Fótbolti

Le­verku­sen upp í annað sætið eftir sigur á Dort­mund

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Leikmenn Leverkusen fagna sigurmarki sínu í kvöld.
Leikmenn Leverkusen fagna sigurmarki sínu í kvöld. EPA-EFE/LARS BARON

Fjórir leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Bayer Leverkusen lagði Borussia Dortmund af velli og er þar með komið upp í 2. sæti deildarinnar. Lokatölur á BayArena 2-1 heimamönnum í vil.

Moussa Diaby kom Leverkusen yfir eftir aðeins 14. mínútna leik eftir sendingu Leon Bailey og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. 

Julian Brandt jafnaði metin fyrir Dortmund á 67. mínútu en þegar tíu mínútur voru til leiksloka skoraði Florian Wirtz sigurmarkið. Lokatölur 2-1 og Leverkusen nú fjórum stigum á eftir toppliði deildarinnar Bayern München en Bæjarar eiga þó leik til góða. 

Leverkusen með 32 stig eftir 17 leiki en Bayern 36 eftir 16 leiki. Dortmund er með 29 stig í 4. sæti deildarinnar.

Í öðrum leikjum kvöldsins vann Gladbach góðan 1-0 heimasigur á Werder Bremen, Hoffenheim lagði Hertha Berlín 3-0 á útivelli og Wolfsburg vann Mainz 05 2-0 á útivelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×