Aron Einar sagði söguna af húðflúrinu svakalega í viðtali við heimasíðu FIFA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2021 11:00 Aron Einar Gunnarsson er í stóru viðtali á heimasíðu FIFA. Getty/Stuart Franklin Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, var tekinn í stórt viðtal á heimasíðu FIFA á dögunum þar sem hann ræddi meðal annars fortíð og framtíð landsliðsins sem nú er á ákveðnum tímamótum. Blaðamaður hjá heimasíðu Alþjóða knattspyrnusambandsins fer í upphafi greinarinnar yfir sögu Arons Einars sem varð fyrirliði íslenska landsliðsins aðeins 23 ára gamall. Hann er líka búinn að leiða íslenska landsliðið inn á tvö stórmót þar á meðal HM í Rússlandi 2018. Heimir Hallgrímsson hrósar líka Aroni Einari í upphafi greinarinnar en auk áranna í landsliðinu þá hafa þeir verið saman hjá Al Arabi í Katar undanfarin tvö ár. „Hann er lifandi dæmi um okkar gildi og það sem við viljum standa fyrir. Hann er það inn á vellinum þar sem hann stjórnar leik liðsins en líka utan hans þar sem er alvöru fyrirmynd um það hvernig menn eiga að styðja við bakið á hverjum öðrum. Ofan á þetta allt þá er hann bara mjög góður fótboltamaður,“ sagði Heimir Hallgrímsson í greininni. Aron Einar ræðir lífið og fótboltann í Katar þar sem hann hefur verið undanfarin ár. Hann er líka spurður út í komandi heimsmeistaramót sem fer einmitt fram í Katar árið 2022. Aron Einar er líka spurður út í Erik Hamrén og hvað hafi klikkaði í undankeppni EM. „Erik var mjög óheppinn með öll meiðsli leikmanna. Við vorum án fullt af lykilmanna á meðan hann var þjálfari liðsins. Við vorum samt svo nálægt því að komast á EM þar sem við töpuðum á lokamínútunni í umspilinu. Það var mjög erfitt að sætta sig við það,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. Iceland's troubles & #WorldCup hopes Wonder goals & life in Qatar Marking Messi in Russia That amazing back tattoo Aron Gunnarsson speaks about all this and more in an exclusive interview@ronnimall | @footballiceland | @alarabi_club https://t.co/yQZ6XklYHd pic.twitter.com/9IbXuwpkV9— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) January 14, 2021 Aron Einar segir að Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen séu núna teknir við þjálfun landsliðsins. „Nú erum við komnir með nýja þjálfara og ég held að við eigum alvöru möguleika á því að komast upp úr okkar undanriðli í undankeppni HM. Þýskaland er þarna og er sigurstranglegasta liðið í riðlinum en svo er það við, Rúmenía, Norður-Makedónía, Armenía og Liechtenstein. Ég er vongóður um að við stöndum okkur vel og strákarnir eru staðráðnir að komast aftur á HM. Það eru líka frekar margir leikmenn komnir yfir þrítugt núna og við vitum að þetta verður líka okkar síðasta tækifæri,“ sagði Aron Einar. Blaðamaður FIFA spurði Aron Einar líka út í húðflúrið svakalega á bakinu en þar nær skjaldarmerki Íslands yfir allt bakið hans. „Það skiptir mig miklu máli að spila fyrir Ísland. Það er eitthvað sérstakt að koma fram fyrir lönd lítillar þjóðar. Þér finnst þú vera litli gæinn sem þarf að berjast af meiri krafti en hinir,“ sagði Aron Einar og hélt áfram. „Í sambandi við húðflúrið þá vildi ég gera eitthvað sérstakt og þýðingarmikið eftir Evrópumótið 2016. Það var íslenskur maður sem gerði þetta fyrir mig. Hann kom fjórum sinnum til Cardiff og vann við þetta í tvo daga í senn í hvert skipti sem hann kom,“ sagði Aron. „Einu sinni var hann að í sjö tíma samfellt. Þegar ég bar þessa hugmynd fyrir hann þá sagði hann: Ertu viss? Því íslensku fánaliturinn mun ná yfir hrygginn og þú munt finna mikið til,“ sagði Aron Einar. „Ég get líka viðurkennt það að hann var ekki að ljúga,“ sagði Aron Einar hlæjandi. „Þetta var bara eitthvað sem mig langaði virkilega að gera og ég sé ekki eftir því í dag,“ sagði Aron Einar en það má finna allt viðtalið við hann hér. HM 2022 í Katar Húðflúr Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira
Blaðamaður hjá heimasíðu Alþjóða knattspyrnusambandsins fer í upphafi greinarinnar yfir sögu Arons Einars sem varð fyrirliði íslenska landsliðsins aðeins 23 ára gamall. Hann er líka búinn að leiða íslenska landsliðið inn á tvö stórmót þar á meðal HM í Rússlandi 2018. Heimir Hallgrímsson hrósar líka Aroni Einari í upphafi greinarinnar en auk áranna í landsliðinu þá hafa þeir verið saman hjá Al Arabi í Katar undanfarin tvö ár. „Hann er lifandi dæmi um okkar gildi og það sem við viljum standa fyrir. Hann er það inn á vellinum þar sem hann stjórnar leik liðsins en líka utan hans þar sem er alvöru fyrirmynd um það hvernig menn eiga að styðja við bakið á hverjum öðrum. Ofan á þetta allt þá er hann bara mjög góður fótboltamaður,“ sagði Heimir Hallgrímsson í greininni. Aron Einar ræðir lífið og fótboltann í Katar þar sem hann hefur verið undanfarin ár. Hann er líka spurður út í komandi heimsmeistaramót sem fer einmitt fram í Katar árið 2022. Aron Einar er líka spurður út í Erik Hamrén og hvað hafi klikkaði í undankeppni EM. „Erik var mjög óheppinn með öll meiðsli leikmanna. Við vorum án fullt af lykilmanna á meðan hann var þjálfari liðsins. Við vorum samt svo nálægt því að komast á EM þar sem við töpuðum á lokamínútunni í umspilinu. Það var mjög erfitt að sætta sig við það,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. Iceland's troubles & #WorldCup hopes Wonder goals & life in Qatar Marking Messi in Russia That amazing back tattoo Aron Gunnarsson speaks about all this and more in an exclusive interview@ronnimall | @footballiceland | @alarabi_club https://t.co/yQZ6XklYHd pic.twitter.com/9IbXuwpkV9— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) January 14, 2021 Aron Einar segir að Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen séu núna teknir við þjálfun landsliðsins. „Nú erum við komnir með nýja þjálfara og ég held að við eigum alvöru möguleika á því að komast upp úr okkar undanriðli í undankeppni HM. Þýskaland er þarna og er sigurstranglegasta liðið í riðlinum en svo er það við, Rúmenía, Norður-Makedónía, Armenía og Liechtenstein. Ég er vongóður um að við stöndum okkur vel og strákarnir eru staðráðnir að komast aftur á HM. Það eru líka frekar margir leikmenn komnir yfir þrítugt núna og við vitum að þetta verður líka okkar síðasta tækifæri,“ sagði Aron Einar. Blaðamaður FIFA spurði Aron Einar líka út í húðflúrið svakalega á bakinu en þar nær skjaldarmerki Íslands yfir allt bakið hans. „Það skiptir mig miklu máli að spila fyrir Ísland. Það er eitthvað sérstakt að koma fram fyrir lönd lítillar þjóðar. Þér finnst þú vera litli gæinn sem þarf að berjast af meiri krafti en hinir,“ sagði Aron Einar og hélt áfram. „Í sambandi við húðflúrið þá vildi ég gera eitthvað sérstakt og þýðingarmikið eftir Evrópumótið 2016. Það var íslenskur maður sem gerði þetta fyrir mig. Hann kom fjórum sinnum til Cardiff og vann við þetta í tvo daga í senn í hvert skipti sem hann kom,“ sagði Aron. „Einu sinni var hann að í sjö tíma samfellt. Þegar ég bar þessa hugmynd fyrir hann þá sagði hann: Ertu viss? Því íslensku fánaliturinn mun ná yfir hrygginn og þú munt finna mikið til,“ sagði Aron Einar. „Ég get líka viðurkennt það að hann var ekki að ljúga,“ sagði Aron Einar hlæjandi. „Þetta var bara eitthvað sem mig langaði virkilega að gera og ég sé ekki eftir því í dag,“ sagði Aron Einar en það má finna allt viðtalið við hann hér.
HM 2022 í Katar Húðflúr Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti