BioNTech í kapphlaupi til að fylla upp í ESB-gatið Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. janúar 2021 21:06 Ugur Sahin (t.h.) er framkvæmdastjóri BioNTech og Özlem Türeci (t.v.) er yfirlæknir hjá fyrirtækinu BioNTech Stjórnendur þýska lyfjafyrirtækisins BioNTech gagnrýna Evrópusambandið fyrir seinagang í pöntunum á bóluefni fyrirtækisins og Pfizer. Þeir segja fyrirtækin nú leggja allt kapp á að auka framleiðsluna til að brúa bilið sem seinagangurinn, og of mikið traust ESB til annarra framleiðenda, hafi búið til. Bóluefni Pfizer og BioNTech er fyrsta, og hingað til eina, bóluefnið við kórónuveirunni sem fengið hefur markaðsleyfi hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins til dreifingar í Evrópu. Leyfið fékkst seint í desember og bólusetning hófst í aðildarríkjum sambandsins nú í lok árs, einnig á Íslandi. Á þeim tímapunkti var talsvert síðan byrjað var að bólusetja með efninu í Bandaríkjunum, Kanada og Bretlandi. Fyrrnefndu ríkin tvö hafa auk þess hafið bólusetningar með bóluefni Moderna og Bretland veitti bóluefni AstraZeneca markaðsleyfi áður en árið var úti. Ekki gengið jafnhratt og vel Evrópusambandið hefur setið undir talsverðri gagnrýni fyrir seinagang í útgáfu markaðsleyfa og kaupa á bóluefni. Hjónin Ugur Sahin og Özlem Tureci, sem stofnuðu BioNTech árið 2008, taka undir þessa gagnrýni í samtali við þýska dagblaðið Der Spiegel. Sahin segir að pöntunarferlið í Evrópu hafi „svo sannarlega ekki“ gengið jafnhratt og vel fyrir sig og í öðrum ríkjum. Bent er á í umfjöllun Guardian um viðtalið að Bandaríkin hafi pantað 600 milljón skammta af bóluefninu í júlí en ESB beðið með pöntun á 300 milljón skömmtum fram í nóvember. Pfizer og BioNTech séu nú að leggja allt kapp á að auka framleiðslu til að „fylla í gat sem varð til vegna skorts á öðrum samþykktum bóluefnum“, að sögn Sahin. Þá segir Tureci að svo virðist sem Evrópusambandið hafi gert ráð fyrir talsvert meira úrvali framleiðenda en raunin varð. „Sú nálgun er rökrétt. En á einhverjum tímapunkti varð ljóst að margir myndu ekki geta skilað sínu svo hratt. Þegar þar var komið sögu var of seint að bæta upp fyrir ónógar pantanir,“ segir Tureci. Framleiðsluaukningin liggi fyrir í lok janúar Í umfjöllun Guardian segir að BioNTech geri ráð fyrir að opna nýja verksmiðju í Þýskalandi í febrúar, mun fyrr en áætlað var, og búist er við að þar verði hægt að framleiða 250 milljón skammta á fyrri helmingi árs 2021. Þá hafi fyrirtækið samið við fimm lyfjafyrirtæki í Evrópu til að auka framleiðslu enn frekar. Sahin áætlar að í lok janúar muni liggja fyrir hversu marga umframskammta verði hægt að framleiða miðað við núverandi framleiðslugetu. Reiknað er með að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykki að veita Moderna-bóluefninu markaðsleyfi 6. janúar. Þá sætir framkvæmdastjórnin þrýstingi um að fara að fordæmi Breta og samþykkja bóluefni AstraZeneca. Búið verði að bólusetja stóran hluta í sumar Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu hefur Ísland tryggt sér bóluefnisskammta fyrir alla þjóðina og rúmlega það í gegnum samninga við Evrópusambandið. Ekki liggur þó fyrir hvenær meirihluti þessara skammta berst til landsins en samkvæmt tilkynningu ráðuneytisins í gær er ráðgert að búið verði að bólusetja stóran hluta þjóðarinnar í sumar. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur lýst yfir áhyggjum af því að með samningum heilbrigðisráðuneytisins í gegnum ESB liggi aðeins fyrir magn, ekki afhendingartími. Hann lýsti því síðast í gær að vegna „klúðurs“ ESB í bóluefnismálum óttaðist hann að aðeins „pínulítill hundraðshluti“ þjóðarinnar yrði bólusettur í lok árs. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Tengdar fréttir „Bara smá tilfinning og búið“ Stefán Þorleifsson, 104 ára og elsti núlifandi karlmaður á Íslandi, var bólusettur fyrir kórónuveirunni í Neskaupstað fyrr í vikunni. Hann segir sprautuna ekki hafa verið neitt mál og hefur ekki fundið fyrir eftirköstum. 1. janúar 2021 20:31 Handtekinn grunaður um að spilla bóluefni viljandi Lyfjafræðingur í Wisconsin í Bandaríkjunum hefur verið handtekinn fyrir að eyðileggja hundruð skammta af bóluefni Moderna við Covid-19, með því að geyma þá við stofuhita í tvær nætur. 1. janúar 2021 10:40 „Við eigum býsna góða fylgismenn innan Pfizer“ Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að Ísland eigi sér „býsna góða fylgismenn“ innan lyfjafyrirtækisins Pfizer. Hvort það dugi til að tryggja 60 prósent þjóðarinnar bóluefni liggi þó ekki fyrir. Áhugi innan Pfizer á Íslandsrannsókn sé „geysimikill“. 31. desember 2020 14:00 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Sjá meira
Bóluefni Pfizer og BioNTech er fyrsta, og hingað til eina, bóluefnið við kórónuveirunni sem fengið hefur markaðsleyfi hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins til dreifingar í Evrópu. Leyfið fékkst seint í desember og bólusetning hófst í aðildarríkjum sambandsins nú í lok árs, einnig á Íslandi. Á þeim tímapunkti var talsvert síðan byrjað var að bólusetja með efninu í Bandaríkjunum, Kanada og Bretlandi. Fyrrnefndu ríkin tvö hafa auk þess hafið bólusetningar með bóluefni Moderna og Bretland veitti bóluefni AstraZeneca markaðsleyfi áður en árið var úti. Ekki gengið jafnhratt og vel Evrópusambandið hefur setið undir talsverðri gagnrýni fyrir seinagang í útgáfu markaðsleyfa og kaupa á bóluefni. Hjónin Ugur Sahin og Özlem Tureci, sem stofnuðu BioNTech árið 2008, taka undir þessa gagnrýni í samtali við þýska dagblaðið Der Spiegel. Sahin segir að pöntunarferlið í Evrópu hafi „svo sannarlega ekki“ gengið jafnhratt og vel fyrir sig og í öðrum ríkjum. Bent er á í umfjöllun Guardian um viðtalið að Bandaríkin hafi pantað 600 milljón skammta af bóluefninu í júlí en ESB beðið með pöntun á 300 milljón skömmtum fram í nóvember. Pfizer og BioNTech séu nú að leggja allt kapp á að auka framleiðslu til að „fylla í gat sem varð til vegna skorts á öðrum samþykktum bóluefnum“, að sögn Sahin. Þá segir Tureci að svo virðist sem Evrópusambandið hafi gert ráð fyrir talsvert meira úrvali framleiðenda en raunin varð. „Sú nálgun er rökrétt. En á einhverjum tímapunkti varð ljóst að margir myndu ekki geta skilað sínu svo hratt. Þegar þar var komið sögu var of seint að bæta upp fyrir ónógar pantanir,“ segir Tureci. Framleiðsluaukningin liggi fyrir í lok janúar Í umfjöllun Guardian segir að BioNTech geri ráð fyrir að opna nýja verksmiðju í Þýskalandi í febrúar, mun fyrr en áætlað var, og búist er við að þar verði hægt að framleiða 250 milljón skammta á fyrri helmingi árs 2021. Þá hafi fyrirtækið samið við fimm lyfjafyrirtæki í Evrópu til að auka framleiðslu enn frekar. Sahin áætlar að í lok janúar muni liggja fyrir hversu marga umframskammta verði hægt að framleiða miðað við núverandi framleiðslugetu. Reiknað er með að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykki að veita Moderna-bóluefninu markaðsleyfi 6. janúar. Þá sætir framkvæmdastjórnin þrýstingi um að fara að fordæmi Breta og samþykkja bóluefni AstraZeneca. Búið verði að bólusetja stóran hluta í sumar Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu hefur Ísland tryggt sér bóluefnisskammta fyrir alla þjóðina og rúmlega það í gegnum samninga við Evrópusambandið. Ekki liggur þó fyrir hvenær meirihluti þessara skammta berst til landsins en samkvæmt tilkynningu ráðuneytisins í gær er ráðgert að búið verði að bólusetja stóran hluta þjóðarinnar í sumar. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur lýst yfir áhyggjum af því að með samningum heilbrigðisráðuneytisins í gegnum ESB liggi aðeins fyrir magn, ekki afhendingartími. Hann lýsti því síðast í gær að vegna „klúðurs“ ESB í bóluefnismálum óttaðist hann að aðeins „pínulítill hundraðshluti“ þjóðarinnar yrði bólusettur í lok árs.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Tengdar fréttir „Bara smá tilfinning og búið“ Stefán Þorleifsson, 104 ára og elsti núlifandi karlmaður á Íslandi, var bólusettur fyrir kórónuveirunni í Neskaupstað fyrr í vikunni. Hann segir sprautuna ekki hafa verið neitt mál og hefur ekki fundið fyrir eftirköstum. 1. janúar 2021 20:31 Handtekinn grunaður um að spilla bóluefni viljandi Lyfjafræðingur í Wisconsin í Bandaríkjunum hefur verið handtekinn fyrir að eyðileggja hundruð skammta af bóluefni Moderna við Covid-19, með því að geyma þá við stofuhita í tvær nætur. 1. janúar 2021 10:40 „Við eigum býsna góða fylgismenn innan Pfizer“ Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að Ísland eigi sér „býsna góða fylgismenn“ innan lyfjafyrirtækisins Pfizer. Hvort það dugi til að tryggja 60 prósent þjóðarinnar bóluefni liggi þó ekki fyrir. Áhugi innan Pfizer á Íslandsrannsókn sé „geysimikill“. 31. desember 2020 14:00 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Sjá meira
„Bara smá tilfinning og búið“ Stefán Þorleifsson, 104 ára og elsti núlifandi karlmaður á Íslandi, var bólusettur fyrir kórónuveirunni í Neskaupstað fyrr í vikunni. Hann segir sprautuna ekki hafa verið neitt mál og hefur ekki fundið fyrir eftirköstum. 1. janúar 2021 20:31
Handtekinn grunaður um að spilla bóluefni viljandi Lyfjafræðingur í Wisconsin í Bandaríkjunum hefur verið handtekinn fyrir að eyðileggja hundruð skammta af bóluefni Moderna við Covid-19, með því að geyma þá við stofuhita í tvær nætur. 1. janúar 2021 10:40
„Við eigum býsna góða fylgismenn innan Pfizer“ Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að Ísland eigi sér „býsna góða fylgismenn“ innan lyfjafyrirtækisins Pfizer. Hvort það dugi til að tryggja 60 prósent þjóðarinnar bóluefni liggi þó ekki fyrir. Áhugi innan Pfizer á Íslandsrannsókn sé „geysimikill“. 31. desember 2020 14:00