73 prósent íbúa á hjúkrunarheimilum á geðlyfjum Eiður Þór Árnason og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 4. janúar 2021 22:00 Neysla íbúa á íslenskum hjúkrunarheimilum á geðlyfjum hefur aukist frá árinu 2012 og eru þunglyndislyf mest notuð. Getty 58,5% íbúa á íslenskum hjúkrunarheimilum voru með geðsjúkdómagreiningu árið 2018 og tóku 72,5% íbúa einhvers konar geðlyf að staðaldri. Neysla slíkra lyfja hefur aukist frá árinu 2012 og eru þunglyndislyf mest notuð. 22,1% íbúa tóku geðlyf árið 2018 án þess að fyrir lægi geðsjúkdómagreining og hefur það hlutfall hækkað jafnt og þétt frá árinu 2010. Þetta kemur fram í niðurstöðum íslenskrar rannsóknar sem skoðaði þróun geðsjúkdómagreininga og geðlyfjanotkunar á hjúkrunarheimilum á árunum 2003 til 2018. Á því tímabili voru að meðaltali 42,5% íbúa greindir með þunglyndi og var um það bil helmingur þeirra með kvíða- og/eða þunglyndigreiningu. Árið 2018 tóku 56,2% inn þunglyndislyf að staðaldri. Ofgreining geti haft áhrif Erlendar rannsóknir benda hins vegar til að 27,8% aldraðra á aldrinum 65 ára og eldri í Evrópu mæti greiningarviðmiðum þunglyndis. Hlutfall íbúa á íslenskum hjúkrunarheimilum sem tóku geðlyf á árabilinu 2003-2018.Læknablaðið „Búast má við að geðheilsa eldri Íslendinga sé ekki stórlega verri en í öðrum Evrópulöndum. Því má draga þá ályktun að há tíðni geðraskana á íslenskum hjúkrunarheimilum stafi annaðhvort af versnandi geðheilsu við flutning á öldrunarheimili og þeirri skerðingu lífsgæða sem er aðdragandi þess, eða af ofgreiningu geðraskana, eða hvoru tveggja,“ segja höfundar fræðigreinarinnar sem birtist í Læknablaðinu. Páll Biering, geðhjúkrunarfræðingur á hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og Ingibjörg Hjaltadóttir, sérfræðingur í öldrunarhjúkrun á meðferðarsviði Landspítala stóðu að rannsókninni. Tölurnar byggja á gögnum úr 16 þversniðsrannsóknum sem gerðar voru á árunum 2003 til 2018 þar sem fjöldi þátttakenda var að meðaltali 2970. Mikilvægt að þróa önnur úrræði Niðurstöðurnar haldast í hendur við að geðlyfjanotkun hér á landi sé almennt með því mesta sem þekkist og að hið sama eigi líklega við um tíðni geðsjúkdómagreininga. Höfundar segja mikilvægt að geðlyfjanotkun aldraðra sé byggð á nákvæmri geðskoðun og eins sé mikilvægt að þróa önnur úrræði til að efla geðheilsu íbúa íslenskra hjúkrunarheimila. Hlutfall íbúa á íslenskum hjúkrunarheimilum sem voru með geðsjúkdómagreiningu á árabilinu 2003-2018.Læknablaðið „Aldursbreytingar hafa áhrif á verkun geðlyfja og rannsóknir hafa ekki staðfest jákvæða langtímaverkun þeirra fyrir aldraða. Þeir eru einnig viðkvæmir fyrir skaðlegum aukaverkunum lyfjanna sem aukast enn með fjöllyfjanotkun.“ Óvíst með árangur geðlyfjanotkunar aldraðra Höfundar segja að með hækkandi aldri aukist ástvinamissir, félagsleg hlutverk breytist og geta til athafna daglegs lífs minnki. Þetta séu taldar meginástæður þess að með hækkandi lífaldri versni almennt geðheilsa eldra fólks. Þó þurfi að fara varlega í ávísun geðlyfja. „Notkun geðlyfja á íslenskum hjúkrunarheimilum er í hærri kantinum á heimsvísu og jókst á tímabilinu sem rannsóknin náði til. Þetta þarf að laga því óvíst er um árangur af geðlyfjanotkun aldraðra og aukaverkanir geta verið þeim skaðlegar. Eins eru sterkar vísbendingar um að þunglyndislyf vinni ekki gegn þunglyndiseinkennum fólks með heilabilun, en 70% íbúa íslenskra hjúkrunarheimila hafa heilabilun á einhverju stigi.“ Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
22,1% íbúa tóku geðlyf árið 2018 án þess að fyrir lægi geðsjúkdómagreining og hefur það hlutfall hækkað jafnt og þétt frá árinu 2010. Þetta kemur fram í niðurstöðum íslenskrar rannsóknar sem skoðaði þróun geðsjúkdómagreininga og geðlyfjanotkunar á hjúkrunarheimilum á árunum 2003 til 2018. Á því tímabili voru að meðaltali 42,5% íbúa greindir með þunglyndi og var um það bil helmingur þeirra með kvíða- og/eða þunglyndigreiningu. Árið 2018 tóku 56,2% inn þunglyndislyf að staðaldri. Ofgreining geti haft áhrif Erlendar rannsóknir benda hins vegar til að 27,8% aldraðra á aldrinum 65 ára og eldri í Evrópu mæti greiningarviðmiðum þunglyndis. Hlutfall íbúa á íslenskum hjúkrunarheimilum sem tóku geðlyf á árabilinu 2003-2018.Læknablaðið „Búast má við að geðheilsa eldri Íslendinga sé ekki stórlega verri en í öðrum Evrópulöndum. Því má draga þá ályktun að há tíðni geðraskana á íslenskum hjúkrunarheimilum stafi annaðhvort af versnandi geðheilsu við flutning á öldrunarheimili og þeirri skerðingu lífsgæða sem er aðdragandi þess, eða af ofgreiningu geðraskana, eða hvoru tveggja,“ segja höfundar fræðigreinarinnar sem birtist í Læknablaðinu. Páll Biering, geðhjúkrunarfræðingur á hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og Ingibjörg Hjaltadóttir, sérfræðingur í öldrunarhjúkrun á meðferðarsviði Landspítala stóðu að rannsókninni. Tölurnar byggja á gögnum úr 16 þversniðsrannsóknum sem gerðar voru á árunum 2003 til 2018 þar sem fjöldi þátttakenda var að meðaltali 2970. Mikilvægt að þróa önnur úrræði Niðurstöðurnar haldast í hendur við að geðlyfjanotkun hér á landi sé almennt með því mesta sem þekkist og að hið sama eigi líklega við um tíðni geðsjúkdómagreininga. Höfundar segja mikilvægt að geðlyfjanotkun aldraðra sé byggð á nákvæmri geðskoðun og eins sé mikilvægt að þróa önnur úrræði til að efla geðheilsu íbúa íslenskra hjúkrunarheimila. Hlutfall íbúa á íslenskum hjúkrunarheimilum sem voru með geðsjúkdómagreiningu á árabilinu 2003-2018.Læknablaðið „Aldursbreytingar hafa áhrif á verkun geðlyfja og rannsóknir hafa ekki staðfest jákvæða langtímaverkun þeirra fyrir aldraða. Þeir eru einnig viðkvæmir fyrir skaðlegum aukaverkunum lyfjanna sem aukast enn með fjöllyfjanotkun.“ Óvíst með árangur geðlyfjanotkunar aldraðra Höfundar segja að með hækkandi aldri aukist ástvinamissir, félagsleg hlutverk breytist og geta til athafna daglegs lífs minnki. Þetta séu taldar meginástæður þess að með hækkandi lífaldri versni almennt geðheilsa eldra fólks. Þó þurfi að fara varlega í ávísun geðlyfja. „Notkun geðlyfja á íslenskum hjúkrunarheimilum er í hærri kantinum á heimsvísu og jókst á tímabilinu sem rannsóknin náði til. Þetta þarf að laga því óvíst er um árangur af geðlyfjanotkun aldraðra og aukaverkanir geta verið þeim skaðlegar. Eins eru sterkar vísbendingar um að þunglyndislyf vinni ekki gegn þunglyndiseinkennum fólks með heilabilun, en 70% íbúa íslenskra hjúkrunarheimila hafa heilabilun á einhverju stigi.“
Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira