Trump náðaði Steve Bannon Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. janúar 2021 06:45 Steve Bannon var einn helsti ráðgjafi Trumps í kosningabaráttunni 2016 og á fyrstu mánuðum hans í embætti forseta. Getty/Jabin Botsford Eitt af síðustu embættisverkum Donalds Trumps sem forseti Bandaríkjanna var að náða Steve Bannon sem var einn helsti ráðgjafi Trumps í kosningabaráttunni 2016 og á fyrstu mánuðum hans í Hvíta húsinu. Bannon hafði verið ákærður fyrir taka fé út úr fjáröflunina We Build the Wall. Fólk lét fé af hendi rakna í gegnum netið en fjáröflunin var fyrir umdeildan landamæravegg Trumps við Mexíkó. Var Bannon sakaður um að blekkja fólk til þess að gefa fé í verkefnið. Að því er segir í frétt New York Times mun Trump einnig hafa náðað Elliott Broidy en hann stóð fyrir mikið af fjáröflunum fyrir Trump. Broidy hefur viðurkennt að hafa unnið ólöglega að því að bandaríska ríkisstjórnin myndi hætta rannsókn sinni á hinum malasíska 1MDB-skandal, einu stærsta fjársvikamáli sögunnar. Þá er einnig talið að forsetinn hafi náðað rapparana Lil Wayne og Kodak Black sem báðir höfðu hlotið dóm fyrir brot á vopnalögum. Einnig mun Trump hafa náðað fyrrverandi borgarstjóra Detroit, Kwame Kilpatrick, sem var dæmdur í 28 ára fangelsi fyrir spillingu. Náðun Bannons gerir það að verkum að ákærurnar á hendur honum falla niður. Náðunin er óvenjuleg að því leyti að réttarhöld yfir Bannon áttu enn eftir að fara fram. Yfirgnæfandi meirihluta þeirra náðana sem forsetar Bandaríkjanna hafa veitt í gegnum tíðina hefur verið til einstaklinga sem hafa verið dæmdir. Að því er segir í frétt New York Times reyndu fjölmargir að hafa áhrif á það að Trump myndi náða Bannon, þar á meðal Bannon sjálfur. Hvíta húsið ætlaði að gefa út lista yfir það hverjir yrðu náðaðir seint í gærkvöldi. Umræðan um hvort náða skyldi Bannon frestaði því hins vegar. Síðdegis í gær töldu ráðgjafar forsetans að þeim hefði tekist að koma í veg fyrir náðun Bannons en um klukkan níu um kvöldið hafði Trump enn einu sinni skipt um skoðun. Trump og Bannon ræddu saman í síma í gær á meðan forsetinn var að velta náðuninni fyrir sér. Bandamenn Bannons munu hafa lagt hart að Trump að náða sinn fyrrverandi ráðgjafa á meðan aðrir reyndu að koma í veg fyrir það. Joe Biden sver embættiseið sem forseti Bandaríkjanna á hádegi í dag að staðartíma eða klukkan 17 að íslenskum tíma. Skömmu áður verður Kamala Harris svarin inn sem varaforseti landsins. Hún er fyrsta konan til að gegna því embætti og fyrsti varaforsetinn af asískum uppruna. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Selja aðgang að Trump til auðugra glæpamanna sem vilja náðun Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er að íhuga að náða eða fella niður dóma rúmlega hundrað manns á síðustu klukkustundum forsetatíðar sinnar. Meðal annarra er forsetinn sagður íhuga að veita sjálfum sér, börnum sínum og ráðgjöfum náðanir. 18. janúar 2021 10:09 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Sjá meira
Bannon hafði verið ákærður fyrir taka fé út úr fjáröflunina We Build the Wall. Fólk lét fé af hendi rakna í gegnum netið en fjáröflunin var fyrir umdeildan landamæravegg Trumps við Mexíkó. Var Bannon sakaður um að blekkja fólk til þess að gefa fé í verkefnið. Að því er segir í frétt New York Times mun Trump einnig hafa náðað Elliott Broidy en hann stóð fyrir mikið af fjáröflunum fyrir Trump. Broidy hefur viðurkennt að hafa unnið ólöglega að því að bandaríska ríkisstjórnin myndi hætta rannsókn sinni á hinum malasíska 1MDB-skandal, einu stærsta fjársvikamáli sögunnar. Þá er einnig talið að forsetinn hafi náðað rapparana Lil Wayne og Kodak Black sem báðir höfðu hlotið dóm fyrir brot á vopnalögum. Einnig mun Trump hafa náðað fyrrverandi borgarstjóra Detroit, Kwame Kilpatrick, sem var dæmdur í 28 ára fangelsi fyrir spillingu. Náðun Bannons gerir það að verkum að ákærurnar á hendur honum falla niður. Náðunin er óvenjuleg að því leyti að réttarhöld yfir Bannon áttu enn eftir að fara fram. Yfirgnæfandi meirihluta þeirra náðana sem forsetar Bandaríkjanna hafa veitt í gegnum tíðina hefur verið til einstaklinga sem hafa verið dæmdir. Að því er segir í frétt New York Times reyndu fjölmargir að hafa áhrif á það að Trump myndi náða Bannon, þar á meðal Bannon sjálfur. Hvíta húsið ætlaði að gefa út lista yfir það hverjir yrðu náðaðir seint í gærkvöldi. Umræðan um hvort náða skyldi Bannon frestaði því hins vegar. Síðdegis í gær töldu ráðgjafar forsetans að þeim hefði tekist að koma í veg fyrir náðun Bannons en um klukkan níu um kvöldið hafði Trump enn einu sinni skipt um skoðun. Trump og Bannon ræddu saman í síma í gær á meðan forsetinn var að velta náðuninni fyrir sér. Bandamenn Bannons munu hafa lagt hart að Trump að náða sinn fyrrverandi ráðgjafa á meðan aðrir reyndu að koma í veg fyrir það. Joe Biden sver embættiseið sem forseti Bandaríkjanna á hádegi í dag að staðartíma eða klukkan 17 að íslenskum tíma. Skömmu áður verður Kamala Harris svarin inn sem varaforseti landsins. Hún er fyrsta konan til að gegna því embætti og fyrsti varaforsetinn af asískum uppruna.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Selja aðgang að Trump til auðugra glæpamanna sem vilja náðun Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er að íhuga að náða eða fella niður dóma rúmlega hundrað manns á síðustu klukkustundum forsetatíðar sinnar. Meðal annarra er forsetinn sagður íhuga að veita sjálfum sér, börnum sínum og ráðgjöfum náðanir. 18. janúar 2021 10:09 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Sjá meira
Selja aðgang að Trump til auðugra glæpamanna sem vilja náðun Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er að íhuga að náða eða fella niður dóma rúmlega hundrað manns á síðustu klukkustundum forsetatíðar sinnar. Meðal annarra er forsetinn sagður íhuga að veita sjálfum sér, börnum sínum og ráðgjöfum náðanir. 18. janúar 2021 10:09