Næsta skref í þágu framtíðar Snæfríður Jónsdóttir skrifar 2. mars 2020 13:30 Viðskiptaþing var haldið nú á dögunum þar sem fjallað var að miklu leyti um hvernig fyrirtæki gætu orðið meira samfélagslega ábyrg, meðal annars í tengslum við stjórnarhætti, félagslega þætti, umhverfissjónarmið og jafnrétti kynjanna. Þingið sátu æðstu leiðtogar landsins, stjórnendur og fólk í áhrifastöðum innan atvinnulífsins. Fráfarandi formaður Viðskiptaráðs Íslands fór yfir stöðuna hérlendis og tók sérstaklega fram að enn væri tækifæri til að gera betur. Að loknu erindi sínu bað hún fólk um að standa upp ef það ætlaði sér að vera hluti af lausninni. Það var ánægjulegt að sjá allan salinn í heild sinni standa upp og segjast ætla sér það. Ég hlakka til að sjá þau taka af skarið enda er það allra hagur að fleiri fyrirtæki láti verkin tala en líti ekki einungis á samfélagslega ábyrgð sem eitthvað sem tikkar í rétta boxið út á við. Kröfur almennings um að fyrirtæki séu samfélagslega ábyrg hafa líklega aldrei verið meiri en í dag. Með hverri kynslóð skiptir sífellt meira máli að fyrirtæki og stofnanir leggi sitt af mörkum og taki nauðsynleg skref í átt að betri heimi. Samfélagsleg ábyrgð er talin vera eitt af því sem gerir fyrirtæki samkeppnishæf og hefur bein áhrif á fjárhagslegan hagnað þeirra. Stjórnendur og leiðtogar í atvinnulífinu setja samfélagsleg málefni á dagskrá hjá sér og innleiða stefnur í átt að meiri ábyrgð, til dæmis í tengslum við aukið jafnrétti kynjanna, aðgerðir í umhverfismálum eða styrki til menningar og lista. Vilji og loforð fyrirtækja um meiri ábyrgð er til staðar en hvaða merkingu hafa þau? Þrátt fyrir að mörg fyrirtæki segist vera samfélagslega ábyrg birtast þau orð mér oft sem innantómt skraut sem er dregið fram við sérstök tilefni. Ég hef mætt í ófáar heimsóknir hjá fyrirtækjum sem sýna gestum hinar og þessar vottanir, segja með stolti að margir starfsmenn hjóli í vinnuna til að vera umhverfisvænir og monta sig af því að hafa næstum því jafnt hlutfall karla og kvenna á vinnustað sínum. Í sömu heimsóknum er grænkeramatur af skornum skammti og engar ruslatunnur fyrir plastglösin. Allir æðstu stjórnendur þessa fyrirtækja eru karlar og fjölbreytileiki lítill sem enginn. Alltof oft heyrum við að „konur sæki ekki um“. Er það þess vegna sem að allir stjórnendur fyrirtækja í Kauphöll Íslands eru hvítir karlar? Eða er það jafnvel vegna þess að við sem samfélag erum raunverulega ekki tilbúin til að skapa pláss fyrir konur? Við heyrum einnig „við viljum alveg vera umhverfisvæn en það tekur bara svo mikinn tíma“. Tekur það í raun og veru svo mikinn tíma að berjast gegn loftslagsvánni með raunverulegum aðgerðum eða erum við bara of hrædd við að taka ákvarðanir og gera það sem þarf til? Að sjálfsögðu eru mörg fyrirtæki sem sýna vilja í verki, svo sem banki sem setur sér stefnu um að hætta að eiga viðskipti við fjölmiðla þar sem hallar á konur eða matvöruverslun sem hefur tekið ákvörðun um að sporna gegn matarsóun og vinna gegn plasti. Ég finn fyrir von þegar eitt hinna skráðu fyrirtækja í Kauphöllinni vinnur markvisst að því að ná fram raunverulegu jafnrétti kynjanna með því að halda jöfnu hlutfalli karla og kvenna í framkvæmdastjórn og hafa konu sem stjórnarformann félagsins. Ungar athafnakonur halda ráðstefnu þann 7. mars næst komandi þar sem þemað verður samfélagsleg ábyrgð. Á ráðstefnunni viljum við vekja athygli á hvað felst í samfélagslegri ábyrgð, hvaða máli hún skiptir og hvaða tækifæri eru til staðar fyrir einstaklinga og fyrirtæki á því sviði. Ráðstefnan er ekki aðeins tileinkuð núverandi stjórnendum og leiðtogum sem hafa völd til að breyta til góðs og framkvæma róttækar aðgerðir heldur er hún einnig tileinkuð öllum þeim ungu konum sem vilja og munu hafa áhrif í okkar samfélagi. Höfum áhrif og tökum ábyrgð. Stígum saman næsta skref í þágu framtíðar. Höfundur er formaður UAK. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Markaðir Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Viðskiptaþing var haldið nú á dögunum þar sem fjallað var að miklu leyti um hvernig fyrirtæki gætu orðið meira samfélagslega ábyrg, meðal annars í tengslum við stjórnarhætti, félagslega þætti, umhverfissjónarmið og jafnrétti kynjanna. Þingið sátu æðstu leiðtogar landsins, stjórnendur og fólk í áhrifastöðum innan atvinnulífsins. Fráfarandi formaður Viðskiptaráðs Íslands fór yfir stöðuna hérlendis og tók sérstaklega fram að enn væri tækifæri til að gera betur. Að loknu erindi sínu bað hún fólk um að standa upp ef það ætlaði sér að vera hluti af lausninni. Það var ánægjulegt að sjá allan salinn í heild sinni standa upp og segjast ætla sér það. Ég hlakka til að sjá þau taka af skarið enda er það allra hagur að fleiri fyrirtæki láti verkin tala en líti ekki einungis á samfélagslega ábyrgð sem eitthvað sem tikkar í rétta boxið út á við. Kröfur almennings um að fyrirtæki séu samfélagslega ábyrg hafa líklega aldrei verið meiri en í dag. Með hverri kynslóð skiptir sífellt meira máli að fyrirtæki og stofnanir leggi sitt af mörkum og taki nauðsynleg skref í átt að betri heimi. Samfélagsleg ábyrgð er talin vera eitt af því sem gerir fyrirtæki samkeppnishæf og hefur bein áhrif á fjárhagslegan hagnað þeirra. Stjórnendur og leiðtogar í atvinnulífinu setja samfélagsleg málefni á dagskrá hjá sér og innleiða stefnur í átt að meiri ábyrgð, til dæmis í tengslum við aukið jafnrétti kynjanna, aðgerðir í umhverfismálum eða styrki til menningar og lista. Vilji og loforð fyrirtækja um meiri ábyrgð er til staðar en hvaða merkingu hafa þau? Þrátt fyrir að mörg fyrirtæki segist vera samfélagslega ábyrg birtast þau orð mér oft sem innantómt skraut sem er dregið fram við sérstök tilefni. Ég hef mætt í ófáar heimsóknir hjá fyrirtækjum sem sýna gestum hinar og þessar vottanir, segja með stolti að margir starfsmenn hjóli í vinnuna til að vera umhverfisvænir og monta sig af því að hafa næstum því jafnt hlutfall karla og kvenna á vinnustað sínum. Í sömu heimsóknum er grænkeramatur af skornum skammti og engar ruslatunnur fyrir plastglösin. Allir æðstu stjórnendur þessa fyrirtækja eru karlar og fjölbreytileiki lítill sem enginn. Alltof oft heyrum við að „konur sæki ekki um“. Er það þess vegna sem að allir stjórnendur fyrirtækja í Kauphöll Íslands eru hvítir karlar? Eða er það jafnvel vegna þess að við sem samfélag erum raunverulega ekki tilbúin til að skapa pláss fyrir konur? Við heyrum einnig „við viljum alveg vera umhverfisvæn en það tekur bara svo mikinn tíma“. Tekur það í raun og veru svo mikinn tíma að berjast gegn loftslagsvánni með raunverulegum aðgerðum eða erum við bara of hrædd við að taka ákvarðanir og gera það sem þarf til? Að sjálfsögðu eru mörg fyrirtæki sem sýna vilja í verki, svo sem banki sem setur sér stefnu um að hætta að eiga viðskipti við fjölmiðla þar sem hallar á konur eða matvöruverslun sem hefur tekið ákvörðun um að sporna gegn matarsóun og vinna gegn plasti. Ég finn fyrir von þegar eitt hinna skráðu fyrirtækja í Kauphöllinni vinnur markvisst að því að ná fram raunverulegu jafnrétti kynjanna með því að halda jöfnu hlutfalli karla og kvenna í framkvæmdastjórn og hafa konu sem stjórnarformann félagsins. Ungar athafnakonur halda ráðstefnu þann 7. mars næst komandi þar sem þemað verður samfélagsleg ábyrgð. Á ráðstefnunni viljum við vekja athygli á hvað felst í samfélagslegri ábyrgð, hvaða máli hún skiptir og hvaða tækifæri eru til staðar fyrir einstaklinga og fyrirtæki á því sviði. Ráðstefnan er ekki aðeins tileinkuð núverandi stjórnendum og leiðtogum sem hafa völd til að breyta til góðs og framkvæma róttækar aðgerðir heldur er hún einnig tileinkuð öllum þeim ungu konum sem vilja og munu hafa áhrif í okkar samfélagi. Höfum áhrif og tökum ábyrgð. Stígum saman næsta skref í þágu framtíðar. Höfundur er formaður UAK.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar