En líkt og fram hefur komið þarf tvær bóluefnasprautur Pfizer við COVID-19 til að öðlast fulla vörn gegn veirunni.
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar greinir frá skipulagi bólusetningar á höfuðborgarsvæðinu þessa vikuna.
„Við erum að fara að bólusetja á morgun og þá erum við að fá skammt númer tvö frá Pfizer fyrir eldri borgara og við munum fara á allar dagdvalir, í dagþjálfun, heimahjúkrun og ýmsa staði sem við finnum eldra fólk. Við náum til þeirra og bólusetjum það heima.“
Það verður síðan á fimmtudag sem ákveðin kaflaskil verða í bólusetningu fyrir COVID-19 þegar eldri borgarar fá seinni sprautuna og verða þá vonandi komnir með endanlega vörn gegn veirunni litlu seinna.
„Þannig að þá eru öll hjúkrunarheimilin að fá sinn skammt númer tvö og þá ættu þau að vera orðnir fullbólusett í næstu viku og komin með góða vörn í næstu viku. Talað er um að þú eigir að vera komin með fulla vörn viku eftir seinni sprautuna,“ sagði Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar.