Talinn hafa ekið of hratt og ekki gætt að viðvörunarmerkjum Atli Ísleifsson skrifar 20. janúar 2021 14:14 Myndin er tekin í norðurátt að vettvangi slyssins. Gul ör sýnir akstursstefnu ökumanns bifhjólsins og blá ör sýnir hvar bifhjólið stöðvaðist utan vegar RNSA Ökumaður bifhjóls sem lést í slysi á Innstrandavegi við Hrófá, suður af Hólmavík, í júní 2019 er talinn hafa ekið of hratt og ekki gætt að viðvörunarmerkjum um einbreiða brú og hættu. Hann hafi misst stjórn á hjólinu við nauðhemlun, fallið af því og kastast á kyrrstæðan bíl. Þetta er niðurstaða Rannsóknarnefndar samgönguslysa, en skýrsla nefndarinnar um slysið var birt í dag. Þar segir að bifhjólinu hafi verið ekið yfir blindhæð á milli 112 og 128 kílómetra hraða, og handan hæðarinnar hafi verið þrír kyrrstæðir bílar á veginum í sömu akstursstefnu, þar sem þeir biðu eftir að komast yfir einbreiða brú yfir Hrófá. Í skýrslunni segir að ökumaðurinn hafi nauðhemlað rúma 65 metra en fallið af hjólinu og kastast aftan á aftasta bílinn sem stóð kyrrstæður við brúna. Maðurinn lést á vettvangi, en hjólið hafnaði hægra megin út fyrir veginn. Ökumaðurinn, sem var með hjálm og annan öryggisbúnað, hlaut við áreksturinn alvarlega höfuðáverka og lést á vettvangi. Ekkert fannst við skoðun á hjólinu sem er talið geta skýrst orsök slyssins. Rannsóknarnefndin segir að aðstæður á veginum þar sem slysið var séu varhugaverðar. Erfitt geti verið fyrir vegfarendur þegar þeir komi yfir blindhæðina að ná að stöðva ökutæki í tæka tíð sé umferð stopp við brúna, sökum þess hve stutt er frá blindhæðinni að brúnni. „Í vegstaðli Vegagerðarinnar er lágmarks stöðvunarlengd 147 metrar fyrir veg í dreifbýli sem hefur hámarkshraða 90 km/klst. Í þessu slysi voru þrjú ökutæki kyrrstæð við brúna. Ökumaður bifhjólsins hefur sennilega séð aftasta ökutækið fyrst þegar um 100 metrar voru í það, vegna þess hve langt bifreiðarnar urðu að stöðva frá brúnni.“ Endurbætur á merkingum Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir í skýrslunni þeirri tillögu til veghaldara að framkvæma öryggisúttekt á slysstað og vinna að úrbótum til að bæta umferðaröryggi við brúna og blindhæðina. Í athugasemd, í framhaldi af tillögu um öryggisúttekt, kemur fram að nýverið hafi verið gerðar endurbætur á merkingum við blindhæðina þar sem slysið varð. Þar sé nú kominn leiðbeinandi hámarkshraði, ásamt viðvörun um blindhæð og einbreiða brú. „Að auki eru komin viðvörunarljós við brúna til að vara betur við aðstæðum. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni eru frekari aðgerðir til skoðunar til að auka öryggi vegfarenda á slysstaðnum.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Strandabyggð Samgönguslys Tengdar fréttir Alvarlegt umferðarslys nærri Hólmavík Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er á leiðinni á vettvang. 30. júní 2019 17:28 Nafn mannsins sem lést nærri Hólmavík Maðurinn sem lést af slysförum þann 30. júní sl. á Innstrandarvegi, við Hrófá, skammt frá Hólmavík, hét Guðmundur Hreiðar Guðjónsson. 3. júlí 2019 16:02 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Sjá meira
Þetta er niðurstaða Rannsóknarnefndar samgönguslysa, en skýrsla nefndarinnar um slysið var birt í dag. Þar segir að bifhjólinu hafi verið ekið yfir blindhæð á milli 112 og 128 kílómetra hraða, og handan hæðarinnar hafi verið þrír kyrrstæðir bílar á veginum í sömu akstursstefnu, þar sem þeir biðu eftir að komast yfir einbreiða brú yfir Hrófá. Í skýrslunni segir að ökumaðurinn hafi nauðhemlað rúma 65 metra en fallið af hjólinu og kastast aftan á aftasta bílinn sem stóð kyrrstæður við brúna. Maðurinn lést á vettvangi, en hjólið hafnaði hægra megin út fyrir veginn. Ökumaðurinn, sem var með hjálm og annan öryggisbúnað, hlaut við áreksturinn alvarlega höfuðáverka og lést á vettvangi. Ekkert fannst við skoðun á hjólinu sem er talið geta skýrst orsök slyssins. Rannsóknarnefndin segir að aðstæður á veginum þar sem slysið var séu varhugaverðar. Erfitt geti verið fyrir vegfarendur þegar þeir komi yfir blindhæðina að ná að stöðva ökutæki í tæka tíð sé umferð stopp við brúna, sökum þess hve stutt er frá blindhæðinni að brúnni. „Í vegstaðli Vegagerðarinnar er lágmarks stöðvunarlengd 147 metrar fyrir veg í dreifbýli sem hefur hámarkshraða 90 km/klst. Í þessu slysi voru þrjú ökutæki kyrrstæð við brúna. Ökumaður bifhjólsins hefur sennilega séð aftasta ökutækið fyrst þegar um 100 metrar voru í það, vegna þess hve langt bifreiðarnar urðu að stöðva frá brúnni.“ Endurbætur á merkingum Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir í skýrslunni þeirri tillögu til veghaldara að framkvæma öryggisúttekt á slysstað og vinna að úrbótum til að bæta umferðaröryggi við brúna og blindhæðina. Í athugasemd, í framhaldi af tillögu um öryggisúttekt, kemur fram að nýverið hafi verið gerðar endurbætur á merkingum við blindhæðina þar sem slysið varð. Þar sé nú kominn leiðbeinandi hámarkshraði, ásamt viðvörun um blindhæð og einbreiða brú. „Að auki eru komin viðvörunarljós við brúna til að vara betur við aðstæðum. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni eru frekari aðgerðir til skoðunar til að auka öryggi vegfarenda á slysstaðnum.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Strandabyggð Samgönguslys Tengdar fréttir Alvarlegt umferðarslys nærri Hólmavík Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er á leiðinni á vettvang. 30. júní 2019 17:28 Nafn mannsins sem lést nærri Hólmavík Maðurinn sem lést af slysförum þann 30. júní sl. á Innstrandarvegi, við Hrófá, skammt frá Hólmavík, hét Guðmundur Hreiðar Guðjónsson. 3. júlí 2019 16:02 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Sjá meira
Alvarlegt umferðarslys nærri Hólmavík Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er á leiðinni á vettvang. 30. júní 2019 17:28
Nafn mannsins sem lést nærri Hólmavík Maðurinn sem lést af slysförum þann 30. júní sl. á Innstrandarvegi, við Hrófá, skammt frá Hólmavík, hét Guðmundur Hreiðar Guðjónsson. 3. júlí 2019 16:02