Markmiðið að „banna óþarfa drasl“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. maí 2020 20:00 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Vísir/Vilhelm Ekki stendur til að banna neinar plastvörur sem aðrar og umhverfisvænni vörur geta ekki leyst af hólmi. Þetta segir umhverfisráðherra sem mælti fyrir frumvarpi í gær sem hefur það að markmiði að banna óþarfa drasl sem veldur plastmengun í hafi. Nái frumvarp sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra mælti fyrir á Alþingi í gær fram að ganga verður bannað að setja á markað ýmsar einnota vörur úr plasti. Bannið á til dæmis við um eyrnapinna og einnota hnífapör úr plasti, sogrör, hræripinna í drykkjarvörur, plastprik sem ætlað er að festa við blöðrur og hvers kyns matar- og drykkjarílát úr frauðplasti. Vörur sem hægt er að nota í lækningaskyni eru undanskildar. „Þetta snýst um það að banna ákveðnar gerðir af einnota plasti, við getum kannski sagt bara að banna óþarfa drasl,“ segir Guðmundur Ingi. „Ég held að þetta skipti rosalega miklu máli til að draga úr því álagi sem er að verða af þessum vörum á hafið af því að margt af þessu endar því miður þar.“ Þetta séu þær vörur úr einnota plasti sem mest finnist af á ströndum í Evrópu. Eyrnapinnar og einnota hnífapör og diskar úr plasti, sogrör, hræripinnar í drykki, plastprik á blöðrur og hvers konar matara- og drykkjarílát úr frauðplasti verða bönnuð, nái frumvarp umhverfisráðherra fram að ganga.Vísir/Hafsteinn „Það eru til aðrar vörur í staðinn fyrir allar þessar plastvörur, einnota sem þarna er verið að leggja til bann við. Þannig að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því, það mun ekki flæða út úr eyrunum á okkur eyrnamergurinn ef við getum orðað það þannig,“ segir ráðherra, spurður hvað ræður því hvaða vörur bannið nær til og hverra ekki. Þótt sogrör séu eflaust í flestum tilfellum óþarfi geta þau reynst sumum nauðsynleg, til dæmis vegna fötlunar eða af læknisfræðilegum ástæðum. „Ef að einhver atriði, eins og þessi sem þú nefnir, eru vafaatriði þá er það eitthvað sem mér finnst að þingnefndin þurfi að skoða sérstaklega og þá að skoða það hvort að það séu aðrar lausnir í boði raunverulega eða hvort að þetta sé eitthvað sem að þurfi að vera áfram við lýði,“ segir ráðherra. En er æskilegt að beita boðum og bönnum, nú þegar mikil vitundarvakning er að eiga sér stað í samfélaginu? „Vitundarvakningin er alveg gríðarlega mikil, við erum að sjá miklu fleiri bæði að fara út og plokka og vera miklu ábyrgari í sinni umhverfishegðun. En ef við lítum til dæmis til plastpokabannsins sem var samþykkt á þingi í fyrra þá er niðurstaðan af því að það er miklu minna af pokum sem eru í umferð í náttúrunni núna samkvæmt því sem plokkararnir segja okkur,“ svarar Guðmundur Ingi. Umhverfisráðherra plokkaði rusl á stóra plokkdeginum í fyrra.Vísir/Friðrik Þór „Þannig að ég held að í bland, þá er nauðsynlegt að setja aðgerðir sem þessar, þó svo að við séum ekki að draga úr fræðslunni, einfaldlega vegna þess að við verðum að koma í veg fyrir að þessir óþarfa hlutir séu í rauninni að fara út í náttúruna og þá í mörgum tilfellum að enda úti í sjó.“ Samstarf við Noreg og Evrópusambandið Þá mælti ráðherra einnig fyrir frumvarpi í gær sem varðar það hvernig Ísland hyggst uppfylla skilyrði Parísarsáttmálans frá 2015. „Þetta er lykilskref í því að við staðfestum skuldbindingar okkar samkvæmt Parísarsamkomulaginu hvað varðar að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til ársins 2030. Þetta nær þá til stóriðjunar og flugsins, þetta nær til sjávarútvegs, landbúnaðar, úrgangsmála og svo framvegis og líka til landnotkunar,“ segir Guðmundur Ingi. Frumvarpið móti lagaramman um þær skuldbindingar sem Ísland hefur gert gagnvart samkomulaginu. Nú var Parísarsáttmálinn samþykktur 2015, af hverju er þetta að gerast fyrst núna? „Við erum aðfara í samstarf með Noregi og Evrópusambandinu um sameiginlegt markmið um 40% samdrátt árið2030 þannig að viðerum í rauninni að raungera þetta núna. Íslensk stjórnvöld hafa náttúrlega gripiðtil aðgerða fyrr, viðsettum fjármagnaða aðgerðaáætlun 2018 í gang, þessi ríkisstjórn sem núna er við völd og erum að fara að setja uppfærða útgáfu af henni fram fyrir sumarið þannig aðsjálfsögðu erum við að vinna aðþessum málum,“ svarar ráðherra. Umhverfismál Alþingi Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir Rann á snjóruðningstæki og bíllinn ókökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Sjá meira
Ekki stendur til að banna neinar plastvörur sem aðrar og umhverfisvænni vörur geta ekki leyst af hólmi. Þetta segir umhverfisráðherra sem mælti fyrir frumvarpi í gær sem hefur það að markmiði að banna óþarfa drasl sem veldur plastmengun í hafi. Nái frumvarp sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra mælti fyrir á Alþingi í gær fram að ganga verður bannað að setja á markað ýmsar einnota vörur úr plasti. Bannið á til dæmis við um eyrnapinna og einnota hnífapör úr plasti, sogrör, hræripinna í drykkjarvörur, plastprik sem ætlað er að festa við blöðrur og hvers kyns matar- og drykkjarílát úr frauðplasti. Vörur sem hægt er að nota í lækningaskyni eru undanskildar. „Þetta snýst um það að banna ákveðnar gerðir af einnota plasti, við getum kannski sagt bara að banna óþarfa drasl,“ segir Guðmundur Ingi. „Ég held að þetta skipti rosalega miklu máli til að draga úr því álagi sem er að verða af þessum vörum á hafið af því að margt af þessu endar því miður þar.“ Þetta séu þær vörur úr einnota plasti sem mest finnist af á ströndum í Evrópu. Eyrnapinnar og einnota hnífapör og diskar úr plasti, sogrör, hræripinnar í drykki, plastprik á blöðrur og hvers konar matara- og drykkjarílát úr frauðplasti verða bönnuð, nái frumvarp umhverfisráðherra fram að ganga.Vísir/Hafsteinn „Það eru til aðrar vörur í staðinn fyrir allar þessar plastvörur, einnota sem þarna er verið að leggja til bann við. Þannig að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því, það mun ekki flæða út úr eyrunum á okkur eyrnamergurinn ef við getum orðað það þannig,“ segir ráðherra, spurður hvað ræður því hvaða vörur bannið nær til og hverra ekki. Þótt sogrör séu eflaust í flestum tilfellum óþarfi geta þau reynst sumum nauðsynleg, til dæmis vegna fötlunar eða af læknisfræðilegum ástæðum. „Ef að einhver atriði, eins og þessi sem þú nefnir, eru vafaatriði þá er það eitthvað sem mér finnst að þingnefndin þurfi að skoða sérstaklega og þá að skoða það hvort að það séu aðrar lausnir í boði raunverulega eða hvort að þetta sé eitthvað sem að þurfi að vera áfram við lýði,“ segir ráðherra. En er æskilegt að beita boðum og bönnum, nú þegar mikil vitundarvakning er að eiga sér stað í samfélaginu? „Vitundarvakningin er alveg gríðarlega mikil, við erum að sjá miklu fleiri bæði að fara út og plokka og vera miklu ábyrgari í sinni umhverfishegðun. En ef við lítum til dæmis til plastpokabannsins sem var samþykkt á þingi í fyrra þá er niðurstaðan af því að það er miklu minna af pokum sem eru í umferð í náttúrunni núna samkvæmt því sem plokkararnir segja okkur,“ svarar Guðmundur Ingi. Umhverfisráðherra plokkaði rusl á stóra plokkdeginum í fyrra.Vísir/Friðrik Þór „Þannig að ég held að í bland, þá er nauðsynlegt að setja aðgerðir sem þessar, þó svo að við séum ekki að draga úr fræðslunni, einfaldlega vegna þess að við verðum að koma í veg fyrir að þessir óþarfa hlutir séu í rauninni að fara út í náttúruna og þá í mörgum tilfellum að enda úti í sjó.“ Samstarf við Noreg og Evrópusambandið Þá mælti ráðherra einnig fyrir frumvarpi í gær sem varðar það hvernig Ísland hyggst uppfylla skilyrði Parísarsáttmálans frá 2015. „Þetta er lykilskref í því að við staðfestum skuldbindingar okkar samkvæmt Parísarsamkomulaginu hvað varðar að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til ársins 2030. Þetta nær þá til stóriðjunar og flugsins, þetta nær til sjávarútvegs, landbúnaðar, úrgangsmála og svo framvegis og líka til landnotkunar,“ segir Guðmundur Ingi. Frumvarpið móti lagaramman um þær skuldbindingar sem Ísland hefur gert gagnvart samkomulaginu. Nú var Parísarsáttmálinn samþykktur 2015, af hverju er þetta að gerast fyrst núna? „Við erum aðfara í samstarf með Noregi og Evrópusambandinu um sameiginlegt markmið um 40% samdrátt árið2030 þannig að viðerum í rauninni að raungera þetta núna. Íslensk stjórnvöld hafa náttúrlega gripiðtil aðgerða fyrr, viðsettum fjármagnaða aðgerðaáætlun 2018 í gang, þessi ríkisstjórn sem núna er við völd og erum að fara að setja uppfærða útgáfu af henni fram fyrir sumarið þannig aðsjálfsögðu erum við að vinna aðþessum málum,“ svarar ráðherra.
Umhverfismál Alþingi Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir Rann á snjóruðningstæki og bíllinn ókökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Sjá meira