Nýtt upphaf - froðusnakk eða alvöru stöff? Hrund Gunnsteinsdóttir skrifar 4. janúar 2021 15:00 Áður en heimsfaraldur skall á heimsbyggðina var ljóst að hefðbundnar hugmyndir okkar um verðmætasköpun hefðu ekki skilað okkur sjálfbærum samfélögum og stabílum framtíðarhorfum. Við höfum reynt á þolmörk jarðar og dregið úr getu náttúrunnar til að endurnýja sig, orsakað hamfarahlýnun, aukið ójöfnuð og stuðlað að misskiptingu auðs. Að auki hefur skammsýni í viðskiptum og skortur á þverfaglegri þekkingarsköpun verið á kostnað langtímahugsunar og frjós ímyndarafls sem stuðlar að sjálfbærni. Hlutverk fyrirtækja hefur breyst Í grein í byrjun árs 2020 vísaði ég í stofnanda og formann Alþjóðaefnahagsráðsins (e. World Economic Forum) þar sem hann sagði að “leiðandi aðilar bæði í einka- og opinberum geira þurfa að gera sér grein fyrir því að hlutverk fyrirtækja hefur breyst á síðastliðnum 50 árum. Árið 1970, þegar nóbelsverðlaunahafinn Milton Friedman talaði fyrir því að hagsmunir hluthafa ættu að tróna efst, þá annað hvort gerðu fyrirtæki sér ekki grein fyrir samfélagslegum áhrifum sínum, eða voru of lítil til að hafa áhrif á félagslegt og efnahagslegt jafnvægi.” Þessi skilningur er grunnur sjálfbærs reksturs. Með öðrum orðum þá eiga rekstrarhagsmunir að ná til hagaðila í víðum skilningi, en ekki einungis hluthafa. Þar skiptir til að mynda máli starfsfólk í allri virðiskeðjunni, viðskiptavinir, nærsamfélag og umgengni um náttúruauðlindir. Tíminn er núna Samfara því að heimsfaraldurinn hefur sett alþjóðlegar og innlendar áskoranir á stera, hefur ofangreindum áherslum vaxið ásmegin, enda engin vanþörf á. Árið 2020 kom mörgum okkar í skilning um að við þurfum að endurræsa kerfin okkar til að skapa bjarta framtíð. Okkur má vera ljóst að ef við gerum ekki róttækar breytingar er framtíðin ekki björt. Og rétti tíminn fyrir breytingar er núna. Nýtt upphaf Endurræsingin hefur hlotið yfirskriftina Nýtt upphaf, eða The Great Reset á ensku. Þetta sjáum við í áherslum á sjálfbæra uppbyggingu eftir COVID-19 hjá Evrópusambandinu, Norðurlandaþjóðunum, forstjórum leiðandi fyrirtækja víða um heim og hópi alþjóðlegra fjárfesta. Þá hafa leiðtogar ríkja kallað eftir því að fjárfestar taki af skarið og leggi áherslur á sjálfbærar fjárfestingar. Á Íslandi tók ríkisstjórnin og aðilar sem fara fyrir yfir 80% af eignum á fjármálamarkaði höndum saman og lýstu yfir ásetningi um sjálfbærar fjárfestingar. Ávöxtun til lengri tíma er betur tryggð með sjálfbærum fjárfestingum. Viljum við sjálfbæran eða ósjálfbæran rekstur? ,,Rekstur ríkisins er ósjálfbær," skrifaði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, í nýlegri grein í Kjarnanum. ,,… til þess að við náum aftur fyrri styrk þarf tvennt að gerast: Atvinnulífið þarf að fá tækifæri til að skapa meiri verðmæti og í öðru lagi þurfum við að hugsa verkefni ríkisins upp á nýtt." ,,Nýtt upphaf" felur í sér að þetta tvennt hafi sjálfbærni, - jafnvægi milli efnahags, samfélags og náttúru, að grunnforsendu. Að hafa styrk og þor Árið 2020 kenndi okkur að við getum breytt hratt. Áður en COVID-19 kom til sögunnar hafði átt sér stað mikilvæg vinna við að leggja drög að því hvernig framtíð við viljum á Íslandi, t.d. í ljósi fjórðu iðnbyltingarinnar og samfélagslegar áskoranir. Áhersla á nýsköpun og samfélagslegar áskoranir má t.d. sjá í Vísinda- og tæknistefnu Íslands fyrir árin 2020-2022. Í færslu sinni á facebook í upphafi árs komst Jenny Ruth Hrafnsdóttir, ein af stofnendum fjárfestingasjóðsins Crowberry Capital, vel að orði: ,,Nú þegar 2020 hefur fært okkur 2021 er ekki seinna vænna að ræða hvort við ætlum að byggja framtíðarsamfélagið upp með jafn mikilli vissu og öryggi og brugðist var við í faraldrinum. (...) Þegar 2021 gefur okkur frelsi til athafna, þá er mikilvægt ađ hafa styrk og þor til ađ taka nýjar, djarfar og framúrstefnulegar ákvarðanir. Skiljum við í raun hvert verkefnið er? Víðtæk áhrif COVID-19 hafa hrikt í grunnstoðum og í grundvallaratriðum breytt því hvernig við tökum ákvarðanir. ,,Við stöndum á tímamótum, og leiðtogar reyna að finna jafnvægi á milli aðkallandi verkefna annars vegar og óvissu til lengri tíma litið hins vegar," segir á heimasíðu Alþjóðaefnahagsráðsins sem er tileinkuð Nýju upphafi (e. The Great Reset). Um þessi áramót merkjum við mikilvægan slagkraft. Að nú sé rétti tíminn til að gera róttækar breytingar og móta atvinnulíf, samfélagssáttmála og efla tækifæri komandi kynslóða. Stóra spurningin er, skiljum við í raun hvert verkefnið er? Höfum við ímyndunarafl til að setja okkur fyrir sjónir hvert þessi sýn getur leitt okkur? Hvert er þitt hlutverk? Hvað þurfum við að varast á leiðinni? Eigum við okkur yfir höfuð sýn um sjálfbæra framtíð? Hvort er þessi ásetningur um ,,Nýtt upphaf" eintómt froðusnakk eða alvöru stöff? Janúarráðstefna Festu Á Janúarráðstefnu Festu, sem verður send út á helstu vefmiðlum landsins fimmtudaginn 28. janúar nk., milli kl. 9-12, verður fjallað um þetta ,,Nýja upphaf" í íslensku samhengi. Á tíu ára afmælisári Festu lítum við í baksýnisspegilinn, áratug aftur í tímann. Við ætlum líka að horfa áratug fram á við. Hvaða tæki, tól og hugmyndir þurfum við að hafa í farteskinu til þess að taka á móti nýjum, krefjandi og spennandi tímum? Við fáum til okkar einvalalið úr íslensku og alþjóðlegu atvinnulífi til þess að ræða hið Nýja upphafi. Ráðstefnan er ykkur öllum opin. Höfundur er framkvæmdastjóri Festu – miðstöðvar um sjálfbærni og samfélagsábyrgð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrund Gunnsteinsdóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Áður en heimsfaraldur skall á heimsbyggðina var ljóst að hefðbundnar hugmyndir okkar um verðmætasköpun hefðu ekki skilað okkur sjálfbærum samfélögum og stabílum framtíðarhorfum. Við höfum reynt á þolmörk jarðar og dregið úr getu náttúrunnar til að endurnýja sig, orsakað hamfarahlýnun, aukið ójöfnuð og stuðlað að misskiptingu auðs. Að auki hefur skammsýni í viðskiptum og skortur á þverfaglegri þekkingarsköpun verið á kostnað langtímahugsunar og frjós ímyndarafls sem stuðlar að sjálfbærni. Hlutverk fyrirtækja hefur breyst Í grein í byrjun árs 2020 vísaði ég í stofnanda og formann Alþjóðaefnahagsráðsins (e. World Economic Forum) þar sem hann sagði að “leiðandi aðilar bæði í einka- og opinberum geira þurfa að gera sér grein fyrir því að hlutverk fyrirtækja hefur breyst á síðastliðnum 50 árum. Árið 1970, þegar nóbelsverðlaunahafinn Milton Friedman talaði fyrir því að hagsmunir hluthafa ættu að tróna efst, þá annað hvort gerðu fyrirtæki sér ekki grein fyrir samfélagslegum áhrifum sínum, eða voru of lítil til að hafa áhrif á félagslegt og efnahagslegt jafnvægi.” Þessi skilningur er grunnur sjálfbærs reksturs. Með öðrum orðum þá eiga rekstrarhagsmunir að ná til hagaðila í víðum skilningi, en ekki einungis hluthafa. Þar skiptir til að mynda máli starfsfólk í allri virðiskeðjunni, viðskiptavinir, nærsamfélag og umgengni um náttúruauðlindir. Tíminn er núna Samfara því að heimsfaraldurinn hefur sett alþjóðlegar og innlendar áskoranir á stera, hefur ofangreindum áherslum vaxið ásmegin, enda engin vanþörf á. Árið 2020 kom mörgum okkar í skilning um að við þurfum að endurræsa kerfin okkar til að skapa bjarta framtíð. Okkur má vera ljóst að ef við gerum ekki róttækar breytingar er framtíðin ekki björt. Og rétti tíminn fyrir breytingar er núna. Nýtt upphaf Endurræsingin hefur hlotið yfirskriftina Nýtt upphaf, eða The Great Reset á ensku. Þetta sjáum við í áherslum á sjálfbæra uppbyggingu eftir COVID-19 hjá Evrópusambandinu, Norðurlandaþjóðunum, forstjórum leiðandi fyrirtækja víða um heim og hópi alþjóðlegra fjárfesta. Þá hafa leiðtogar ríkja kallað eftir því að fjárfestar taki af skarið og leggi áherslur á sjálfbærar fjárfestingar. Á Íslandi tók ríkisstjórnin og aðilar sem fara fyrir yfir 80% af eignum á fjármálamarkaði höndum saman og lýstu yfir ásetningi um sjálfbærar fjárfestingar. Ávöxtun til lengri tíma er betur tryggð með sjálfbærum fjárfestingum. Viljum við sjálfbæran eða ósjálfbæran rekstur? ,,Rekstur ríkisins er ósjálfbær," skrifaði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, í nýlegri grein í Kjarnanum. ,,… til þess að við náum aftur fyrri styrk þarf tvennt að gerast: Atvinnulífið þarf að fá tækifæri til að skapa meiri verðmæti og í öðru lagi þurfum við að hugsa verkefni ríkisins upp á nýtt." ,,Nýtt upphaf" felur í sér að þetta tvennt hafi sjálfbærni, - jafnvægi milli efnahags, samfélags og náttúru, að grunnforsendu. Að hafa styrk og þor Árið 2020 kenndi okkur að við getum breytt hratt. Áður en COVID-19 kom til sögunnar hafði átt sér stað mikilvæg vinna við að leggja drög að því hvernig framtíð við viljum á Íslandi, t.d. í ljósi fjórðu iðnbyltingarinnar og samfélagslegar áskoranir. Áhersla á nýsköpun og samfélagslegar áskoranir má t.d. sjá í Vísinda- og tæknistefnu Íslands fyrir árin 2020-2022. Í færslu sinni á facebook í upphafi árs komst Jenny Ruth Hrafnsdóttir, ein af stofnendum fjárfestingasjóðsins Crowberry Capital, vel að orði: ,,Nú þegar 2020 hefur fært okkur 2021 er ekki seinna vænna að ræða hvort við ætlum að byggja framtíðarsamfélagið upp með jafn mikilli vissu og öryggi og brugðist var við í faraldrinum. (...) Þegar 2021 gefur okkur frelsi til athafna, þá er mikilvægt ađ hafa styrk og þor til ađ taka nýjar, djarfar og framúrstefnulegar ákvarðanir. Skiljum við í raun hvert verkefnið er? Víðtæk áhrif COVID-19 hafa hrikt í grunnstoðum og í grundvallaratriðum breytt því hvernig við tökum ákvarðanir. ,,Við stöndum á tímamótum, og leiðtogar reyna að finna jafnvægi á milli aðkallandi verkefna annars vegar og óvissu til lengri tíma litið hins vegar," segir á heimasíðu Alþjóðaefnahagsráðsins sem er tileinkuð Nýju upphafi (e. The Great Reset). Um þessi áramót merkjum við mikilvægan slagkraft. Að nú sé rétti tíminn til að gera róttækar breytingar og móta atvinnulíf, samfélagssáttmála og efla tækifæri komandi kynslóða. Stóra spurningin er, skiljum við í raun hvert verkefnið er? Höfum við ímyndunarafl til að setja okkur fyrir sjónir hvert þessi sýn getur leitt okkur? Hvert er þitt hlutverk? Hvað þurfum við að varast á leiðinni? Eigum við okkur yfir höfuð sýn um sjálfbæra framtíð? Hvort er þessi ásetningur um ,,Nýtt upphaf" eintómt froðusnakk eða alvöru stöff? Janúarráðstefna Festu Á Janúarráðstefnu Festu, sem verður send út á helstu vefmiðlum landsins fimmtudaginn 28. janúar nk., milli kl. 9-12, verður fjallað um þetta ,,Nýja upphaf" í íslensku samhengi. Á tíu ára afmælisári Festu lítum við í baksýnisspegilinn, áratug aftur í tímann. Við ætlum líka að horfa áratug fram á við. Hvaða tæki, tól og hugmyndir þurfum við að hafa í farteskinu til þess að taka á móti nýjum, krefjandi og spennandi tímum? Við fáum til okkar einvalalið úr íslensku og alþjóðlegu atvinnulífi til þess að ræða hið Nýja upphafi. Ráðstefnan er ykkur öllum opin. Höfundur er framkvæmdastjóri Festu – miðstöðvar um sjálfbærni og samfélagsábyrgð
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar