Tilkynnt um þrjú dauðsföll í kjölfar bólusetningar Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. janúar 2021 16:58 Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar. Vísir/Egill Þrír sjúklingar með undirliggjandi sjúkdóma létust hér á landi eftir að hafa verið bólusettir við kórónuveirunni í síðustu viku. Ekki er þó hægt að staðfesta að andlátin tengist bólusetningunni. Þetta kom fram í máli Rúnu Hauksdóttur forstjóra Lyfjastofnunar í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Alma Möller landlæknir minntist á að Lyfjastofnun hefði í morgun fengið sjö tilkynningar um aukaverkanir eftir fyrstu bólusetningu af bóluefni Pfizer, sem hófst hér á landi 29. desember. Þar af væri ein „hugsanlega alvarleg“ tilkynning en orsakasamhengið lægi þó ekki fyrir vegna undirliggjandi sjúkdóma. Tíu af tólf minniháttar Rúna sagði í Reykjavík síðdegis í dag að nú hefðu Lyfjastofnun borist tólf tilkynningar þar sem grunur væri um aukaverkanir. Tíu af tólf væru minniháttar og dæmi um „klassískar“ aukaverkanir af bólusetningu; einkenni á stungustað, svimi, þreyta, höfuðverkur og ógleði. Í tveimur tilfellum, þar sem sjúklingar létust, hafi verið tilkynnt um andlátin sem hugsanlegar alvarlegar aukaverkanir. Annað tilfellið hefði landlæknir minnst á á upplýsingafundi í morgun. „Það er dauðsfall sem átti sér stað og það var aldraður sjúklingur með undirliggjandi sjúkdóm. Það eru óljós tengsl milli bólusetningarinnar og þessa,“ sagði Rúna. Hin tilkynningin sneri að einstaklingi sem lenti á gjörgæslu en sá hefði einnig verið með undirliggjandi sjúkdóm. Mikilvægt að tilkynna aukaverkanir Rúna benti á að í þessari fyrstu umferð væri verið að bólusetja elsta og veikasta hóp þjóðarinnar; margir séu aldraðir með undirliggjandi sjúkdóma og langvinn veikindi. Í tilvikum sem þessum væri jafnframt oft ekki hægt að finna orsakasamhengi. Þegar tilkynningar berist fari ferli í gang hjá Lyfjastofnun, embætti landlæknis og Lyfjastofnun Evrópu. „En þetta verður allt skoðað og þess vegna leggjum við mikla áherslu á að aukaverkanir séu tilkynntar, það er mjög mikilvægt að fá þær inn til að safna þessum upplýsingum,“ sagði Rúna. Þá áréttaði hún að í alvarlegu tilfellunum væri alls ekki víst að um aukaverkun af bóluefninu væri að ræða. „Það er ekki víst að þetta sé aukaverkun af lyfinu, alls ekki, að það sé orsakasamhengi við það. En það er mikilvægt að tilkynna þetta svo þetta sé skoðað, því það er orsakasamhengi í tíma. Þó að þetta séu einstaklingar sem eru aldraðir og með undirliggjandi sjúkdóma. Þannig að það er mikilvægt að safna þessum upplýsingum,“ sagði Rúna. Innt eftir því hvort einhver leið væri að tengja dauðsfallið og bóluefnið saman með óyggjandi hætti, þ.e. að bóluefnið hafi mögulega orsakað andlátið eða átt þátt í því, sagði Rúna að á því væru hverfandi líkur. „Í þessu tilviki eru það hverfandi líkur. Ég get í rauninni ekkert sagt um það eins og er.“ Ráða mátti af orðum Rúnu í Reykjavík síðdegis að aðeins hefði verið tilkynnt um eitt andlát í kjölfar bólusetningar hér á landi. Rúna staðfestir þó í samtali við fréttastofu að andlátin séu þrjú. Fréttin hefur verið uppfærð í samræmi við það. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 17:50. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Jafnvel von á meira bóluefni fyrr en búist var við Sóttvarnalæknir telur að vonast megi til þess að meira bóluefni berist til landsins fyrr en talið hefur verið til þessa. Þá sé „mjög óráðlegt“ að hans mati að gefa bóluefni á annan máta en framleiðendur og rannsóknir mæla með, til dæmis í hálfum skömmtum. 4. janúar 2021 12:30 „Hugsanlega ein alvarleg“ tilkynning um aukaverkanir vegna bólusetningar Sjö tilkynningar um aukaverkanir í kjölfar bólusetningar við kórónuveirunni hafa borist Lyfjastofnun Íslands, þar af „hugsanlega ein alvarleg“. Þetta kom fram í máli Ölmu Möller landlæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. 4. janúar 2021 11:36 Tíu greindust innanlands í gær Alls greindust tíu með kórónuveiruna innanlands í gær. Sjö þeirra voru í sóttkví. Þá greindust þrettán manns á landamærunum. Þrír þeirra reyndust með virkt smit, hjá hinum er beðið niðurstöðu mótefnamælingar. 4. janúar 2021 10:48 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Fleiri fréttir Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Sjá meira
Alma Möller landlæknir minntist á að Lyfjastofnun hefði í morgun fengið sjö tilkynningar um aukaverkanir eftir fyrstu bólusetningu af bóluefni Pfizer, sem hófst hér á landi 29. desember. Þar af væri ein „hugsanlega alvarleg“ tilkynning en orsakasamhengið lægi þó ekki fyrir vegna undirliggjandi sjúkdóma. Tíu af tólf minniháttar Rúna sagði í Reykjavík síðdegis í dag að nú hefðu Lyfjastofnun borist tólf tilkynningar þar sem grunur væri um aukaverkanir. Tíu af tólf væru minniháttar og dæmi um „klassískar“ aukaverkanir af bólusetningu; einkenni á stungustað, svimi, þreyta, höfuðverkur og ógleði. Í tveimur tilfellum, þar sem sjúklingar létust, hafi verið tilkynnt um andlátin sem hugsanlegar alvarlegar aukaverkanir. Annað tilfellið hefði landlæknir minnst á á upplýsingafundi í morgun. „Það er dauðsfall sem átti sér stað og það var aldraður sjúklingur með undirliggjandi sjúkdóm. Það eru óljós tengsl milli bólusetningarinnar og þessa,“ sagði Rúna. Hin tilkynningin sneri að einstaklingi sem lenti á gjörgæslu en sá hefði einnig verið með undirliggjandi sjúkdóm. Mikilvægt að tilkynna aukaverkanir Rúna benti á að í þessari fyrstu umferð væri verið að bólusetja elsta og veikasta hóp þjóðarinnar; margir séu aldraðir með undirliggjandi sjúkdóma og langvinn veikindi. Í tilvikum sem þessum væri jafnframt oft ekki hægt að finna orsakasamhengi. Þegar tilkynningar berist fari ferli í gang hjá Lyfjastofnun, embætti landlæknis og Lyfjastofnun Evrópu. „En þetta verður allt skoðað og þess vegna leggjum við mikla áherslu á að aukaverkanir séu tilkynntar, það er mjög mikilvægt að fá þær inn til að safna þessum upplýsingum,“ sagði Rúna. Þá áréttaði hún að í alvarlegu tilfellunum væri alls ekki víst að um aukaverkun af bóluefninu væri að ræða. „Það er ekki víst að þetta sé aukaverkun af lyfinu, alls ekki, að það sé orsakasamhengi við það. En það er mikilvægt að tilkynna þetta svo þetta sé skoðað, því það er orsakasamhengi í tíma. Þó að þetta séu einstaklingar sem eru aldraðir og með undirliggjandi sjúkdóma. Þannig að það er mikilvægt að safna þessum upplýsingum,“ sagði Rúna. Innt eftir því hvort einhver leið væri að tengja dauðsfallið og bóluefnið saman með óyggjandi hætti, þ.e. að bóluefnið hafi mögulega orsakað andlátið eða átt þátt í því, sagði Rúna að á því væru hverfandi líkur. „Í þessu tilviki eru það hverfandi líkur. Ég get í rauninni ekkert sagt um það eins og er.“ Ráða mátti af orðum Rúnu í Reykjavík síðdegis að aðeins hefði verið tilkynnt um eitt andlát í kjölfar bólusetningar hér á landi. Rúna staðfestir þó í samtali við fréttastofu að andlátin séu þrjú. Fréttin hefur verið uppfærð í samræmi við það. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 17:50.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Jafnvel von á meira bóluefni fyrr en búist var við Sóttvarnalæknir telur að vonast megi til þess að meira bóluefni berist til landsins fyrr en talið hefur verið til þessa. Þá sé „mjög óráðlegt“ að hans mati að gefa bóluefni á annan máta en framleiðendur og rannsóknir mæla með, til dæmis í hálfum skömmtum. 4. janúar 2021 12:30 „Hugsanlega ein alvarleg“ tilkynning um aukaverkanir vegna bólusetningar Sjö tilkynningar um aukaverkanir í kjölfar bólusetningar við kórónuveirunni hafa borist Lyfjastofnun Íslands, þar af „hugsanlega ein alvarleg“. Þetta kom fram í máli Ölmu Möller landlæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. 4. janúar 2021 11:36 Tíu greindust innanlands í gær Alls greindust tíu með kórónuveiruna innanlands í gær. Sjö þeirra voru í sóttkví. Þá greindust þrettán manns á landamærunum. Þrír þeirra reyndust með virkt smit, hjá hinum er beðið niðurstöðu mótefnamælingar. 4. janúar 2021 10:48 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Fleiri fréttir Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Sjá meira
Jafnvel von á meira bóluefni fyrr en búist var við Sóttvarnalæknir telur að vonast megi til þess að meira bóluefni berist til landsins fyrr en talið hefur verið til þessa. Þá sé „mjög óráðlegt“ að hans mati að gefa bóluefni á annan máta en framleiðendur og rannsóknir mæla með, til dæmis í hálfum skömmtum. 4. janúar 2021 12:30
„Hugsanlega ein alvarleg“ tilkynning um aukaverkanir vegna bólusetningar Sjö tilkynningar um aukaverkanir í kjölfar bólusetningar við kórónuveirunni hafa borist Lyfjastofnun Íslands, þar af „hugsanlega ein alvarleg“. Þetta kom fram í máli Ölmu Möller landlæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. 4. janúar 2021 11:36
Tíu greindust innanlands í gær Alls greindust tíu með kórónuveiruna innanlands í gær. Sjö þeirra voru í sóttkví. Þá greindust þrettán manns á landamærunum. Þrír þeirra reyndust með virkt smit, hjá hinum er beðið niðurstöðu mótefnamælingar. 4. janúar 2021 10:48