Úranauðgun Íran hafin Samúel Karl Ólason skrifar 4. janúar 2021 14:06 Hassan Rouhani, forseti Írans, gaf skipun fyrir aukinni úranauðgun í morgun. EPA/ABEDIN TAHERKENAREH Yfirvöld í Íran segja 20 prósenta úranauðgun vera hafna innan landamæra ríkisins. IRNA fréttaveitan sem er í eigu ríkisins segir að Hassan Rouhani, forseti, hafi gefið skipunina í dag. Auðgunin fer fram í leynilegu neðanjarðarbyrgi sem kallast Fordo. Úran sem búið er að auðga 20 prósent dugar ekki í kjarnorkuvopn en tiltölulega auðvelt er að breyta því. Það er að segja, þegar 20 prósenta stiginu er náð, er auðvelt að vopnvæða það úran. Íranir lögðu einnig hald á olíuflutningaskip frá Suður-Kóreu í dag og handtóku áhöfn skipsins. Ráðamenn í Íran segja að skipið hafi verið haldlagt vegna mengunar frá því. Fyrr í morgun bárust þó fregnir af því að erindreki frá Suður-Kóreu væri á leið til Íran til að ræða við yfirvöld þar um milljarða dala í eigu Írana sem hafa verið frystir í Suður-Kóreu. Íranar sögðu Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni, IAEA, frá ætlunum sínum í síðustu viku. Mikil spenna er nú við Persaflóa og ákváðu forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna að flytja flugmóðurskipið ekki af svæðinu eins og til stóð. Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, segir að það komi ekki til greina að leyfa Íran að koma upp kjarnorkuvopnum. Íranar tóku sömu ákvörðun fyrir um áratug og þá gerðu Ísraelar næstum því loftárásir á Íran, með því markmiði að binda enda á auðgun úrans þar. Times of Israel hefur eftir Netanjahú að þessi aukna auðgun úrans í Íran sé til marks um að þar á bæ vilji menn eignast kjarnorkuvopn. Í Teheran hafa ráðamenn lengi haldið því fram að kjarnorkuáætlun þeirra hafi friðsaman tilgang og er talið að kjarnorkuvopnaþróun Íran hafi verið hætt fyrir löngu síðan. Kjarnorkusamkomulagið svokallaða skuldbatt Íran til að auðga úran ekki meira en 3,75 prósent. Samkomulagið var gert á milli Írans, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Þýskalands árið 2015 og var því ætlað að binda enda á kjarnorkuvopnaáætlun Írans. Í skiptum fyrir að þvingunum og öðrum refsiaðgerðum yrði aflétt samþykktu yfirvöld Írans að hætta við þróun kjarnorkuvopna og hleypa eftirlitsaðilum í landið. Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, rifti kjarnorkusamkomulaginu í raun 2018 þegar hann sleit Bandaríkin frá því og beitti aftur viðskiptaþvingunum gegn Íran. Evrópuríkin hafa reynt að halda því til streitu en án mikils árangurs. Íranskir þingmenn samþykktu nýverið frumvarp sem snýr að því að meina eftirlitsmönnum IAEA aðgang að kjarnorkustöðvum þeirra og að frekari auðgun úrans ætti að hefjast. Samkvæmt því frumvarpi átti auðgunin þó ekki að hefjast fyrr en í febrúar. Í gær var mánuður liðinn frá því að íranski herforinginn Qassem Soleimani var felldur í loftárás Bandaríkjanna í Írak. Íran Bandaríkin Ísrael Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
Úran sem búið er að auðga 20 prósent dugar ekki í kjarnorkuvopn en tiltölulega auðvelt er að breyta því. Það er að segja, þegar 20 prósenta stiginu er náð, er auðvelt að vopnvæða það úran. Íranir lögðu einnig hald á olíuflutningaskip frá Suður-Kóreu í dag og handtóku áhöfn skipsins. Ráðamenn í Íran segja að skipið hafi verið haldlagt vegna mengunar frá því. Fyrr í morgun bárust þó fregnir af því að erindreki frá Suður-Kóreu væri á leið til Íran til að ræða við yfirvöld þar um milljarða dala í eigu Írana sem hafa verið frystir í Suður-Kóreu. Íranar sögðu Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni, IAEA, frá ætlunum sínum í síðustu viku. Mikil spenna er nú við Persaflóa og ákváðu forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna að flytja flugmóðurskipið ekki af svæðinu eins og til stóð. Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, segir að það komi ekki til greina að leyfa Íran að koma upp kjarnorkuvopnum. Íranar tóku sömu ákvörðun fyrir um áratug og þá gerðu Ísraelar næstum því loftárásir á Íran, með því markmiði að binda enda á auðgun úrans þar. Times of Israel hefur eftir Netanjahú að þessi aukna auðgun úrans í Íran sé til marks um að þar á bæ vilji menn eignast kjarnorkuvopn. Í Teheran hafa ráðamenn lengi haldið því fram að kjarnorkuáætlun þeirra hafi friðsaman tilgang og er talið að kjarnorkuvopnaþróun Íran hafi verið hætt fyrir löngu síðan. Kjarnorkusamkomulagið svokallaða skuldbatt Íran til að auðga úran ekki meira en 3,75 prósent. Samkomulagið var gert á milli Írans, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Þýskalands árið 2015 og var því ætlað að binda enda á kjarnorkuvopnaáætlun Írans. Í skiptum fyrir að þvingunum og öðrum refsiaðgerðum yrði aflétt samþykktu yfirvöld Írans að hætta við þróun kjarnorkuvopna og hleypa eftirlitsaðilum í landið. Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, rifti kjarnorkusamkomulaginu í raun 2018 þegar hann sleit Bandaríkin frá því og beitti aftur viðskiptaþvingunum gegn Íran. Evrópuríkin hafa reynt að halda því til streitu en án mikils árangurs. Íranskir þingmenn samþykktu nýverið frumvarp sem snýr að því að meina eftirlitsmönnum IAEA aðgang að kjarnorkustöðvum þeirra og að frekari auðgun úrans ætti að hefjast. Samkvæmt því frumvarpi átti auðgunin þó ekki að hefjast fyrr en í febrúar. Í gær var mánuður liðinn frá því að íranski herforinginn Qassem Soleimani var felldur í loftárás Bandaríkjanna í Írak.
Íran Bandaríkin Ísrael Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira