Þrettándinn mikill fótboltadagur á Ítalíu og býður upp á fullt af leikjum í beinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2021 11:11 Cristiano Ronaldo og félagar í Juventus verða vinna AC Milan í kvöld ætli þeir sér að verða ítalskir meistarar í vor. Getty/Alberto Gandolfo Ítalir kveðja jólin í dag með mikilli fótboltaveislu en heil umferð fer fram í Seríu A í dag á sjálfum Þrettándanum. Fimm leikir í ítölsku deildinni verða í beinni útsendingu á sportstöðvunum í dag og það verður hægt að horfa á leiki í Seríu A frá hálf tólf til tíu í kvöld með smá hléum. Fjörið byrjar strax klukkan 11.30 með leik Cagliari og Benevento. Hinir leikirnir sem verða sýndir beint eru leikir Sampdoria og Internazionale Milan annars vegar og Bologna og Udinese hins vegar sem hefjast báðir klukkan 14.00, leikur Napoli og Spezia sem hefst klukkan 17.00 og loks stórleikur AC Milan og Juventus sem hefst klukkan 19.45. Þetta er sextánda umferð ítölsku deildarinnar en fyrsta umferðin á nýju ári var um síðustu helgi. AC Milan er á toppnum en bara með eins stigs forskot á nágranna sína í Internazionale. Það þýðir að Internazionale getur verið komið á toppinn þegar stórleikur AC Milan og Juventus hefst í kvöld. AC Milan liðið hefur enn ekki tapað deildarleik á tímabilinu (11 sigrar og 4 jafntefli) en Internazionale er bæði með fleiri mörk og betri markatölu. Þetta lítur út eins og einvígi á milli nágrannanna en sterk lið eins og Roma, Napoli og Juventus eru auðvitað ekki búin að segja sitt síðasta í titilbaráttunni. Juventus liðið er samt bara í fimmta sæti deildarinnar, tíu stigum á eftir toppliði AC Milan, en Cristiano Ronaldo og félagar eiga leik inni auk þess að geta nálgast AC Milan með sigri í leiknum í kvöld. Leikir í beinni úr Seríu A í dag: 11.30 Cagliari - Benevento [Útsending hefst klukkan 11.20 á Stöð 2 Sport 2] 14.00 Sampdoria - Inter Milan [Útsending hefst klukkan 13.50 á Stöð 2 Sport 2] 14.00 Bologna - Udinese [Útsending hefst klukkan 13.50 á Stöð 2 Sport 4] 17.00 Napoli - Spezia [Útsending hefst klukkan 16.50 á Stöð 2 Sport 2] 19.45 AC Milan - Juventus [Útsending hefst klukkan 19.35 á Stöð 2 Sport 3] Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Ítalski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Fimm leikir í ítölsku deildinni verða í beinni útsendingu á sportstöðvunum í dag og það verður hægt að horfa á leiki í Seríu A frá hálf tólf til tíu í kvöld með smá hléum. Fjörið byrjar strax klukkan 11.30 með leik Cagliari og Benevento. Hinir leikirnir sem verða sýndir beint eru leikir Sampdoria og Internazionale Milan annars vegar og Bologna og Udinese hins vegar sem hefjast báðir klukkan 14.00, leikur Napoli og Spezia sem hefst klukkan 17.00 og loks stórleikur AC Milan og Juventus sem hefst klukkan 19.45. Þetta er sextánda umferð ítölsku deildarinnar en fyrsta umferðin á nýju ári var um síðustu helgi. AC Milan er á toppnum en bara með eins stigs forskot á nágranna sína í Internazionale. Það þýðir að Internazionale getur verið komið á toppinn þegar stórleikur AC Milan og Juventus hefst í kvöld. AC Milan liðið hefur enn ekki tapað deildarleik á tímabilinu (11 sigrar og 4 jafntefli) en Internazionale er bæði með fleiri mörk og betri markatölu. Þetta lítur út eins og einvígi á milli nágrannanna en sterk lið eins og Roma, Napoli og Juventus eru auðvitað ekki búin að segja sitt síðasta í titilbaráttunni. Juventus liðið er samt bara í fimmta sæti deildarinnar, tíu stigum á eftir toppliði AC Milan, en Cristiano Ronaldo og félagar eiga leik inni auk þess að geta nálgast AC Milan með sigri í leiknum í kvöld. Leikir í beinni úr Seríu A í dag: 11.30 Cagliari - Benevento [Útsending hefst klukkan 11.20 á Stöð 2 Sport 2] 14.00 Sampdoria - Inter Milan [Útsending hefst klukkan 13.50 á Stöð 2 Sport 2] 14.00 Bologna - Udinese [Útsending hefst klukkan 13.50 á Stöð 2 Sport 4] 17.00 Napoli - Spezia [Útsending hefst klukkan 16.50 á Stöð 2 Sport 2] 19.45 AC Milan - Juventus [Útsending hefst klukkan 19.35 á Stöð 2 Sport 3] Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Leikir í beinni úr Seríu A í dag: 11.30 Cagliari - Benevento [Útsending hefst klukkan 11.20 á Stöð 2 Sport 2] 14.00 Sampdoria - Inter Milan [Útsending hefst klukkan 13.50 á Stöð 2 Sport 2] 14.00 Bologna - Udinese [Útsending hefst klukkan 13.50 á Stöð 2 Sport 4] 17.00 Napoli - Spezia [Útsending hefst klukkan 16.50 á Stöð 2 Sport 2] 19.45 AC Milan - Juventus [Útsending hefst klukkan 19.35 á Stöð 2 Sport 3]
Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira