Konan sem skotin var til bana var lengi í flughernum og ötull stuðningsmaður Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 7. janúar 2021 13:43 Þingmaður virðir fyrir sér skemmdir í þinghúsinu. AP/Andrew Harnik Konan sem var skotin til bana í þinghúsi Bandaríkjanna í gær hét Ashli Babbit. Hún var 35 ára gömul, frá Kaliforníu og hafði verið í flugher Bandaríkjanna í um fjórtán ár. Hún var mikill stuðningsmaður Donalds Trump, fráfarandi forseta, og var skotin þegar hún og aðrir stuðningsmenn forsetans brutu sér leið inn í þinghúsið til að stöðva staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. Babbit og aðrir voru að reyna að brjóta sér leið inn í sal þar sem vopnaðir lögregluþjónar voru til staðar og var hún skotin. Hópurinn hafði brotið rúður í hurð og Babbit stökk í gatið og reyndi að komast inn um það. Þá ómaði einn skothvellur og hún féll afturábak. Þrír aðrir dóu í gærkvöldi en ekki hefur verið útskýrt af hverju að öðru leyti en það hafi verið vegna óskilgreindra neyðartilfella. Banaskotið er til rannsóknar hjá innra eftirliti lögreglunnar. Atvikið náðist á myndband. Vert er að vara lesendur við myndbandinu sem gæti vakið óhug. Ashli Babbit, a 35-year-old air force veteran, was one of the persons that were killed during pro-Trump protesters' invasion of Capitol Hill. Disturbing contents in this video; sensitive viewers are advised! pic.twitter.com/r2EkLK4l1A— Salamander News (@SMDRNews) January 7, 2021 Eins og áður segir var Babbit mikill stuðningsmaður Trumps og við yfirverð samfélagsmiðla hennar sést að hún dreifði mikið af samsæriskenningum sem tengjast Qanon hreyfingunni svokölluðu. Qanon-hreyfingin er í grunninn fólk sem trúir því að Trump standi í leynilegri baráttu gegn hring djöfladýrkandi barnaníðinga sem hafi komið sér fyrir innan hins opinbera í Bandaríkjunum og hafi mjög mikil völd. Utan á það hafa svo hlaðist fjölmargar og margvíslegar samsæriskenningar á undanförnum árum. Hún ferðaðist sérstaklega til Washington DC til að taka þátt í mótmælunum gegn staðfestingu kosningaúrslitanna. Babbit birti sitt síðasta tíst á þriðjudaginn þar sem hún sagði að ekkert myndi stöðva það „óveður“ sem myndi skella á Washington DC. Hún hafði einnig dreift tístum um að Mike Pence, varaforseti, ætti að vera ákærður fyrir landráð fyrir að neita ekki að staðfesta niðurstöður kosninganna í nóvember. Í samtali við KUSI Newsi í San Diego, þar sem Babbit bjó, ítrekar eiginmaður hennar að hún hafi verið ötull stuðningsmaður forsetans og föðurlandsvinur. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Skotárásir í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Tengdar fréttir „Hann var algjört skrímsli í dag“ Donald Trump Bandaríkjaforseti varði gærkvöldinu í Hvíta húsinu umkringdur nánustu ráðgjöfum sínum, á meðan annað starfsfólk fylgdist með þróun mála í vantrú og skelfingu. 7. janúar 2021 13:26 „Munið þennan dag að eilífu“ Undir lok baráttufundar Donalds Trump, fráfarandi forseta, við Hvíta húsið í gær, sagði hann stuðningsmönnum sínum að berjast til að bjarga landi þeirra. Nú væri tíminn til að sýna styrk. 7. janúar 2021 11:37 Viðbúnaður og viðbrögð lögreglu vekja furðu Viðbúnaður og viðbrögð lögreglu Bandaríkjaþings við áhlaupi æstra stuðningsmanna Donalds Trump, forseta, á þinghúsið í gær hafa vakið mikla furðu meðal þingmanna og sérfræðinga. Þingmenn hafa þegar heitið því að rannsaka störf lögreglunnar og með stjórn á báðum deildum þingsins eru Demókratar í stöðu til að gera breytingar. 7. janúar 2021 09:10 Fjórir látnir eftir árásina á þinghúsið Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir óeirðirnar við þinghús Bandaríkjaþings í Washington DC í gær. 7. janúar 2021 07:02 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Sjá meira
Babbit og aðrir voru að reyna að brjóta sér leið inn í sal þar sem vopnaðir lögregluþjónar voru til staðar og var hún skotin. Hópurinn hafði brotið rúður í hurð og Babbit stökk í gatið og reyndi að komast inn um það. Þá ómaði einn skothvellur og hún féll afturábak. Þrír aðrir dóu í gærkvöldi en ekki hefur verið útskýrt af hverju að öðru leyti en það hafi verið vegna óskilgreindra neyðartilfella. Banaskotið er til rannsóknar hjá innra eftirliti lögreglunnar. Atvikið náðist á myndband. Vert er að vara lesendur við myndbandinu sem gæti vakið óhug. Ashli Babbit, a 35-year-old air force veteran, was one of the persons that were killed during pro-Trump protesters' invasion of Capitol Hill. Disturbing contents in this video; sensitive viewers are advised! pic.twitter.com/r2EkLK4l1A— Salamander News (@SMDRNews) January 7, 2021 Eins og áður segir var Babbit mikill stuðningsmaður Trumps og við yfirverð samfélagsmiðla hennar sést að hún dreifði mikið af samsæriskenningum sem tengjast Qanon hreyfingunni svokölluðu. Qanon-hreyfingin er í grunninn fólk sem trúir því að Trump standi í leynilegri baráttu gegn hring djöfladýrkandi barnaníðinga sem hafi komið sér fyrir innan hins opinbera í Bandaríkjunum og hafi mjög mikil völd. Utan á það hafa svo hlaðist fjölmargar og margvíslegar samsæriskenningar á undanförnum árum. Hún ferðaðist sérstaklega til Washington DC til að taka þátt í mótmælunum gegn staðfestingu kosningaúrslitanna. Babbit birti sitt síðasta tíst á þriðjudaginn þar sem hún sagði að ekkert myndi stöðva það „óveður“ sem myndi skella á Washington DC. Hún hafði einnig dreift tístum um að Mike Pence, varaforseti, ætti að vera ákærður fyrir landráð fyrir að neita ekki að staðfesta niðurstöður kosninganna í nóvember. Í samtali við KUSI Newsi í San Diego, þar sem Babbit bjó, ítrekar eiginmaður hennar að hún hafi verið ötull stuðningsmaður forsetans og föðurlandsvinur.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Skotárásir í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Tengdar fréttir „Hann var algjört skrímsli í dag“ Donald Trump Bandaríkjaforseti varði gærkvöldinu í Hvíta húsinu umkringdur nánustu ráðgjöfum sínum, á meðan annað starfsfólk fylgdist með þróun mála í vantrú og skelfingu. 7. janúar 2021 13:26 „Munið þennan dag að eilífu“ Undir lok baráttufundar Donalds Trump, fráfarandi forseta, við Hvíta húsið í gær, sagði hann stuðningsmönnum sínum að berjast til að bjarga landi þeirra. Nú væri tíminn til að sýna styrk. 7. janúar 2021 11:37 Viðbúnaður og viðbrögð lögreglu vekja furðu Viðbúnaður og viðbrögð lögreglu Bandaríkjaþings við áhlaupi æstra stuðningsmanna Donalds Trump, forseta, á þinghúsið í gær hafa vakið mikla furðu meðal þingmanna og sérfræðinga. Þingmenn hafa þegar heitið því að rannsaka störf lögreglunnar og með stjórn á báðum deildum þingsins eru Demókratar í stöðu til að gera breytingar. 7. janúar 2021 09:10 Fjórir látnir eftir árásina á þinghúsið Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir óeirðirnar við þinghús Bandaríkjaþings í Washington DC í gær. 7. janúar 2021 07:02 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Sjá meira
„Hann var algjört skrímsli í dag“ Donald Trump Bandaríkjaforseti varði gærkvöldinu í Hvíta húsinu umkringdur nánustu ráðgjöfum sínum, á meðan annað starfsfólk fylgdist með þróun mála í vantrú og skelfingu. 7. janúar 2021 13:26
„Munið þennan dag að eilífu“ Undir lok baráttufundar Donalds Trump, fráfarandi forseta, við Hvíta húsið í gær, sagði hann stuðningsmönnum sínum að berjast til að bjarga landi þeirra. Nú væri tíminn til að sýna styrk. 7. janúar 2021 11:37
Viðbúnaður og viðbrögð lögreglu vekja furðu Viðbúnaður og viðbrögð lögreglu Bandaríkjaþings við áhlaupi æstra stuðningsmanna Donalds Trump, forseta, á þinghúsið í gær hafa vakið mikla furðu meðal þingmanna og sérfræðinga. Þingmenn hafa þegar heitið því að rannsaka störf lögreglunnar og með stjórn á báðum deildum þingsins eru Demókratar í stöðu til að gera breytingar. 7. janúar 2021 09:10
Fjórir látnir eftir árásina á þinghúsið Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir óeirðirnar við þinghús Bandaríkjaþings í Washington DC í gær. 7. janúar 2021 07:02