Ríkisstjórnin vinsælli en stjórnarflokkarnir samanlagt Sylvía Hall skrifar 5. janúar 2021 21:00 Tæplega sextíu prósent styðja ríkisstjórnina samkvæmt nýrri könnun Gallup. Vísir/Vilhelm Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir stuðning við ríkisstjórnina ágætan ef marka megi kannanir. Þó sé fylgi stjórnarflokkanna ekki í takt við stuðning við ríkisstjórnina og því virðist sem flokkunum sé ekki að takast að ná til sín fylgi. „Það sem vakti athygli mína við þessa könnun er að þessi góði stuðningur við ríkisstjórnina, hann endurspeglar ekki gengi flokkanna sem að henni standa. Ef við tökum saman fylgi þeirra þriggja, þá er það mun minna en traustið sem ríkisstjórnin nýtur,“ sagði Baldur um nýja könnun Gallup, en hann ræddi komandi kosningaár í Reykjavík síðdegis í dag. Tæplega 58 prósent þeirra sem tóku afstöðu sögðust styðja ríkisstjórnina, en samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna mælist tæplega 44 prósent. Um 24 prósent myndu þannig kjósa Sjálfstæðisflokk ef gengið yrði til kosninga í dag, tíu prósent Vinstri græn og átta prósent Framsóknarflokk. „Einhverjum finnst ríkisstjórnin standa sig vel í að glíma við Covid og efnahagslegar afleiðingar þess, en þau eru ekki tilbúin til þess að merkja X við flokkana sem að henni standa. Kannski á ríkisstjórnin eitthvað þarna inni - hún getur sótt í þessa aðila sem líkar vel við störf hennar en eru ekki í augnablikinu tilbúnir til þess að kjósa flokkanna,“ segir Baldur. Hann segir stöðuna ágæta fyrir stjórnarflokkanna, en að hans mati þurfa forystumenn þeirra að gera meira til þess að ná til kjósenda og tryggja sér atkvæði. Það séu tækifæri í stöðunni fyrir alla flokka eins og staðan er núna. Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur.Kristinn Ingvarsson Sérstök gagnrýni á frumvarp ráðherra „Þeir eru farnir og munu í vaxandi mæli fara að reka hornin í hver annan,“ segir Baldur um samstarf stjórnarflokkanna. Frumvarp um Hálendisþjóðgarð sé ein stærsta vísbendingin um það, en flokkarnir hafi þar sýnt hvar þeir standa varðandi málefni hálendisins. „Það er sérstakt að ráðherra í ríkisstjórninni leggi fram frumvarp sem stjórnarþingmenn, og jafnvel ráðherra og leiðtogar samstarfsflokka, gagnrýna nokkuð harðlega í fjölmiðlum. Það hefur ekki verið algengt.“ Hann segir samstarfið hafa gengið vel, í það minnsta opinberlega. Það hafi þó ekki komið honum á óvart að forystumenn flokkanna hafi náð vel saman, og þá hafi þingflokkur Sjálfstæðisflokksins verið nokkuð liðlegur í samstarfinu. Það sé jafnframt eðlilegt að einhver skoðanaskipti séu manna á milli í fjölmiðlum. Þá telur hann líklegt að kórónuveirufaraldurinn geri stjórnarandstöðunni erfitt fyrir, en hún þurfi þó að sækja fram af meiri krafti. Aðstæður ættu að bjóða upp á frekari sóknarfæri fyrir þá, en sem stendur mælist Samfylkingin með mest fylgi allra stjórnarandstöðuflokka, eða sautján prósent. „Stjórnarandstaðan, þeir flokkar sem að henni standa, þeir standa nú bara þokkalega að vígi í könnunum en ekkert mikið meira en það – miðað við það að þeir eru í stjórnarandstöðu og það eru gríðarlegir efnahagslegir örðugleikar í samfélaginu.“ Miðflokkurinn markar sér sérstöðu Fylgi Pírata samkvæmt könnun Gallup er um tólf prósent, aðeins hærra en það mældist í könnun Maskínu sem gerð var fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar þegar það mældist 11,2 prósent. Að mati Baldurs þarf að bíða og sjá hvort það skili sér á kjördag, þar sem Píratar hafi oft náð miklu flugi í könnunum. Hann segir áhugavert að fylgjast með Sósíalistaflokknum, sem hefur verið í kringum fjögur prósent líkt og Flokkur fólksins. Sósíalistar séu líklegastir til þess að taka fylgi af Vinstri grænum og mögulega Pírötum. Þá telur hann Miðflokkinn marka sér ákveðna sérstöðu í stjórnmálunum hér á landi, og ólíklegt sé að aðrir flokkar fari sömu leið. Flokkurinn sé jafnframt líklegur til þess að bæta við sig fylgi ef kosningabaráttan gengur vel. „Hann virðist vera að reyna að marka sér ákveðna sérstöðu í íslenskum stjórnmálum, með mikla áherslu á fullveldismálin og sjálfstæði Íslands. Berjast á Íslandi og erlendis gegn réttindum trans fólks og tala fyrir þjóðlegum gildum og Þjóðkirkjunni. Aðrir flokkar eru ekki að fara að feta þennan veg.“ Viðtalið við Baldur má heyra hér að neðan. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík síðdegis Skoðanakannanir Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa leysi ráðherravesen Flokks Fólksins Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
„Það sem vakti athygli mína við þessa könnun er að þessi góði stuðningur við ríkisstjórnina, hann endurspeglar ekki gengi flokkanna sem að henni standa. Ef við tökum saman fylgi þeirra þriggja, þá er það mun minna en traustið sem ríkisstjórnin nýtur,“ sagði Baldur um nýja könnun Gallup, en hann ræddi komandi kosningaár í Reykjavík síðdegis í dag. Tæplega 58 prósent þeirra sem tóku afstöðu sögðust styðja ríkisstjórnina, en samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna mælist tæplega 44 prósent. Um 24 prósent myndu þannig kjósa Sjálfstæðisflokk ef gengið yrði til kosninga í dag, tíu prósent Vinstri græn og átta prósent Framsóknarflokk. „Einhverjum finnst ríkisstjórnin standa sig vel í að glíma við Covid og efnahagslegar afleiðingar þess, en þau eru ekki tilbúin til þess að merkja X við flokkana sem að henni standa. Kannski á ríkisstjórnin eitthvað þarna inni - hún getur sótt í þessa aðila sem líkar vel við störf hennar en eru ekki í augnablikinu tilbúnir til þess að kjósa flokkanna,“ segir Baldur. Hann segir stöðuna ágæta fyrir stjórnarflokkanna, en að hans mati þurfa forystumenn þeirra að gera meira til þess að ná til kjósenda og tryggja sér atkvæði. Það séu tækifæri í stöðunni fyrir alla flokka eins og staðan er núna. Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur.Kristinn Ingvarsson Sérstök gagnrýni á frumvarp ráðherra „Þeir eru farnir og munu í vaxandi mæli fara að reka hornin í hver annan,“ segir Baldur um samstarf stjórnarflokkanna. Frumvarp um Hálendisþjóðgarð sé ein stærsta vísbendingin um það, en flokkarnir hafi þar sýnt hvar þeir standa varðandi málefni hálendisins. „Það er sérstakt að ráðherra í ríkisstjórninni leggi fram frumvarp sem stjórnarþingmenn, og jafnvel ráðherra og leiðtogar samstarfsflokka, gagnrýna nokkuð harðlega í fjölmiðlum. Það hefur ekki verið algengt.“ Hann segir samstarfið hafa gengið vel, í það minnsta opinberlega. Það hafi þó ekki komið honum á óvart að forystumenn flokkanna hafi náð vel saman, og þá hafi þingflokkur Sjálfstæðisflokksins verið nokkuð liðlegur í samstarfinu. Það sé jafnframt eðlilegt að einhver skoðanaskipti séu manna á milli í fjölmiðlum. Þá telur hann líklegt að kórónuveirufaraldurinn geri stjórnarandstöðunni erfitt fyrir, en hún þurfi þó að sækja fram af meiri krafti. Aðstæður ættu að bjóða upp á frekari sóknarfæri fyrir þá, en sem stendur mælist Samfylkingin með mest fylgi allra stjórnarandstöðuflokka, eða sautján prósent. „Stjórnarandstaðan, þeir flokkar sem að henni standa, þeir standa nú bara þokkalega að vígi í könnunum en ekkert mikið meira en það – miðað við það að þeir eru í stjórnarandstöðu og það eru gríðarlegir efnahagslegir örðugleikar í samfélaginu.“ Miðflokkurinn markar sér sérstöðu Fylgi Pírata samkvæmt könnun Gallup er um tólf prósent, aðeins hærra en það mældist í könnun Maskínu sem gerð var fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar þegar það mældist 11,2 prósent. Að mati Baldurs þarf að bíða og sjá hvort það skili sér á kjördag, þar sem Píratar hafi oft náð miklu flugi í könnunum. Hann segir áhugavert að fylgjast með Sósíalistaflokknum, sem hefur verið í kringum fjögur prósent líkt og Flokkur fólksins. Sósíalistar séu líklegastir til þess að taka fylgi af Vinstri grænum og mögulega Pírötum. Þá telur hann Miðflokkinn marka sér ákveðna sérstöðu í stjórnmálunum hér á landi, og ólíklegt sé að aðrir flokkar fari sömu leið. Flokkurinn sé jafnframt líklegur til þess að bæta við sig fylgi ef kosningabaráttan gengur vel. „Hann virðist vera að reyna að marka sér ákveðna sérstöðu í íslenskum stjórnmálum, með mikla áherslu á fullveldismálin og sjálfstæði Íslands. Berjast á Íslandi og erlendis gegn réttindum trans fólks og tala fyrir þjóðlegum gildum og Þjóðkirkjunni. Aðrir flokkar eru ekki að fara að feta þennan veg.“ Viðtalið við Baldur má heyra hér að neðan.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík síðdegis Skoðanakannanir Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa leysi ráðherravesen Flokks Fólksins Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira