Skólastjórinn í Borgarholtsskóla: Árásin verði til að breyta ýmsu í íslensku samfélagi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. janúar 2021 15:17 Ársæll Guðmundsson skólastjóri í Borgarholtsskóla. Vísir/Egill Ársæll Guðmundsson skólameistari segir að árás í Borgarholtsskóla sé grafalvarlegt mál og muni verða til þess að breyta íslensku samfélagi. Sex voru fluttir á slysadeild eftir atburðina sem áttu sér stað upp úr klukkan eitt í dag. „Atburðarásin er þannig að hér í hádeginu koma vopnaðir aðilar inn í skólann og það brjótast út slagsmál meðal drengja. Með þeim afleiðingum að sex eru allavega farnir á bráðamóttöku. Þetta virðast vera einhvers konar uppgjör á milli einhverra,“ segir Ársæll. „Það er allavega vitað að einn af þremur ofbeldismönnunum sem komu hér er ekki nemandi skólans. Ég er ekki kominn með nöfnin alveg á þeim, hverjir það voru, og virðist hafa gengið nokkurs konar berserksgang. Þetta er grafalvarlegt mál. Ekki bara fyrir Borgarholtsskóla. Þetta er líka aðför að þessu opna og lýðræðislega skólakerfi sem Ísland hefur haft og þann frið sem við höfum haft í íslensku samfélagi. Þetta er mjög alvarlegt mál og verður til að breyta ýmsu í íslensku samfélagi,“ segir Ársæll. „Þetta á sér stað uppi á einum ganginum til að byrja með og fer svo út. Starfsmenn bregðast mjög hratt við og það bregðast allir við. Það er kallað á lögreglu, sérsveit kemur og nemendum öllum komið í skjól. Skólinn rýmdur og grandskoðaður. Leitað hér um alla ganga,“ segir Ársæll. „Nú veit ég ekki hvort var verið að ná í einhverja ákveðna innan skólans þó atburðarásin eigi sér stað innan skólans. Hér er unga fólkið þannig að ég skal ekkert segja um það. Starfsfólk varð ekki fyrir slysum en stóð sig mjög vel að koma í veg fyrir að hér yrði mun verra ástand.“ Frá Borgarholtsskóla þar sem árásin var gerð í dag.Vísir/Vilhelm Hann segir alla í miklu áfalli. „Við höfum rætt þetta til fjölda ára, skólastjórnendur í framhaldsskólum, vegna atburða erlendis. Hvernig við séum í stakk búin að mæta svona. Hér í Borgarholtsskóla eru mjög margir inngangar í skólann. Við höfum lokað mjög mörgum þessara innganga. Svo kemur Covid og þá er það orðið kostur að hafa marga innganga, til að geta dreit nemendum um skólann. En reynist svo ókostur þegar svona gerist. við munum allt skólasamfélagið, ekki bara í Borgarholtsskóla, fara yfir alla okkar verkferla.“ Ársæll ætlar að senda tilkynningu til allra nemenda, foreldra og starfsfólks. Mikil viðbúnaður var við Borgarholtsskóla í dag.Vísir/Vilhelm „Nemendur koma í skólann á morgun, þeim er alveg óhætt að gera það. Það verður farið yfir þessa atburðarás og nemendum sem voru vitni að þessu boðin aðstoð.“ Aðspurður segir hann menn hafa verið vopnaðir. „Hér voru barefli eins og hafnaboltakylfur og hnífar, mjög langir stórir hnífar.“ Hann segist ekki geta tjáð sig almennilega um slys á fólki. Enginn sem tengist skólanum hafi þó farið á sjúkrabörum. Allir sem á þurfi að halda fái áfallahjálp, alla þá hjálp sem skólayfirvöld geti veitt. Ítarlega verður fjallað um atburðarásina við Borgarholtsskóla í kvöldfréttum Stöðvar 2. Lögreglumál Vopnuð árás í Borgarholtsskóla Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Sjá meira
„Atburðarásin er þannig að hér í hádeginu koma vopnaðir aðilar inn í skólann og það brjótast út slagsmál meðal drengja. Með þeim afleiðingum að sex eru allavega farnir á bráðamóttöku. Þetta virðast vera einhvers konar uppgjör á milli einhverra,“ segir Ársæll. „Það er allavega vitað að einn af þremur ofbeldismönnunum sem komu hér er ekki nemandi skólans. Ég er ekki kominn með nöfnin alveg á þeim, hverjir það voru, og virðist hafa gengið nokkurs konar berserksgang. Þetta er grafalvarlegt mál. Ekki bara fyrir Borgarholtsskóla. Þetta er líka aðför að þessu opna og lýðræðislega skólakerfi sem Ísland hefur haft og þann frið sem við höfum haft í íslensku samfélagi. Þetta er mjög alvarlegt mál og verður til að breyta ýmsu í íslensku samfélagi,“ segir Ársæll. „Þetta á sér stað uppi á einum ganginum til að byrja með og fer svo út. Starfsmenn bregðast mjög hratt við og það bregðast allir við. Það er kallað á lögreglu, sérsveit kemur og nemendum öllum komið í skjól. Skólinn rýmdur og grandskoðaður. Leitað hér um alla ganga,“ segir Ársæll. „Nú veit ég ekki hvort var verið að ná í einhverja ákveðna innan skólans þó atburðarásin eigi sér stað innan skólans. Hér er unga fólkið þannig að ég skal ekkert segja um það. Starfsfólk varð ekki fyrir slysum en stóð sig mjög vel að koma í veg fyrir að hér yrði mun verra ástand.“ Frá Borgarholtsskóla þar sem árásin var gerð í dag.Vísir/Vilhelm Hann segir alla í miklu áfalli. „Við höfum rætt þetta til fjölda ára, skólastjórnendur í framhaldsskólum, vegna atburða erlendis. Hvernig við séum í stakk búin að mæta svona. Hér í Borgarholtsskóla eru mjög margir inngangar í skólann. Við höfum lokað mjög mörgum þessara innganga. Svo kemur Covid og þá er það orðið kostur að hafa marga innganga, til að geta dreit nemendum um skólann. En reynist svo ókostur þegar svona gerist. við munum allt skólasamfélagið, ekki bara í Borgarholtsskóla, fara yfir alla okkar verkferla.“ Ársæll ætlar að senda tilkynningu til allra nemenda, foreldra og starfsfólks. Mikil viðbúnaður var við Borgarholtsskóla í dag.Vísir/Vilhelm „Nemendur koma í skólann á morgun, þeim er alveg óhætt að gera það. Það verður farið yfir þessa atburðarás og nemendum sem voru vitni að þessu boðin aðstoð.“ Aðspurður segir hann menn hafa verið vopnaðir. „Hér voru barefli eins og hafnaboltakylfur og hnífar, mjög langir stórir hnífar.“ Hann segist ekki geta tjáð sig almennilega um slys á fólki. Enginn sem tengist skólanum hafi þó farið á sjúkrabörum. Allir sem á þurfi að halda fái áfallahjálp, alla þá hjálp sem skólayfirvöld geti veitt. Ítarlega verður fjallað um atburðarásina við Borgarholtsskóla í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Lögreglumál Vopnuð árás í Borgarholtsskóla Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Sjá meira