Fótbolti

Juventus og Barcelona á­fram með herkjum, neyðar­legt tap Bayern og fyrsti titill Pochettino

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bayern er úr leik í þýska bikarnum þetta árið.
Bayern er úr leik í þýska bikarnum þetta árið. Stuart Franklin/Getty Images

Mörg af stærstu liðum Evrópuboltans í fótbolta voru í eldlínunni í kvöld er bikarkeppnir víðs vegar um heiminn voru spilaðar. Mörg af stóru liðunum lentu hins vegar í alls konar vandræðum.

Á Spáni mættust Real Sociedad og Barcelona í undanúrslitum spænska ofurbikarsins.

Frenkie de Jong kom Barcelona yfir á 39. mínútu með laglegum skalla eftir fyrirgjöf Antoine Griemann en Mikel Oyarzabal jafnaði metin úr vítaspyrnu á 51. mínútu. Framlengja þurfti leikinn.

Í framlengingunni var ekkert mark skorað og vítaspyrnukeppni þurft til þess að útkljá siguvegara. Í vítaspyrnunni virtist ekkert mark ætla vera skorað ennig því liðin klúðruðu þremur fyrstu spyrnum sínum. Barca höfðu betur að endingu, 3-2, í vítaspyrnukeppninni.

Í úrslitaleiknum sem fer fram á sunnudaginn verður mótherjinn annað hvort Real Madrid eða Athletic Bilbao.

Dejan Kulusevski kom Juventus yfir á annarri mínútu og tuttugum mínútum síðar tvöfaldaði Alvaro Morata forystuna. Flestir héldu þá að leiknum væri lokið en gestirnir minnkuðu muninn á 28. mínútu.

Þannig stóðu leikar þangað til stundarfjórðungi fyrir leikslok er Filippo Melegoni jafnaði metin og lokatölur 2-2. Því þurfti að framlengja. Sigurmarkið skoraði Hamza Rafia á 105. mínútu og lokatölur 3-2.

Juventus mætir annað hvort Sassuolo eða SPAL í átta liða úrslitunum.

Bayern Munchen lenti í vandræðum með B-deildarliðið Holsten Kiel á útivelli í þýska bikarnum. Serge Gnabry kom Bayern yfir en þrettán mínútum síðar jafnaði Fin Bartels metin.

Staðan var 1-1 í leikhléi en Leroy Sane virtist vera skora sigurmarkið á þriðju mínútu síðari hálfleiks. B-deildarliðið var ekki hætt og jafnaði í uppbótartíma og tryggði sér framlengingu.

Í framlengingunni var ekkert mark skorað. Því réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni þar sem Darmstadt vann í bráðabana. Þeir eru því komnir í sextán liða úrslitin þar sem þeir mæta Guðlaugi Victori Pálssyni og félögum í Darmstadt.

PSG hafði betur í franska Ofurbikarnum gegn Marseille en þar mætast frönsku meistararnir og frönsku bikarmeistararnir.

PSG vann 2-1 sigur með mörkum Mauro Icardi á 39. mínútu og Neymars úr vítaspyrnu á 85. mínútu en Dimitri Payet minnkaði muninn á 89. mínútu.

Þetta er þar með fyrsti titill Mauricio Pochettino eftir að hann tók við liðinu í síðasta mánuði. Þetta er einnig hans fyrsti titill sem þjálfari. Þetta er áttunda árið í röð sem PSG vinnur Ofurbikarinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×