Segir bólusetninguna hafa gríðarlega þýðingu fyrir bráðamóttökuna Atli Ísleifsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 3. janúar 2021 12:31 Jón Magnús Kristjánsson er yfirlæknir bráðamóttöku Landsspítala. Vísir/Sigurjón Yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir það mjög ánægjulegt og hafa gríðarlega þýðingu fyrir deildina að byrjað sé að bólusetja starfsmenn. Hann segir starfsmenn varla hafa fundið fyrir nokkrum aukaverkunum af fyrri bólusetningunni. Byrjað var að bólusetja heilbrigðisstarfsfólk í framlínu gegn Covid-19 milli jóla og nýárs. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans, leggur áherslu á það sé ekki fyrr en eftir seinni bólusetningu að þremur vikum liðnum, og svo þá viku sem tekur fyrir bóluefni að virka, sem efnið virkilega veitir starfsfólkinu öfluga vörn. Það sé hins vegar mjög ánægjulegt að ferlið sé farið af stað. „Það hafa hins vegar komið í kringum fimmtíu þúsund manns á bráðamóttökuna frá því að Covid byrjaði á Íslandi í febrúar. Við höfum sem betur fer ekki fengið upp neina sýkingu sem við getum rakið til vinnu hér á bráðamóttöku og erum afskaplega ánægð með það. Afskaplega stolt með að starfsfólkið hafi náð að fylgja sóttvörnum svona vel,“ segir Jón Magnús. Allir þegið bólusetningu nema þeir sem hafi góða og gilda ástæðu til Jón Magnús segir alla starfsmenn hafa þegið bólusetninguna nema þeir sem hafi góða og gilda ástæðu til, hvort sem það eigi þá við um konur sem séu barnhafandi eða með barn á brjósti, eða þá einstaklinga sem eru með ofnæmi fyrir innihaldsefnum. Hann segir starfsfólk ekki hafa verið hrætt að taka bóluefnið þó að það sé nýtt af nálinni og að það hafi ekki fundið fyrir miklum aukaverkunum. „Aukaverkanir eru bara mjög svipaðar og að fara í aðrar bólusetningar. Það eru aðeins eymsli á stungustað en það er allt og sumt,“ segir Jón Magnús. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Bólusetningar Tengdar fréttir „Hillir undir það að þetta muni klárast“ Þótt það hilli undir endalok kórónuveirufaraldursins með tilkomu bóluefnis er mikilvægt að sýna þolinmæði. Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Áfram sé mikilvægt að fara varlega til að koma í veg fyrir að veiran fari á flug. Hann segir að almennt virðist hafa gengið vel að hefta útbreiðslu veirunnar um jólin. 2. janúar 2021 12:12 Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Fleiri fréttir Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Sjá meira
Byrjað var að bólusetja heilbrigðisstarfsfólk í framlínu gegn Covid-19 milli jóla og nýárs. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans, leggur áherslu á það sé ekki fyrr en eftir seinni bólusetningu að þremur vikum liðnum, og svo þá viku sem tekur fyrir bóluefni að virka, sem efnið virkilega veitir starfsfólkinu öfluga vörn. Það sé hins vegar mjög ánægjulegt að ferlið sé farið af stað. „Það hafa hins vegar komið í kringum fimmtíu þúsund manns á bráðamóttökuna frá því að Covid byrjaði á Íslandi í febrúar. Við höfum sem betur fer ekki fengið upp neina sýkingu sem við getum rakið til vinnu hér á bráðamóttöku og erum afskaplega ánægð með það. Afskaplega stolt með að starfsfólkið hafi náð að fylgja sóttvörnum svona vel,“ segir Jón Magnús. Allir þegið bólusetningu nema þeir sem hafi góða og gilda ástæðu til Jón Magnús segir alla starfsmenn hafa þegið bólusetninguna nema þeir sem hafi góða og gilda ástæðu til, hvort sem það eigi þá við um konur sem séu barnhafandi eða með barn á brjósti, eða þá einstaklinga sem eru með ofnæmi fyrir innihaldsefnum. Hann segir starfsfólk ekki hafa verið hrætt að taka bóluefnið þó að það sé nýtt af nálinni og að það hafi ekki fundið fyrir miklum aukaverkunum. „Aukaverkanir eru bara mjög svipaðar og að fara í aðrar bólusetningar. Það eru aðeins eymsli á stungustað en það er allt og sumt,“ segir Jón Magnús.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Bólusetningar Tengdar fréttir „Hillir undir það að þetta muni klárast“ Þótt það hilli undir endalok kórónuveirufaraldursins með tilkomu bóluefnis er mikilvægt að sýna þolinmæði. Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Áfram sé mikilvægt að fara varlega til að koma í veg fyrir að veiran fari á flug. Hann segir að almennt virðist hafa gengið vel að hefta útbreiðslu veirunnar um jólin. 2. janúar 2021 12:12 Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Fleiri fréttir Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Sjá meira
„Hillir undir það að þetta muni klárast“ Þótt það hilli undir endalok kórónuveirufaraldursins með tilkomu bóluefnis er mikilvægt að sýna þolinmæði. Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Áfram sé mikilvægt að fara varlega til að koma í veg fyrir að veiran fari á flug. Hann segir að almennt virðist hafa gengið vel að hefta útbreiðslu veirunnar um jólin. 2. janúar 2021 12:12