sjá þá breytingu að ráðherra geti tímabundið sett lægra setta starfsmenn, sendifulltrúa, í embætti sendiherra. Þennan hóp fylla að jafnaði þeir sem eiga að baki langan og farsælan feril í þjónustunni og hafa unnið sig upp innan hennar án þess að vera orðnir sendiherrar. „Þessi breyting þjónar fyrst og fremst þeim tilgangi að nýta betur starfskrafta sendifulltrúa og veita einkum hæfileikaríku yngra fólki í utanríkisþjónustunni aukin tækifæri á framgangi í starfi,“ segir ráðherrann.
Utanríkismál Stjórnsýsla Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira