Þórunn Egilsdóttir hættir á þingi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. janúar 2021 09:19 Þórunn Egilsdóttir hefur setið á þingi fyrir Framsóknarflokkinn frá árinu 2013. Vísir/Vilhelm Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hyggst ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu á Alþingi í komandi kosningum í haust. Þetta kemur fram í færslu frá henni á Facebook. Þórunn er þingflokksformaður Framsóknar og leiddi framboðslista flokksins í síðustu kosningum. Hún hefur setið á þingi síðan 2013. „Það hefur verið góður tími og lærdómsríkur í starfi. Í upphafi árs 2019 greindist ég með brjóstakrabbamein og fór í gegnum stranga meðferð. Það ferli tókst vel og ég tók brött aftur til starfa síðastliðið vor enda meinið horfið. Ég var full bjartsýni, trúði að þetta væri farið og hugðist halda ótrauð áfram. Ég var sömuleiðis full orku og mig langaði að láta áfram til mín taka á þessum vettvangi og gefa kost á mér til þess að leiða framboðslista Framsóknarflokksins í kjördæminu næsta kjörtímabil,“ segir Þórunn í færslunni. Framundan eru alþingiskosningar. Ég hef setið á þingi fyrir Framsóknarflokkinn síðan 2013. Ég leiddi framboðslista...Posted by Þórunn Egilsdóttir on Wednesday, January 13, 2021 Í lok síðasta árs hafi hún hins vegar farið að finna fyrir óþægindum. Rannsóknir bentu til þess að eitthvað þyrfti að skoða betur. „Þá kom í ljós að lifrin starfaði ekki eðlilega. Meinið hefur tekið sig upp að nýju en brýnt er að vera bjartsýn. Maður verður alltaf að horfa fram á við. Og maður má aldrei missa vonina. Aldrei. Framboð til Alþingis verður hins vegar að bíða betri tíma. Ég mun því ekki gefa kost á mér til að leiða lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Við félagshyggju- og samvinnufólk eigum gott fólk með mikla reynslu og skýra sýn sem vill láta gott af sér leiða og er tilbúið í verkefnið. Ég vona og veit að okkur ber gæfa til að starfa saman enda er það lykillinn að árangri,“ segir Þórunn. Færsluna má sjá í heild ofar í fréttinni. Alþingi Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Norðausturkjördæmi Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Fleiri fréttir „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ „Það þarf að muna eftir því að prófa fólk líka fyrir HIV“ Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu frá henni á Facebook. Þórunn er þingflokksformaður Framsóknar og leiddi framboðslista flokksins í síðustu kosningum. Hún hefur setið á þingi síðan 2013. „Það hefur verið góður tími og lærdómsríkur í starfi. Í upphafi árs 2019 greindist ég með brjóstakrabbamein og fór í gegnum stranga meðferð. Það ferli tókst vel og ég tók brött aftur til starfa síðastliðið vor enda meinið horfið. Ég var full bjartsýni, trúði að þetta væri farið og hugðist halda ótrauð áfram. Ég var sömuleiðis full orku og mig langaði að láta áfram til mín taka á þessum vettvangi og gefa kost á mér til þess að leiða framboðslista Framsóknarflokksins í kjördæminu næsta kjörtímabil,“ segir Þórunn í færslunni. Framundan eru alþingiskosningar. Ég hef setið á þingi fyrir Framsóknarflokkinn síðan 2013. Ég leiddi framboðslista...Posted by Þórunn Egilsdóttir on Wednesday, January 13, 2021 Í lok síðasta árs hafi hún hins vegar farið að finna fyrir óþægindum. Rannsóknir bentu til þess að eitthvað þyrfti að skoða betur. „Þá kom í ljós að lifrin starfaði ekki eðlilega. Meinið hefur tekið sig upp að nýju en brýnt er að vera bjartsýn. Maður verður alltaf að horfa fram á við. Og maður má aldrei missa vonina. Aldrei. Framboð til Alþingis verður hins vegar að bíða betri tíma. Ég mun því ekki gefa kost á mér til að leiða lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Við félagshyggju- og samvinnufólk eigum gott fólk með mikla reynslu og skýra sýn sem vill láta gott af sér leiða og er tilbúið í verkefnið. Ég vona og veit að okkur ber gæfa til að starfa saman enda er það lykillinn að árangri,“ segir Þórunn. Færsluna má sjá í heild ofar í fréttinni.
Alþingi Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Norðausturkjördæmi Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Fleiri fréttir „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ „Það þarf að muna eftir því að prófa fólk líka fyrir HIV“ Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Sjá meira