Næsta skref í þágu framtíðar Snæfríður Jónsdóttir skrifar 2. mars 2020 13:30 Viðskiptaþing var haldið nú á dögunum þar sem fjallað var að miklu leyti um hvernig fyrirtæki gætu orðið meira samfélagslega ábyrg, meðal annars í tengslum við stjórnarhætti, félagslega þætti, umhverfissjónarmið og jafnrétti kynjanna. Þingið sátu æðstu leiðtogar landsins, stjórnendur og fólk í áhrifastöðum innan atvinnulífsins. Fráfarandi formaður Viðskiptaráðs Íslands fór yfir stöðuna hérlendis og tók sérstaklega fram að enn væri tækifæri til að gera betur. Að loknu erindi sínu bað hún fólk um að standa upp ef það ætlaði sér að vera hluti af lausninni. Það var ánægjulegt að sjá allan salinn í heild sinni standa upp og segjast ætla sér það. Ég hlakka til að sjá þau taka af skarið enda er það allra hagur að fleiri fyrirtæki láti verkin tala en líti ekki einungis á samfélagslega ábyrgð sem eitthvað sem tikkar í rétta boxið út á við. Kröfur almennings um að fyrirtæki séu samfélagslega ábyrg hafa líklega aldrei verið meiri en í dag. Með hverri kynslóð skiptir sífellt meira máli að fyrirtæki og stofnanir leggi sitt af mörkum og taki nauðsynleg skref í átt að betri heimi. Samfélagsleg ábyrgð er talin vera eitt af því sem gerir fyrirtæki samkeppnishæf og hefur bein áhrif á fjárhagslegan hagnað þeirra. Stjórnendur og leiðtogar í atvinnulífinu setja samfélagsleg málefni á dagskrá hjá sér og innleiða stefnur í átt að meiri ábyrgð, til dæmis í tengslum við aukið jafnrétti kynjanna, aðgerðir í umhverfismálum eða styrki til menningar og lista. Vilji og loforð fyrirtækja um meiri ábyrgð er til staðar en hvaða merkingu hafa þau? Þrátt fyrir að mörg fyrirtæki segist vera samfélagslega ábyrg birtast þau orð mér oft sem innantómt skraut sem er dregið fram við sérstök tilefni. Ég hef mætt í ófáar heimsóknir hjá fyrirtækjum sem sýna gestum hinar og þessar vottanir, segja með stolti að margir starfsmenn hjóli í vinnuna til að vera umhverfisvænir og monta sig af því að hafa næstum því jafnt hlutfall karla og kvenna á vinnustað sínum. Í sömu heimsóknum er grænkeramatur af skornum skammti og engar ruslatunnur fyrir plastglösin. Allir æðstu stjórnendur þessa fyrirtækja eru karlar og fjölbreytileiki lítill sem enginn. Alltof oft heyrum við að „konur sæki ekki um“. Er það þess vegna sem að allir stjórnendur fyrirtækja í Kauphöll Íslands eru hvítir karlar? Eða er það jafnvel vegna þess að við sem samfélag erum raunverulega ekki tilbúin til að skapa pláss fyrir konur? Við heyrum einnig „við viljum alveg vera umhverfisvæn en það tekur bara svo mikinn tíma“. Tekur það í raun og veru svo mikinn tíma að berjast gegn loftslagsvánni með raunverulegum aðgerðum eða erum við bara of hrædd við að taka ákvarðanir og gera það sem þarf til? Að sjálfsögðu eru mörg fyrirtæki sem sýna vilja í verki, svo sem banki sem setur sér stefnu um að hætta að eiga viðskipti við fjölmiðla þar sem hallar á konur eða matvöruverslun sem hefur tekið ákvörðun um að sporna gegn matarsóun og vinna gegn plasti. Ég finn fyrir von þegar eitt hinna skráðu fyrirtækja í Kauphöllinni vinnur markvisst að því að ná fram raunverulegu jafnrétti kynjanna með því að halda jöfnu hlutfalli karla og kvenna í framkvæmdastjórn og hafa konu sem stjórnarformann félagsins. Ungar athafnakonur halda ráðstefnu þann 7. mars næst komandi þar sem þemað verður samfélagsleg ábyrgð. Á ráðstefnunni viljum við vekja athygli á hvað felst í samfélagslegri ábyrgð, hvaða máli hún skiptir og hvaða tækifæri eru til staðar fyrir einstaklinga og fyrirtæki á því sviði. Ráðstefnan er ekki aðeins tileinkuð núverandi stjórnendum og leiðtogum sem hafa völd til að breyta til góðs og framkvæma róttækar aðgerðir heldur er hún einnig tileinkuð öllum þeim ungu konum sem vilja og munu hafa áhrif í okkar samfélagi. Höfum áhrif og tökum ábyrgð. Stígum saman næsta skref í þágu framtíðar. Höfundur er formaður UAK. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Markaðir Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Viðskiptaþing var haldið nú á dögunum þar sem fjallað var að miklu leyti um hvernig fyrirtæki gætu orðið meira samfélagslega ábyrg, meðal annars í tengslum við stjórnarhætti, félagslega þætti, umhverfissjónarmið og jafnrétti kynjanna. Þingið sátu æðstu leiðtogar landsins, stjórnendur og fólk í áhrifastöðum innan atvinnulífsins. Fráfarandi formaður Viðskiptaráðs Íslands fór yfir stöðuna hérlendis og tók sérstaklega fram að enn væri tækifæri til að gera betur. Að loknu erindi sínu bað hún fólk um að standa upp ef það ætlaði sér að vera hluti af lausninni. Það var ánægjulegt að sjá allan salinn í heild sinni standa upp og segjast ætla sér það. Ég hlakka til að sjá þau taka af skarið enda er það allra hagur að fleiri fyrirtæki láti verkin tala en líti ekki einungis á samfélagslega ábyrgð sem eitthvað sem tikkar í rétta boxið út á við. Kröfur almennings um að fyrirtæki séu samfélagslega ábyrg hafa líklega aldrei verið meiri en í dag. Með hverri kynslóð skiptir sífellt meira máli að fyrirtæki og stofnanir leggi sitt af mörkum og taki nauðsynleg skref í átt að betri heimi. Samfélagsleg ábyrgð er talin vera eitt af því sem gerir fyrirtæki samkeppnishæf og hefur bein áhrif á fjárhagslegan hagnað þeirra. Stjórnendur og leiðtogar í atvinnulífinu setja samfélagsleg málefni á dagskrá hjá sér og innleiða stefnur í átt að meiri ábyrgð, til dæmis í tengslum við aukið jafnrétti kynjanna, aðgerðir í umhverfismálum eða styrki til menningar og lista. Vilji og loforð fyrirtækja um meiri ábyrgð er til staðar en hvaða merkingu hafa þau? Þrátt fyrir að mörg fyrirtæki segist vera samfélagslega ábyrg birtast þau orð mér oft sem innantómt skraut sem er dregið fram við sérstök tilefni. Ég hef mætt í ófáar heimsóknir hjá fyrirtækjum sem sýna gestum hinar og þessar vottanir, segja með stolti að margir starfsmenn hjóli í vinnuna til að vera umhverfisvænir og monta sig af því að hafa næstum því jafnt hlutfall karla og kvenna á vinnustað sínum. Í sömu heimsóknum er grænkeramatur af skornum skammti og engar ruslatunnur fyrir plastglösin. Allir æðstu stjórnendur þessa fyrirtækja eru karlar og fjölbreytileiki lítill sem enginn. Alltof oft heyrum við að „konur sæki ekki um“. Er það þess vegna sem að allir stjórnendur fyrirtækja í Kauphöll Íslands eru hvítir karlar? Eða er það jafnvel vegna þess að við sem samfélag erum raunverulega ekki tilbúin til að skapa pláss fyrir konur? Við heyrum einnig „við viljum alveg vera umhverfisvæn en það tekur bara svo mikinn tíma“. Tekur það í raun og veru svo mikinn tíma að berjast gegn loftslagsvánni með raunverulegum aðgerðum eða erum við bara of hrædd við að taka ákvarðanir og gera það sem þarf til? Að sjálfsögðu eru mörg fyrirtæki sem sýna vilja í verki, svo sem banki sem setur sér stefnu um að hætta að eiga viðskipti við fjölmiðla þar sem hallar á konur eða matvöruverslun sem hefur tekið ákvörðun um að sporna gegn matarsóun og vinna gegn plasti. Ég finn fyrir von þegar eitt hinna skráðu fyrirtækja í Kauphöllinni vinnur markvisst að því að ná fram raunverulegu jafnrétti kynjanna með því að halda jöfnu hlutfalli karla og kvenna í framkvæmdastjórn og hafa konu sem stjórnarformann félagsins. Ungar athafnakonur halda ráðstefnu þann 7. mars næst komandi þar sem þemað verður samfélagsleg ábyrgð. Á ráðstefnunni viljum við vekja athygli á hvað felst í samfélagslegri ábyrgð, hvaða máli hún skiptir og hvaða tækifæri eru til staðar fyrir einstaklinga og fyrirtæki á því sviði. Ráðstefnan er ekki aðeins tileinkuð núverandi stjórnendum og leiðtogum sem hafa völd til að breyta til góðs og framkvæma róttækar aðgerðir heldur er hún einnig tileinkuð öllum þeim ungu konum sem vilja og munu hafa áhrif í okkar samfélagi. Höfum áhrif og tökum ábyrgð. Stígum saman næsta skref í þágu framtíðar. Höfundur er formaður UAK.
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar