Vegfarendur náðu konu og barni úr bílnum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 16. janúar 2021 18:30 Slysið varð í morgun í Skötufirði. Vegfarendum tókst að bjarga konu og barni úr bílnum. Vísir/Hafþór Neyðarlínu barst tilkynning um slysið í Skötufirði 16 mínútur yfir tíu í morgun. Vegfarendur höfðu komið að bíl fjölskyldunnar úti í sjó en þurftu að fara af slysstað til þess að hringja í Neyðarlínuna. „Það voru þrír í bílnum og vegfarendurnir unnu þrekvirki. Þau komu tveimur úr bílnum, konu og barni. Þetta fólk var ekki með góðum lífsmörkum þannig að þeir hófu endurlífgun,“ segir Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum. Klukkutíma eftir útkallið komu viðbragðsaðilar á vettvang. Björgunarbátar mættu frá Bolungarvík og Ísafirði og tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar. „Þarna sannaði björgunarbátur gildi sitt því að hann kom að aðstoða þennan þriðja sem ekki komst í land og var uppi á þaki bílsins í nokkurn tíma. Björgunarbáturinn gat lagt upp að þaki bílsins og bjargað viðkomandi um borð,“ segir Hlynur. Segir vegfarendur hafa unnið þrekvirki Hlynur segir þátt vegfarenda á slysstað hafi verið mikinn. Ekki er ljóst eins og staðan er núna hve langur tími hafði liðið frá því að slysið varð þar til vegfarendur komu að slysstað. Hlynur segir þó að ekki sé talið að þau hafi verið lengi í bílnum. „Fyrstu tveir komu þarna að og vinna þarna þrekvirki. Svo kemur þriðji þarna að og fjórði og þetta fólk hefur allt staðið sig með miklum ágætum.“ Einn þeirra sem var í bílnum er við ágæta heilsu en tveir eru enn undir læknismeðferð.Vísir/Hafþór Fjölskyldan, par um þrítugt og ungt barn þeirra, voru flutt á sjúkrahús í Reykjavík. „Einn þeirra er við ágæta heilsu en hinir tveir eru ennþá undir læknismeðferð í Reykjavík og við vonum bara það besta. Ég vil koma fram þökkum til allra viðbragðsaðila fyrir frækilega vel unna vinnu og ekki síður til þeirra sem komu fyrstir á vettvang og unnu þar þrekvirki,“ segir Hlynur. Fjölskyldan kom til landsins í nótt og var á leið heim til Flateyrar í sóttkví fyrir síðari skimun. Fimmtíu manns komu að björguninni, átján þeirra hafa verið sendir í sóttkví. „Við erum að opna sóttvarnahús hérna á Vestfjörðum fyrir þá sem ekki geta verið heima hjá sér. Við erum að vona að morgundagurinn muni leiða það í ljós hvort að nauðsyn sé á að hafa þetta fólk í einangrun lengur,“ segir Hlynur. Þurftu að færa sig af slysstað til að hringja í neyðarlínuna Símasamband á slysstað var með verra móti. Hlynur segir brýnt að símasamband á Vestfjörðum sé bætt. „Þarna kom í ljós, eins og við höfum reyndar bent á nokkrum sinnum, að símasamband er með stopulum hætti í Ísafjarðardjúpi, sem og á nokkrum stöðum á Vestfjörðum. Þarna þurfti fólk að færa sig af slysstað til þess að komast í símasamband. Það er mjög brýnt, öryggisins vegna, að símasamband sé gott á Vestfjörðum eins og alls staðar annars staðar á landinu,“ segir Hlynur. Einn þessara þriggja er við góða heilsu að sögn Hlyns en hinir tveir eru enn undir læknishöndum. „Þessir þremenningar voru fluttir suður með þyrlum Landhelgisgæslunnar og einn þeirra er við ágæta heilsu en hinir tveir eru ennþá undir læknismeðferð í Reykjavík og við vonum bara það besta. Ég vil koma fram þökkum til allra viðbragðsaðila fyrir frækilega vel unna vinnu og ekki síður til þeirra sem komu fyrstir á vettvang og unnu þar þrekvirki.“ Banaslys í Skötufirði Samgönguslys Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Fjölskyldan fer í aðra sýnatöku á morgun Par um þrítugt og ungt barn þeirra, sem keyrðu út af veginum í Skötufirði fyrr í dag og út í sjó, fara í seinni sýnatöku á morgun. Þau voru á leið heim til sín eftir að hafa verið erlendis og fóru í sýnatöku við komuna til landsins sem skilaði neikvæðum niðurstöðum. 16. janúar 2021 17:18 Fólk sem aðstoðaði við björgunina í úrvinnslusóttkví Fólkið sem kom að beinni björgun eftir að bíll fór í sjóinn í Skötufirði er nú í úrvinnslusóttkví. Þetta staðfestir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. 16. janúar 2021 14:16 Fjölskylda flutt með þyrlu til Reykjavíkur eftir slysið Þau þrjú sem voru í bílnum sem fór í sjóinn í Skötufirði voru flutt á sjúkrahús í Reykjavík með þyrlum Landhelgisgæslunnar nú eftir hádegi. Komið var með fólkið á Borgarspítalann á öðrum tímanum. 16. janúar 2021 13:05 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Sjá meira
„Það voru þrír í bílnum og vegfarendurnir unnu þrekvirki. Þau komu tveimur úr bílnum, konu og barni. Þetta fólk var ekki með góðum lífsmörkum þannig að þeir hófu endurlífgun,“ segir Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum. Klukkutíma eftir útkallið komu viðbragðsaðilar á vettvang. Björgunarbátar mættu frá Bolungarvík og Ísafirði og tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar. „Þarna sannaði björgunarbátur gildi sitt því að hann kom að aðstoða þennan þriðja sem ekki komst í land og var uppi á þaki bílsins í nokkurn tíma. Björgunarbáturinn gat lagt upp að þaki bílsins og bjargað viðkomandi um borð,“ segir Hlynur. Segir vegfarendur hafa unnið þrekvirki Hlynur segir þátt vegfarenda á slysstað hafi verið mikinn. Ekki er ljóst eins og staðan er núna hve langur tími hafði liðið frá því að slysið varð þar til vegfarendur komu að slysstað. Hlynur segir þó að ekki sé talið að þau hafi verið lengi í bílnum. „Fyrstu tveir komu þarna að og vinna þarna þrekvirki. Svo kemur þriðji þarna að og fjórði og þetta fólk hefur allt staðið sig með miklum ágætum.“ Einn þeirra sem var í bílnum er við ágæta heilsu en tveir eru enn undir læknismeðferð.Vísir/Hafþór Fjölskyldan, par um þrítugt og ungt barn þeirra, voru flutt á sjúkrahús í Reykjavík. „Einn þeirra er við ágæta heilsu en hinir tveir eru ennþá undir læknismeðferð í Reykjavík og við vonum bara það besta. Ég vil koma fram þökkum til allra viðbragðsaðila fyrir frækilega vel unna vinnu og ekki síður til þeirra sem komu fyrstir á vettvang og unnu þar þrekvirki,“ segir Hlynur. Fjölskyldan kom til landsins í nótt og var á leið heim til Flateyrar í sóttkví fyrir síðari skimun. Fimmtíu manns komu að björguninni, átján þeirra hafa verið sendir í sóttkví. „Við erum að opna sóttvarnahús hérna á Vestfjörðum fyrir þá sem ekki geta verið heima hjá sér. Við erum að vona að morgundagurinn muni leiða það í ljós hvort að nauðsyn sé á að hafa þetta fólk í einangrun lengur,“ segir Hlynur. Þurftu að færa sig af slysstað til að hringja í neyðarlínuna Símasamband á slysstað var með verra móti. Hlynur segir brýnt að símasamband á Vestfjörðum sé bætt. „Þarna kom í ljós, eins og við höfum reyndar bent á nokkrum sinnum, að símasamband er með stopulum hætti í Ísafjarðardjúpi, sem og á nokkrum stöðum á Vestfjörðum. Þarna þurfti fólk að færa sig af slysstað til þess að komast í símasamband. Það er mjög brýnt, öryggisins vegna, að símasamband sé gott á Vestfjörðum eins og alls staðar annars staðar á landinu,“ segir Hlynur. Einn þessara þriggja er við góða heilsu að sögn Hlyns en hinir tveir eru enn undir læknishöndum. „Þessir þremenningar voru fluttir suður með þyrlum Landhelgisgæslunnar og einn þeirra er við ágæta heilsu en hinir tveir eru ennþá undir læknismeðferð í Reykjavík og við vonum bara það besta. Ég vil koma fram þökkum til allra viðbragðsaðila fyrir frækilega vel unna vinnu og ekki síður til þeirra sem komu fyrstir á vettvang og unnu þar þrekvirki.“
Banaslys í Skötufirði Samgönguslys Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Fjölskyldan fer í aðra sýnatöku á morgun Par um þrítugt og ungt barn þeirra, sem keyrðu út af veginum í Skötufirði fyrr í dag og út í sjó, fara í seinni sýnatöku á morgun. Þau voru á leið heim til sín eftir að hafa verið erlendis og fóru í sýnatöku við komuna til landsins sem skilaði neikvæðum niðurstöðum. 16. janúar 2021 17:18 Fólk sem aðstoðaði við björgunina í úrvinnslusóttkví Fólkið sem kom að beinni björgun eftir að bíll fór í sjóinn í Skötufirði er nú í úrvinnslusóttkví. Þetta staðfestir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. 16. janúar 2021 14:16 Fjölskylda flutt með þyrlu til Reykjavíkur eftir slysið Þau þrjú sem voru í bílnum sem fór í sjóinn í Skötufirði voru flutt á sjúkrahús í Reykjavík með þyrlum Landhelgisgæslunnar nú eftir hádegi. Komið var með fólkið á Borgarspítalann á öðrum tímanum. 16. janúar 2021 13:05 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Sjá meira
Fjölskyldan fer í aðra sýnatöku á morgun Par um þrítugt og ungt barn þeirra, sem keyrðu út af veginum í Skötufirði fyrr í dag og út í sjó, fara í seinni sýnatöku á morgun. Þau voru á leið heim til sín eftir að hafa verið erlendis og fóru í sýnatöku við komuna til landsins sem skilaði neikvæðum niðurstöðum. 16. janúar 2021 17:18
Fólk sem aðstoðaði við björgunina í úrvinnslusóttkví Fólkið sem kom að beinni björgun eftir að bíll fór í sjóinn í Skötufirði er nú í úrvinnslusóttkví. Þetta staðfestir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. 16. janúar 2021 14:16
Fjölskylda flutt með þyrlu til Reykjavíkur eftir slysið Þau þrjú sem voru í bílnum sem fór í sjóinn í Skötufirði voru flutt á sjúkrahús í Reykjavík með þyrlum Landhelgisgæslunnar nú eftir hádegi. Komið var með fólkið á Borgarspítalann á öðrum tímanum. 16. janúar 2021 13:05