Erlent

Náðu að bjarga atkvæðum kjörmanna

Sylvía Hall skrifar
Atkvæðin voru geymd í þessum kössum.
Atkvæðin voru geymd í þessum kössum. Twitter

Starfsfólk þinghússins náði að bjarga atkvæðum kjörmanna úr þingsal eftir að stuðningsmenn Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, réðust inn í þinghúsið.

Þingmaðurinn Jeff Merkley birti mynd af atkvæðakössunum á Twitter-síðu sinni og segir starfsfólkið hafa náð að forða því að þeir hafi verið brenndir.

„Atkvæðum kjörmanna bjargað af gólfi þingsins. Ef okkar hæfa starfsfólk hefði ekki tekið þau, þá hefðu þau verið brennd.“

Óeirðir urðu í þinghúsinu þegar stuðningsmenn Trump réðust inn. Þingmenn fulltrúa- og öldungadeildar höfðu komið saman til fundar til þess afgreiða kjör Joe Biden með formlegum hætti.


Tengdar fréttir

Twitter eyðir færslum Trump

Twitter hefur nú þegar eytt í það minnsta tveimur færslum frá Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, sem birtar voru í kvöld. Önnur færslan innihélt myndband þar sem hann bað þá sem réðust inn í þinghúsið að fara heim.

Gat ekki gengið að kröfum Trump

Mike Pence, fráfarandi varaforseti Bandaríkjanna, sagðist ekki hafa neitt vald til þess að ákveða úrslit kosninga og gæti ekki breytt þeirri niðurstöðu sem varð í forsetakosningunum vestanhafs í nóvember síðastliðnum. Sameiginlegur fundur fulltrúa- og öldungadeildar Bandaríkjaþings hófst í dag til að afgreiða kjör Joe Biden til embættis forseta.

„Þetta eru ekki mótmæli, þetta er uppreisn“

Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, flutti ávarp nú fyrir stundu vegna þeirrar ringulreiðar sem nú ríkir í Washington D.C. eftir að mótmælendur brutu sér leið inn í þinghúsið. Biden baðst afsökunar á að hafa flutt ávarp sitt seinna en áætlað var, en upphaflega hafði hann ætlað að tala um efnahagsmál í ávarpi sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×