Ný kynslóð síma Samsung lítur dagsins ljós Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2021 21:40 AP/Samsung Starfsmenn tæknirisans Samsung kynntu nýja síma og önnur tól á fjarkynningu í dag. Símarnir vöktu þó mesta athygli og það að töluverð breyting hefur verið gerð á myndavélum í símum Samsung. Símarnir eru í þremur útgáfum. Samsung Galaxy S21, S21+ og S21 Ultra. Skjáir þeirra eru 6,1 tomma, 6,7 og 6,8. Eins og svo oft áður segja forsvarsmenn Samsung að myndavélar símanna og þá sérstaklega hugbúnaðurinn sem stýrir þeim hafi aldrei verið betri. Athygli hefur vakið hjá tækniblaðamönnum erlendis að Samsung er að lækka verðið á símunum, samanborið við síðustu línu, en það þykir til marks um það að sífellt lengri tími er á milli þess að fólk kaupi sér nýja síma og faraldur nýju kórónuveirunnar hefur aukið þar á. Ytra er verðið á milli kynslóða að lækka um 200 dali. Það virðist þó ekki skila sér hingað til lands. Miðað við fljóta yfirferð á netinu er verð S21 og S21+ í grófum dráttum á svipuðu róli og upprunalegt verð S20 línunnar. S21 Ultra hefur lækkað í verði á milli kynslóða. Verðlækkun kostar Samsung Galaxy S21 5G kostar 159.990 krónur í forsölu hér á Íslandi. Galaxy S21+ kostar 194.990 krónur og Galaxy S21 Ultra kostar 229.990 krónur. Verðlækkun S21 og S21+ felur í sér að upplausn símanna er 1080p+, sem er lækkun frá síðustu kynslóð þegar upplausnin var 1440p+. Þá eru skjáir símanna 48 til 120 rið og fer það eftir notkun. Þá hefur minni símanna verið lækkað úr tólf gígabætum í átta. Harðir diskar símanna eru 128GB og er búið að fjarlægja möguleikanna á að bæta við þá með minniskorti. S21+ er töluvert stærri en S21 en að öðru leyti er lítill munur á þeim. S21 Ultra er með betri skjáupplausn og betri myndavélar, í það minnsta á pappír, og fleiri. Hann er með fjórar myndavélar á bakhliðinni en ekki þrjár eins og hinir símarnir. Þá er Ultra með 12GB vinnsluminni. Hér má sjá samantekt Samsung frá kynningunni. Fyrirtækið birti þó fjölmörg myndbönd af nýju vörunum í dag sem einnig má sjá hér að neðan. Þar er farið yfir hvernig þau líta út og upp á hvað tækin bjóða. Galaxy S21 Galaxy S21 Plus Galaxy S21 Ultra Galaxy Buds Pro Samsung Tækni Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Símarnir eru í þremur útgáfum. Samsung Galaxy S21, S21+ og S21 Ultra. Skjáir þeirra eru 6,1 tomma, 6,7 og 6,8. Eins og svo oft áður segja forsvarsmenn Samsung að myndavélar símanna og þá sérstaklega hugbúnaðurinn sem stýrir þeim hafi aldrei verið betri. Athygli hefur vakið hjá tækniblaðamönnum erlendis að Samsung er að lækka verðið á símunum, samanborið við síðustu línu, en það þykir til marks um það að sífellt lengri tími er á milli þess að fólk kaupi sér nýja síma og faraldur nýju kórónuveirunnar hefur aukið þar á. Ytra er verðið á milli kynslóða að lækka um 200 dali. Það virðist þó ekki skila sér hingað til lands. Miðað við fljóta yfirferð á netinu er verð S21 og S21+ í grófum dráttum á svipuðu róli og upprunalegt verð S20 línunnar. S21 Ultra hefur lækkað í verði á milli kynslóða. Verðlækkun kostar Samsung Galaxy S21 5G kostar 159.990 krónur í forsölu hér á Íslandi. Galaxy S21+ kostar 194.990 krónur og Galaxy S21 Ultra kostar 229.990 krónur. Verðlækkun S21 og S21+ felur í sér að upplausn símanna er 1080p+, sem er lækkun frá síðustu kynslóð þegar upplausnin var 1440p+. Þá eru skjáir símanna 48 til 120 rið og fer það eftir notkun. Þá hefur minni símanna verið lækkað úr tólf gígabætum í átta. Harðir diskar símanna eru 128GB og er búið að fjarlægja möguleikanna á að bæta við þá með minniskorti. S21+ er töluvert stærri en S21 en að öðru leyti er lítill munur á þeim. S21 Ultra er með betri skjáupplausn og betri myndavélar, í það minnsta á pappír, og fleiri. Hann er með fjórar myndavélar á bakhliðinni en ekki þrjár eins og hinir símarnir. Þá er Ultra með 12GB vinnsluminni. Hér má sjá samantekt Samsung frá kynningunni. Fyrirtækið birti þó fjölmörg myndbönd af nýju vörunum í dag sem einnig má sjá hér að neðan. Þar er farið yfir hvernig þau líta út og upp á hvað tækin bjóða. Galaxy S21 Galaxy S21 Plus Galaxy S21 Ultra Galaxy Buds Pro
Samsung Tækni Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira