Pele er ekki sammála því að Cristiano Ronaldo hafi skorað meira en hann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2021 10:31 Pele átti magnaðan feril en spilaði aldrei með evrópsku liði. Getty/Mario Tama Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pele er ekki alltof sáttur við það að missa bæði Lionel Messi og Cristiano Ronaldo upp fyrir sig á síðustu dögum. Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa nefnilega báðir náð afrekum Pele að undanförnu. Fyrst tók Messi metið af Pele yfir flest mörk fyrir eitt félag og þá komst Ronaldo upp fyrir hann um helgina á listanum yfir flest mörk á fótboltaferli. Ronaldo skoraði sitt 757. og 758. mark á ferlinum í sigri Juventus um helgina og komst þar með fram úr Pele sem er með 757. mörk skráð á sig í opinberum keppnisleikjum. Pele er hins vegar ekki sammála því að Cristiano Ronaldo hafi skorað meira en hann ef marka má Instagram reikning hans. Blaðamaður ESPN segist hafa tekið eftir því að Pele hafði bætt við nýjum upplýsingum í hausinn á síðunni. Þar stendur nú að Pele hafi skorað 1283 mörk á ferlinum eða fleiri en nokkur annar. Það stóð ekki áður en Ronaldo komst upp fyrir hann. Santos hafði mótmælt því í síðustu viku þegar Messi átti að vera búinn að skora fleiri mörk fyrir Barcelona en Pele skoraði á sínum tíma fyrir Santos. Pelé has upgraded his Instagram bio.Looks like Ronaldo and Messi still have a long way to go pic.twitter.com/ibZ4FEq30X— ESPN FC (@ESPNFC) January 4, 2021 Ástæðan fyrir þessu er að Pele og Santos telja skoruð mörk í öllum leikjum hversu ómerkilegir sem þessir leikir hafa verið. Þar erum við að tala um alls konar aukakeppnir, vináttleiki og sýningarleiki. Opinbera talan er aftur á móti allt önnur. Þar er klárt að Pele skoraði bara 757 mörk í viðurkenndum keppnisleikjum með Santos, New York Cosmos og brasilíska landsliðinu. Hinn áttræði Pele verður bara að sætta sig við það að bæði Lionel Messi og Cristiano Ronaldo og hafa gert enn betur en hann. Messi ætti líka að geta komist upp fyrir Pele yfir heildarmörk á ferlinum. Cristiano Ronaldo vantar síðan bara tvö mörk í viðbót til að slá met Josef Bican (759 mörk) og verða markahæsti leikmaður allra tíma. Ítalski boltinn Fótbolti Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Sjá meira
Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa nefnilega báðir náð afrekum Pele að undanförnu. Fyrst tók Messi metið af Pele yfir flest mörk fyrir eitt félag og þá komst Ronaldo upp fyrir hann um helgina á listanum yfir flest mörk á fótboltaferli. Ronaldo skoraði sitt 757. og 758. mark á ferlinum í sigri Juventus um helgina og komst þar með fram úr Pele sem er með 757. mörk skráð á sig í opinberum keppnisleikjum. Pele er hins vegar ekki sammála því að Cristiano Ronaldo hafi skorað meira en hann ef marka má Instagram reikning hans. Blaðamaður ESPN segist hafa tekið eftir því að Pele hafði bætt við nýjum upplýsingum í hausinn á síðunni. Þar stendur nú að Pele hafi skorað 1283 mörk á ferlinum eða fleiri en nokkur annar. Það stóð ekki áður en Ronaldo komst upp fyrir hann. Santos hafði mótmælt því í síðustu viku þegar Messi átti að vera búinn að skora fleiri mörk fyrir Barcelona en Pele skoraði á sínum tíma fyrir Santos. Pelé has upgraded his Instagram bio.Looks like Ronaldo and Messi still have a long way to go pic.twitter.com/ibZ4FEq30X— ESPN FC (@ESPNFC) January 4, 2021 Ástæðan fyrir þessu er að Pele og Santos telja skoruð mörk í öllum leikjum hversu ómerkilegir sem þessir leikir hafa verið. Þar erum við að tala um alls konar aukakeppnir, vináttleiki og sýningarleiki. Opinbera talan er aftur á móti allt önnur. Þar er klárt að Pele skoraði bara 757 mörk í viðurkenndum keppnisleikjum með Santos, New York Cosmos og brasilíska landsliðinu. Hinn áttræði Pele verður bara að sætta sig við það að bæði Lionel Messi og Cristiano Ronaldo og hafa gert enn betur en hann. Messi ætti líka að geta komist upp fyrir Pele yfir heildarmörk á ferlinum. Cristiano Ronaldo vantar síðan bara tvö mörk í viðbót til að slá met Josef Bican (759 mörk) og verða markahæsti leikmaður allra tíma.
Ítalski boltinn Fótbolti Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Sjá meira