Eliza og Vigdís skrifuðu leyniskilaboð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. maí 2020 16:30 Tveggja metra reglan var virt í garðinum við Aragötu þar sem afmælisbarnið Eliza Reid, Vigdís Finnbogadóttir og Þórunn Árnadóttir (til hægri) hleyptu átakinu af stað. Vísir/Friðrik Þór Garður frú Vigdísar Finnbogadóttur forseta var vettvangurinn þegar Mæðrablóminu, árlegu söfnunarátaki Mæðrastyrksnefndar fyrir tekjulágar konur sem vilja mennta sig, var hleypt af stokkunum. Menntunarsjóður nefndarinnar hefur styrkt 250 konur til náms frá árinu 2012 þegar sjóðurinn var stofnaður. Mæðrablómið er Leyniskilaboðakerti sem selt er þriðja árið í röð en allur ágóði af sölu þess rennur óskertur til Menntunarsjóðsins. Markmið sjóðsins er að efla styrkþega til mennta og auka þannig möguleika þeirra á að finna góð störf sem geta tryggt þeim og fjölskyldum þeirra öruggari framtíð. Á síðasta ári veitti sjóðurinn 52 konum styrk til náms. Söfnunarátakið hófst í hádeginu í dag í garði frú Vigdísar með móttöku þar sem Vigdís, frú Eliza Reid forsetafrú og Sigríður Thorlacius söngkona tóku á móti kertum frá stjórn Menntunarsjóðsins, Þórunni Árnadóttur, vöruhönnuði, og öðrum velunnurum sjóðsins. Stutt er síðan 90 ára afmæli Vigdísar var fagnað í garðinum við Aragötu þar sem sungið var og sögur sagðar. Eliza og Vigdís eru sérstakir stuðningsaðilar átaksins og hafa verið undanfarin ár. Sigríður bættist í hópinn í ár. Allar hafa þær valið sinn leyniskilaboðatexta í kertin tileinkaðan mæðrum. Til styrktar átakinu í ár hefur Sigríður jafnframt tekið upp lagið Litli tónlistarmaðurinn eftir Freymóð Jóhannsson, betur þekktur sem Tólfti september, sem dreift verður ásamt nýju leiknu myndbandi á samfélagsmiðlum. Eliza Reid fagnar 44 ára afmæli sínu í dag og skrifaði Guðni Th. Jóhannesson forseti kveðju til konu sinnar í morgun. Kertin eru í postulínsskálum og þegar kveikt er á þeim og vaxið bráðnar koma smátt og smátt í ljós skilaboð á botni skálarinnar. Þórunn Árnadóttir er hönnuður kertisins og gefur hún vinnu sína nú þriðja árið í röð. Alls geta kaupendur valið um fimm mismunandi texta. Kertin eru kjörin tækifærisgjöf, sérstaklega á mæðradaginn, og bjóða upp á óvenjulega og skemmtilega upplifun. Kertin verða til sölu í verslunum Pennans Eymundssonar á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri, í Epal í Skeifunni og Kringlunni, Snúrunni, Eldum Rétt, Nettó og hjá Heimkaup.is, í tvær vikur, frá 5.-19. maí. Hægt er að styrkja sjóðinn með frjálsum framlögum í banka: 515-14-407333, kennitala: 660612-1140. Forseti Íslands Vigdís Finnbogadóttir Félagsmál Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Garður frú Vigdísar Finnbogadóttur forseta var vettvangurinn þegar Mæðrablóminu, árlegu söfnunarátaki Mæðrastyrksnefndar fyrir tekjulágar konur sem vilja mennta sig, var hleypt af stokkunum. Menntunarsjóður nefndarinnar hefur styrkt 250 konur til náms frá árinu 2012 þegar sjóðurinn var stofnaður. Mæðrablómið er Leyniskilaboðakerti sem selt er þriðja árið í röð en allur ágóði af sölu þess rennur óskertur til Menntunarsjóðsins. Markmið sjóðsins er að efla styrkþega til mennta og auka þannig möguleika þeirra á að finna góð störf sem geta tryggt þeim og fjölskyldum þeirra öruggari framtíð. Á síðasta ári veitti sjóðurinn 52 konum styrk til náms. Söfnunarátakið hófst í hádeginu í dag í garði frú Vigdísar með móttöku þar sem Vigdís, frú Eliza Reid forsetafrú og Sigríður Thorlacius söngkona tóku á móti kertum frá stjórn Menntunarsjóðsins, Þórunni Árnadóttur, vöruhönnuði, og öðrum velunnurum sjóðsins. Stutt er síðan 90 ára afmæli Vigdísar var fagnað í garðinum við Aragötu þar sem sungið var og sögur sagðar. Eliza og Vigdís eru sérstakir stuðningsaðilar átaksins og hafa verið undanfarin ár. Sigríður bættist í hópinn í ár. Allar hafa þær valið sinn leyniskilaboðatexta í kertin tileinkaðan mæðrum. Til styrktar átakinu í ár hefur Sigríður jafnframt tekið upp lagið Litli tónlistarmaðurinn eftir Freymóð Jóhannsson, betur þekktur sem Tólfti september, sem dreift verður ásamt nýju leiknu myndbandi á samfélagsmiðlum. Eliza Reid fagnar 44 ára afmæli sínu í dag og skrifaði Guðni Th. Jóhannesson forseti kveðju til konu sinnar í morgun. Kertin eru í postulínsskálum og þegar kveikt er á þeim og vaxið bráðnar koma smátt og smátt í ljós skilaboð á botni skálarinnar. Þórunn Árnadóttir er hönnuður kertisins og gefur hún vinnu sína nú þriðja árið í röð. Alls geta kaupendur valið um fimm mismunandi texta. Kertin eru kjörin tækifærisgjöf, sérstaklega á mæðradaginn, og bjóða upp á óvenjulega og skemmtilega upplifun. Kertin verða til sölu í verslunum Pennans Eymundssonar á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri, í Epal í Skeifunni og Kringlunni, Snúrunni, Eldum Rétt, Nettó og hjá Heimkaup.is, í tvær vikur, frá 5.-19. maí. Hægt er að styrkja sjóðinn með frjálsum framlögum í banka: 515-14-407333, kennitala: 660612-1140.
Forseti Íslands Vigdís Finnbogadóttir Félagsmál Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum