Grænlendingar semja um hærri greiðslur fyrir kvóta Kristján Már Unnarsson skrifar 13. janúar 2021 09:09 Frá höfninni í Nuuk á Grænlandi. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson Grænlendingar hafa endurnýjað samninga við Evrópusambandið sem tryggja þeim andvirði þriggja milljarða íslenskra króna í árlegar tekjur af fiskveiðiheimildum í lögsögu Grænlands. Fyrirtæki í eigu Íslendinga er meðal þeirra sem nýta kvótana. Sjávarútvegur er langmikilvægasta atvinnugrein Grænlendinga og nemur hlutfall hans í útflutningstekjum landsins yfir níutíu prósentum. En ólíkt Íslendingum velja Grænlendingar þá leið að heimila öðrum ríkjum að veiða hluta fiskaflans en gegn greiðslu. Séð yfir gömlu höfnina í Nuuk. Miðað við að íbúafjöldi Grænlands eru um einn sjötti af íbúafjölda Íslands væru tekjurnar frá Evrópusambandinu ígildi átján milljarða króna tekna íslenska ríkisins, sem er meira en kostar að reka alla löggæslu á Íslandi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson Grænlendingar fá 140,6 milljónir danskra króna, andvirði þriggja milljarða króna íslenskra, í árlegar greiðslur fyrir leigu fiskveiðiheimilda til Evrópusambandsins, samkvæmt samningnum, sem undirritaður var á föstudag, en fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Tekjurnar fara síðan hækkandi eftir tvö ár en samningurinn gildir til ársins 2026. Kemur hann í framhaldi af eldri samningi frá árinu 2007 sem skilaði 125 milljónum danskra króna árlega. Hluti af greiðslunum er skilgreindur sem þróunarstyrkur til sjávarútvegs á Grænlandi. Emanuel Rosing, deildarstjóri í sjávarútvegs-, veiði- og landbúnaðarráðuneytinu, undirritaði samninginn fyrir hönd Grænlands á fjarfundi.Naalakkersuisut Í fréttatilkynningu grænlenskra stjórnvalda og fréttum þarlendra fjölmiðla fagnar Jens Immanuelsen, sjávarútvegráðherra Grænlands, samningnum. Honum er lýst sem þýðingarmiklum fyrir Grænland. Hann tryggi landinu hærri tekjur en áður en fyrir minni fiskveiðiheimildir. Eftir því er tekið að bæði samtök atvinnulífsins á Grænlandi sem og samtök sjómanna og veiðimanna fagna samningnum. Kvótaleigan nær til sjö fisktegunda; þorsks, karfa, grálúðu, rækju, loðnu, makríls og langhala, en jafnframt er sérstakur aukakvóti fyrir meðafla. Þorskkvótinn er sá eini sem er aukinn, úr 1.800 tonnum upp í 1.950 tonn, en hinir minnka flestir. Tekið er fram að kvótar og greiðslur taki breytingum í samræmi við veiðiráðgjöf fiskifræðinga. Frá höfninni í Nuuk. Sjávarútvegur er langmikilvægasta atvinnugrein Grænlendinga.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson Innan Evrópusambandsins deilast fiskveiðikvótarnir einkum til þriggja landa; Danmerkur, Frakklands og Þýskalands. Dótturfélag Samherja í Þýskalandi, Deutsche Fischfang Union, er meðal þriggja þýskra útgerðarfélaga sem nýtt hafa fiskveiðiheimildirnar. Tveir af togurum félagsins hafa sinnt veiðunum og hafa þeir að hluta verið mannaðir íslenskum skipstjórnarmönnum, samkvæmt upplýsingum frá Samherja. Grænlendingar leyfa einnig útlendingum að eiga allt að þriðjung í grænlenskum útgerðum. Þannig hafa þrjú íslensk fyrirtæki, Brim, Ísfélag Vestmannaeyja og Síldarvinnslan, haft aðgang að grænlenskum fiskimiðum í gegnum fjárfestingu í þarlendum sjávarútvegi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá beina útsendingu Stöðvar 2 frá höfninni í Nuuk fyrir fjórum árum: Grænland Sjávarútvegur Evrópusambandið Tengdar fréttir Baldvin mun leiða Evrópuútgerð Samherja Baldvin Þorsteinsson mun taka við stjórnartaumunum hjá Deutsche Fischfang Union, dótturfélagi Samherja í Þýskalandi og verða í forsvari fyrir útgerðarstarfsemi samstæðunnar í Evrópu. Hann tekur við af Haraldi Grétarssyni sem lætur af störfum í apríl. 5. janúar 2021 16:44 Siglingar Grænlendinga og Íslendinga tvinnast saman Tímamót urðu í samskiptum Grænlendinga og Íslendinga síðdegis þegar grænlenska skipið Tukuma Arctica sigldi inn til Reykjavíkur. Þetta er fyrsta ferðin í gagnkvæmu samstarfi sem felur í sér að Grænlendingar sigla með vörur fyrir Íslendinga og öfugt. 15. júní 2020 23:09 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Sjávarútvegur er langmikilvægasta atvinnugrein Grænlendinga og nemur hlutfall hans í útflutningstekjum landsins yfir níutíu prósentum. En ólíkt Íslendingum velja Grænlendingar þá leið að heimila öðrum ríkjum að veiða hluta fiskaflans en gegn greiðslu. Séð yfir gömlu höfnina í Nuuk. Miðað við að íbúafjöldi Grænlands eru um einn sjötti af íbúafjölda Íslands væru tekjurnar frá Evrópusambandinu ígildi átján milljarða króna tekna íslenska ríkisins, sem er meira en kostar að reka alla löggæslu á Íslandi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson Grænlendingar fá 140,6 milljónir danskra króna, andvirði þriggja milljarða króna íslenskra, í árlegar greiðslur fyrir leigu fiskveiðiheimilda til Evrópusambandsins, samkvæmt samningnum, sem undirritaður var á föstudag, en fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Tekjurnar fara síðan hækkandi eftir tvö ár en samningurinn gildir til ársins 2026. Kemur hann í framhaldi af eldri samningi frá árinu 2007 sem skilaði 125 milljónum danskra króna árlega. Hluti af greiðslunum er skilgreindur sem þróunarstyrkur til sjávarútvegs á Grænlandi. Emanuel Rosing, deildarstjóri í sjávarútvegs-, veiði- og landbúnaðarráðuneytinu, undirritaði samninginn fyrir hönd Grænlands á fjarfundi.Naalakkersuisut Í fréttatilkynningu grænlenskra stjórnvalda og fréttum þarlendra fjölmiðla fagnar Jens Immanuelsen, sjávarútvegráðherra Grænlands, samningnum. Honum er lýst sem þýðingarmiklum fyrir Grænland. Hann tryggi landinu hærri tekjur en áður en fyrir minni fiskveiðiheimildir. Eftir því er tekið að bæði samtök atvinnulífsins á Grænlandi sem og samtök sjómanna og veiðimanna fagna samningnum. Kvótaleigan nær til sjö fisktegunda; þorsks, karfa, grálúðu, rækju, loðnu, makríls og langhala, en jafnframt er sérstakur aukakvóti fyrir meðafla. Þorskkvótinn er sá eini sem er aukinn, úr 1.800 tonnum upp í 1.950 tonn, en hinir minnka flestir. Tekið er fram að kvótar og greiðslur taki breytingum í samræmi við veiðiráðgjöf fiskifræðinga. Frá höfninni í Nuuk. Sjávarútvegur er langmikilvægasta atvinnugrein Grænlendinga.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson Innan Evrópusambandsins deilast fiskveiðikvótarnir einkum til þriggja landa; Danmerkur, Frakklands og Þýskalands. Dótturfélag Samherja í Þýskalandi, Deutsche Fischfang Union, er meðal þriggja þýskra útgerðarfélaga sem nýtt hafa fiskveiðiheimildirnar. Tveir af togurum félagsins hafa sinnt veiðunum og hafa þeir að hluta verið mannaðir íslenskum skipstjórnarmönnum, samkvæmt upplýsingum frá Samherja. Grænlendingar leyfa einnig útlendingum að eiga allt að þriðjung í grænlenskum útgerðum. Þannig hafa þrjú íslensk fyrirtæki, Brim, Ísfélag Vestmannaeyja og Síldarvinnslan, haft aðgang að grænlenskum fiskimiðum í gegnum fjárfestingu í þarlendum sjávarútvegi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá beina útsendingu Stöðvar 2 frá höfninni í Nuuk fyrir fjórum árum:
Grænland Sjávarútvegur Evrópusambandið Tengdar fréttir Baldvin mun leiða Evrópuútgerð Samherja Baldvin Þorsteinsson mun taka við stjórnartaumunum hjá Deutsche Fischfang Union, dótturfélagi Samherja í Þýskalandi og verða í forsvari fyrir útgerðarstarfsemi samstæðunnar í Evrópu. Hann tekur við af Haraldi Grétarssyni sem lætur af störfum í apríl. 5. janúar 2021 16:44 Siglingar Grænlendinga og Íslendinga tvinnast saman Tímamót urðu í samskiptum Grænlendinga og Íslendinga síðdegis þegar grænlenska skipið Tukuma Arctica sigldi inn til Reykjavíkur. Þetta er fyrsta ferðin í gagnkvæmu samstarfi sem felur í sér að Grænlendingar sigla með vörur fyrir Íslendinga og öfugt. 15. júní 2020 23:09 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Baldvin mun leiða Evrópuútgerð Samherja Baldvin Þorsteinsson mun taka við stjórnartaumunum hjá Deutsche Fischfang Union, dótturfélagi Samherja í Þýskalandi og verða í forsvari fyrir útgerðarstarfsemi samstæðunnar í Evrópu. Hann tekur við af Haraldi Grétarssyni sem lætur af störfum í apríl. 5. janúar 2021 16:44
Siglingar Grænlendinga og Íslendinga tvinnast saman Tímamót urðu í samskiptum Grænlendinga og Íslendinga síðdegis þegar grænlenska skipið Tukuma Arctica sigldi inn til Reykjavíkur. Þetta er fyrsta ferðin í gagnkvæmu samstarfi sem felur í sér að Grænlendingar sigla með vörur fyrir Íslendinga og öfugt. 15. júní 2020 23:09