Myndir sýna skuggalegar aðstæður en lítið hægt að gera nema fylgjast með Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. september 2020 13:00 Siglufjarðarvegur tengir saman Siglufjörð og Fljótin í gegnum Strákagöng. Vísir „Þetta lítur hálf skuggalega út á myndunum“, segir Haukur Jónsson, deildarstjóri hjá Vegagerðinni um stöðuna á Siglufjarðarvegi við Strákagöng. Vefmiðilinn Trölli.is birti myndir af veginum í vikunni sem vakið hafa talsverða athygli. Á myndunum, sem sjá má hér á vef Trölla.is, má sjá að smám saman virðist landið vera að síga undan veginum, og ekki má miklu muna á köflum að sigið grafi undan veginum. Vegurinn tengir saman Siglufjörð og Fljótin, í gegnum næstelstu jarðgöng landsins, Strákagöng. Haukur segir að Vegagerðin fylgist grannt með ástandi Siglufjarðarvegs og að nýjasta skarðið, sem sjá má lengst til hægri á myndinni hér fyrir neðan, hafi myndast í miklu vatnsveðri árið 2015, önnur skörð séu eldri. „Þetta er búið að vera svona ég veit ekki hvað lengi. Þetta er tekið í noktun 1967 og þá er veginum bara tyllt þarna í hlíðina. Þetta eru náttúrulega skuggalegar aðstæður. Það vita allir sem nota þennan veg. Það er bratt þarna fram af, það er þarna vegrið og það hefur verið á brúninni alla tíð,“ sagði Haukur í Bítinu í morgun. Ekkert pláss til að færa veginn Þeir sem hafa ekið um Siglufjarðarveg vita að vegurinn er ekki í sérstöku ásigkomulagi, enda er jarðvegurinn undir honum ef til vill ekki sá hentugasti. Þannig er töluvert jarðsig á veginum nær Fljótunum, í Mánaskriðum og Almenningi. Segir Haukur að afar vel sé fylgst með veginum. „Hann er eins og trampolín, það er rétt. Bæði eru okkar menn að fara þarna reglulega og svo erum við með verktaka á Siglufirði sem þekkir þetta mjög vel. Þeir eru þarna nærri daglega að fylgjast með þessi fyrir okkur,“ segir Haukur. Lítið er þó hægt að gera fyrir veginn, enda ekkert pláss til þess að færa hann. Verið er að skoða hvort að jarðgöng úr botni Hólsdals í Siglufirði yfir í Fljótin, geti leyst Strákagöng og Siglufjarðarveg af hólmi. „Það er akkúrat það sem er í frumathugun. Það er það eina sem getur leyst þetta. Það er ekkert vegstæði þarna, við getum lítið breytt þessu vegstæði eins og þið sjáið. Það er ekkert pláss til þess.“ Um 5,2 kílómetra löng göng yrði að ræða en Vegagerðin hefur unnið skýrslu um göngin, sem lesa má hér. Hlusta má á viðtalið við Hauk hér að neðan. Fjallabyggð Skagafjörður Samgöngur Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira
„Þetta lítur hálf skuggalega út á myndunum“, segir Haukur Jónsson, deildarstjóri hjá Vegagerðinni um stöðuna á Siglufjarðarvegi við Strákagöng. Vefmiðilinn Trölli.is birti myndir af veginum í vikunni sem vakið hafa talsverða athygli. Á myndunum, sem sjá má hér á vef Trölla.is, má sjá að smám saman virðist landið vera að síga undan veginum, og ekki má miklu muna á köflum að sigið grafi undan veginum. Vegurinn tengir saman Siglufjörð og Fljótin, í gegnum næstelstu jarðgöng landsins, Strákagöng. Haukur segir að Vegagerðin fylgist grannt með ástandi Siglufjarðarvegs og að nýjasta skarðið, sem sjá má lengst til hægri á myndinni hér fyrir neðan, hafi myndast í miklu vatnsveðri árið 2015, önnur skörð séu eldri. „Þetta er búið að vera svona ég veit ekki hvað lengi. Þetta er tekið í noktun 1967 og þá er veginum bara tyllt þarna í hlíðina. Þetta eru náttúrulega skuggalegar aðstæður. Það vita allir sem nota þennan veg. Það er bratt þarna fram af, það er þarna vegrið og það hefur verið á brúninni alla tíð,“ sagði Haukur í Bítinu í morgun. Ekkert pláss til að færa veginn Þeir sem hafa ekið um Siglufjarðarveg vita að vegurinn er ekki í sérstöku ásigkomulagi, enda er jarðvegurinn undir honum ef til vill ekki sá hentugasti. Þannig er töluvert jarðsig á veginum nær Fljótunum, í Mánaskriðum og Almenningi. Segir Haukur að afar vel sé fylgst með veginum. „Hann er eins og trampolín, það er rétt. Bæði eru okkar menn að fara þarna reglulega og svo erum við með verktaka á Siglufirði sem þekkir þetta mjög vel. Þeir eru þarna nærri daglega að fylgjast með þessi fyrir okkur,“ segir Haukur. Lítið er þó hægt að gera fyrir veginn, enda ekkert pláss til þess að færa hann. Verið er að skoða hvort að jarðgöng úr botni Hólsdals í Siglufirði yfir í Fljótin, geti leyst Strákagöng og Siglufjarðarveg af hólmi. „Það er akkúrat það sem er í frumathugun. Það er það eina sem getur leyst þetta. Það er ekkert vegstæði þarna, við getum lítið breytt þessu vegstæði eins og þið sjáið. Það er ekkert pláss til þess.“ Um 5,2 kílómetra löng göng yrði að ræða en Vegagerðin hefur unnið skýrslu um göngin, sem lesa má hér. Hlusta má á viðtalið við Hauk hér að neðan.
Fjallabyggð Skagafjörður Samgöngur Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira