Trump fór mikinn á kosningafundi í Georgíu: „Þau taka ekki Hvíta húsið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. janúar 2021 07:27 Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, á fundinum í Georgíu í gær. Getty/Peter Zay Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, fór mikinn á kosningafundi í Dalton í Georgíu í gær. Hann hélt því meðal annars ranglega fram að hann hefði unnið stórsigur í forsetakosningunum í nóvember og sagði að innanríkisráðherra Georgíu, Brad Raffensperger, væri dauðhræddur við Demókratann Stacey Abrams sem hefur beitt sér mikið fyrir aukinni kosningaþáttöku í ríkinu. Vísaði Trump þar í símtal sem hann átti við Raffensperger um helgina þar sem forsetinn þrýsti á ráðherrann til að „finna“ nógu mörg atkvæði í Georgíu til þess að snúa úrslitum forsetakosninganna við. Símtalið hefur vakið mikla athygli en í því hótaði Trump meðal annars Raffensperger ef hann myndi ekki eltast við órökstuddar staðhæfingar forsetans um kosningasvik. Gríðarlega mikilvægar kosningar Fundurinn í gær var haldinn í tilefni aukakosninga í Georgíu um tvö öldungadeildarþingsæti sem fram fara í dag. Þar sækjast tveir sitjandi þingmenn Repúblikana, þau Kelly Loeffler og David Perdue, eftir endurkjöri. Í kosningum til öldungadeildarinnar sem fram fóru samhliða forsetakosningunum tókst hvorugu þeirra að ná tilskildum meirihluta til að halda sæti sínu í öldungadeildinni og því þarf að kjósa aftur. Kosningarnar eru gríðarlega mikilvægar. Takist Demókrötum að vinna bæði þingsætin af Repúblikönum verða báðir flokkar með fimmtíu sæti í öldungadeildinni. Þá ræður atkvæði varaforsetans tilvonandi, Kamölu Harris, úrslitum sem þýðir að Demókratar væru í raun með meirihluta í öldungadeildinni. Þar með væri flokkurinn í meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings sem getur haft verulega þýðingu fyrir Joe Biden, tilvonandi forseta, og það hvað hann getur gert í upphafi forsetatíðar sinnar. Réðst gegn ríkisstjóranum og ráðherranum Á kosningafundinum í gær lofaði Trump að refsa þeim Raffensperger og Brian Kemp, ríkisstjóra Georgíu, fyrir að neita að beita sér í því að snúa úrslitum forsetakosninganna við. Báðir eru þeir Repúblikanar. „Ríkisstjórinn ykkar, innanríkisráðherrann ykkar, þeir eru dauðhræddir við Stacey Abrams. Hvað er málið? Þeir segjast vera Repúblikanar. Ég held að það geti ekki verið,“ sagði Trump og bætti við: „Ég kem aftur hingað eftir eitt og hálft ár til að berjast gegn ríkisstjóranum ykkar og ykkar ruglaða innanríkisráðherra.“ Ítrekaðar og órökstuddar ásakanir Trumps um kosningasvik í forsetakosningunum hefur valdið sundrungu innan Repúblikanaflokksins og óttast einhverjir að staðhæfingar forsetans fráfarandi muni letja suma kjósendur frá því að mæta á kjörstað í dag og tvíefla Demókrata. Þá er símtal hans við Raffensperger um helgina ekki sagt hafa bætt ástandið heldur þvert á móti. „Við munum berjast líkt og í helvíti“ Trump hvatti stuðningsmenn sína til dáða á fundinum í gær. „Þið verðið að skila svo stórum sigri fyrir Repúblikana að Demókratar geta ekki stolið honum eða svindlað,“ sagði hann. Að því er segir í frétt Guardian um fundinn gerðist það oftar en einu sinni að Trump las upp af blaði að sigur í kosningunum í dag væri lykilatriði til þess að passa upp á Biden í forsetaembættinu. Í næstu setningu hætti hann svo að lesa upp skrifuðu ræðuna og afneitaði því að Biden hefði verið kjörinn forseti með réttmætum hætti. „Þau taka ekki Hvíta húsið. Við munum berjast líkt og í helvíti,“ sagði Trump. Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Hann hélt því meðal annars ranglega fram að hann hefði unnið stórsigur í forsetakosningunum í nóvember og sagði að innanríkisráðherra Georgíu, Brad Raffensperger, væri dauðhræddur við Demókratann Stacey Abrams sem hefur beitt sér mikið fyrir aukinni kosningaþáttöku í ríkinu. Vísaði Trump þar í símtal sem hann átti við Raffensperger um helgina þar sem forsetinn þrýsti á ráðherrann til að „finna“ nógu mörg atkvæði í Georgíu til þess að snúa úrslitum forsetakosninganna við. Símtalið hefur vakið mikla athygli en í því hótaði Trump meðal annars Raffensperger ef hann myndi ekki eltast við órökstuddar staðhæfingar forsetans um kosningasvik. Gríðarlega mikilvægar kosningar Fundurinn í gær var haldinn í tilefni aukakosninga í Georgíu um tvö öldungadeildarþingsæti sem fram fara í dag. Þar sækjast tveir sitjandi þingmenn Repúblikana, þau Kelly Loeffler og David Perdue, eftir endurkjöri. Í kosningum til öldungadeildarinnar sem fram fóru samhliða forsetakosningunum tókst hvorugu þeirra að ná tilskildum meirihluta til að halda sæti sínu í öldungadeildinni og því þarf að kjósa aftur. Kosningarnar eru gríðarlega mikilvægar. Takist Demókrötum að vinna bæði þingsætin af Repúblikönum verða báðir flokkar með fimmtíu sæti í öldungadeildinni. Þá ræður atkvæði varaforsetans tilvonandi, Kamölu Harris, úrslitum sem þýðir að Demókratar væru í raun með meirihluta í öldungadeildinni. Þar með væri flokkurinn í meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings sem getur haft verulega þýðingu fyrir Joe Biden, tilvonandi forseta, og það hvað hann getur gert í upphafi forsetatíðar sinnar. Réðst gegn ríkisstjóranum og ráðherranum Á kosningafundinum í gær lofaði Trump að refsa þeim Raffensperger og Brian Kemp, ríkisstjóra Georgíu, fyrir að neita að beita sér í því að snúa úrslitum forsetakosninganna við. Báðir eru þeir Repúblikanar. „Ríkisstjórinn ykkar, innanríkisráðherrann ykkar, þeir eru dauðhræddir við Stacey Abrams. Hvað er málið? Þeir segjast vera Repúblikanar. Ég held að það geti ekki verið,“ sagði Trump og bætti við: „Ég kem aftur hingað eftir eitt og hálft ár til að berjast gegn ríkisstjóranum ykkar og ykkar ruglaða innanríkisráðherra.“ Ítrekaðar og órökstuddar ásakanir Trumps um kosningasvik í forsetakosningunum hefur valdið sundrungu innan Repúblikanaflokksins og óttast einhverjir að staðhæfingar forsetans fráfarandi muni letja suma kjósendur frá því að mæta á kjörstað í dag og tvíefla Demókrata. Þá er símtal hans við Raffensperger um helgina ekki sagt hafa bætt ástandið heldur þvert á móti. „Við munum berjast líkt og í helvíti“ Trump hvatti stuðningsmenn sína til dáða á fundinum í gær. „Þið verðið að skila svo stórum sigri fyrir Repúblikana að Demókratar geta ekki stolið honum eða svindlað,“ sagði hann. Að því er segir í frétt Guardian um fundinn gerðist það oftar en einu sinni að Trump las upp af blaði að sigur í kosningunum í dag væri lykilatriði til þess að passa upp á Biden í forsetaembættinu. Í næstu setningu hætti hann svo að lesa upp skrifuðu ræðuna og afneitaði því að Biden hefði verið kjörinn forseti með réttmætum hætti. „Þau taka ekki Hvíta húsið. Við munum berjast líkt og í helvíti,“ sagði Trump.
Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira