„Hann vill helst að ég eigi fjögur börn og öll með eyrnabólgu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 11. janúar 2021 10:30 Árið 2021 mun fara af stað með hvelli hjá fjölmiðlamanninum Auðunni Blöndal en hann fór af stað með þættina Tónlistamennirnir okkar á Stöð 2 í gær, verður tveggja barna faðir síðar á árinu og önnur þáttaröðin af Eurogarðinum fer í loftið. Tónlistarmennirnir okkar eru þættir í anda Atvinnumönnunum okkar sem nutu mikilla vinsælda á Stöð 2. Sindri Sindrason hitti Auðunn og fór yfir feril hans í fjölmiðlum og þennan nýja þátt í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Auðunn fer einnig með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Leynilöggan sem verður frumsýnd á þessu ári og er tökum lokið. „Þetta fjallar um Bússa sem er ég og er lögga og ég er í smá baráttu við sjálfan mig. Þar er ég með mína kvilla og galla. Þetta er hasarmynd en grínið er að við erum að gera Hollywood hasarmynd á Íslandi,“ segir Auðunn Blöndal. „Þetta er svona Die Hard, Tango & Cash og allar þessar myndir settar í íslenskan búning.“ Auðunn og Egill Einarsson fara með aðalhlutverkin í kvikmyndinni. Auðunn Blöndal leikur karakter sem er samkynhneigður en er inni í skápnum. „Hann vill ekki koma úr skápnum því hann er harðasta löggan í bænum.“ „Mér hefur alltaf fundist gaman að gera þættina Atvinnumennirnir okkar og svo kom góð hugmynd upp á fundi hjá mér og Allan þar sem okkur langaði að víkka þetta aðeins og prófa að taka tónlistarfólk og vera bara á Íslandi en hinir þættirnir gerast allir erlendis.“ Hann segir að það sé til mjög mikið af stórkostlegur tónlistarfólki á Íslandi og því verða vonandi fleiri þáttaraðir. Eins og áður segir á Auðunn von á öðru barni í maí á þessu ári. „Ég er orðinn frekar stressaður það eru allir að spyrja mig hvað það sé mikið á milli þeirra, ég svari eitt og hálft ár og þá kemur úff þetta verður erfitt. Ég er orðinn pínu stressaður en þetta verður gaman. En það er enginn jafn ánægður með þetta og Sveppi, hann vill helst að ég eigi fjögur börn og öll með eyrnabólgu,“ segir Auðunn um vin sinn Sverri Þór Sverrisson. Hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni. Ísland í dag Hollywood Bíó og sjónvarp Tónlistarmennirnir okkar Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira
Tónlistarmennirnir okkar eru þættir í anda Atvinnumönnunum okkar sem nutu mikilla vinsælda á Stöð 2. Sindri Sindrason hitti Auðunn og fór yfir feril hans í fjölmiðlum og þennan nýja þátt í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Auðunn fer einnig með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Leynilöggan sem verður frumsýnd á þessu ári og er tökum lokið. „Þetta fjallar um Bússa sem er ég og er lögga og ég er í smá baráttu við sjálfan mig. Þar er ég með mína kvilla og galla. Þetta er hasarmynd en grínið er að við erum að gera Hollywood hasarmynd á Íslandi,“ segir Auðunn Blöndal. „Þetta er svona Die Hard, Tango & Cash og allar þessar myndir settar í íslenskan búning.“ Auðunn og Egill Einarsson fara með aðalhlutverkin í kvikmyndinni. Auðunn Blöndal leikur karakter sem er samkynhneigður en er inni í skápnum. „Hann vill ekki koma úr skápnum því hann er harðasta löggan í bænum.“ „Mér hefur alltaf fundist gaman að gera þættina Atvinnumennirnir okkar og svo kom góð hugmynd upp á fundi hjá mér og Allan þar sem okkur langaði að víkka þetta aðeins og prófa að taka tónlistarfólk og vera bara á Íslandi en hinir þættirnir gerast allir erlendis.“ Hann segir að það sé til mjög mikið af stórkostlegur tónlistarfólki á Íslandi og því verða vonandi fleiri þáttaraðir. Eins og áður segir á Auðunn von á öðru barni í maí á þessu ári. „Ég er orðinn frekar stressaður það eru allir að spyrja mig hvað það sé mikið á milli þeirra, ég svari eitt og hálft ár og þá kemur úff þetta verður erfitt. Ég er orðinn pínu stressaður en þetta verður gaman. En það er enginn jafn ánægður með þetta og Sveppi, hann vill helst að ég eigi fjögur börn og öll með eyrnabólgu,“ segir Auðunn um vin sinn Sverri Þór Sverrisson. Hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni.
Ísland í dag Hollywood Bíó og sjónvarp Tónlistarmennirnir okkar Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira