Vegrið vantar við tugi kílómetra vegarins um Ísafjarðardjúp Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. janúar 2021 19:23 Rannsókn lögreglu á tildrögum banaslyssins sem varð í Skötufirði á laugardag er ekki lokið. Hálka var á veginum þegar slysið varð og afar lélegt símasamband var á svæðinu. Þá voru engin vegrið við veginn þar sem að bíllinn rann út af og hafnaði í sjónum. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að samkvæmt úttekt sem gerð var við Ísafjarðardjúp árið 2013 vanti vegrið á nokkurra tuga kílómetra kafla, meðal annars í Skötufirði, til að uppfylla núgildandi kröfur. „Það er ómögulegt að segja fyrr en rannsókninni er lokið og þá kemur væntanlega í ljós hversu miklu máli það skipti að þarna var ekki vegrið. Allar okkar öryggisráðstafanir, sem vegrið eru, eru skipta auðvitað máli. Þannig að það skiptir máli,“ sagði G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. En hvers vegna er ekki vegrið á þessum vegarkafla? „Við tókum þennan kafla út í Djúpinu, 120 kílómetra, við tókum þann kafla út árið 2013 og það eru 120 kílómetrar og við fundum út að það þyrfti að vera samkvæmt okkar nýjustu reglum um þessi mál, þá þyrftu að vera 75-80 kílómetrar til viðbótar af vegriðum. Það gerum við ekki í einum vettvangi, sérstaklega ekki í ljósi þess að það kostar um það bil tólf milljónir á kílómetrann að setja upp vegrið, þannig að þetta eru miklar upphæðir sem þarna er um að ræða. Og ekki bara í Djúpinu heldur alls staðar á landinu auðvitað. En við erum samt sem áður löngu byrjuð og erum alltaf að vinna að því að setja upp vegrið þar sem að við teljum að þau þurfi að vera. Og til dæmis í Skötufirðinum, innst að austanverðu, erum við búin að setja upp vegrið,“ svaraði G. Pétur. Nú hefur orðið þetta hræðilega slys, verður forgangsmál að setja upp vegrið þarna núna? „Við auðvitað skoðum alltaf öll slys. En við reynum líka að gera þetta þannig að forgangsraða eftir aðstæðum á hverjum stað og ekki endilega af því það hafi orðið slys heldur líka þar sem aðstæður eru þannig að við reiknum með að það sé mjög hættulegt að það gerist eitthvað, þannig að við höldum okkur við þá forgangsröðun sem við höfum,“ sagði G. Pétur. Umferðaröryggi Banaslys í Skötufirði Samgönguslys Ísafjarðarbær Súðavíkurhreppur Mest lesið Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
„Það er ómögulegt að segja fyrr en rannsókninni er lokið og þá kemur væntanlega í ljós hversu miklu máli það skipti að þarna var ekki vegrið. Allar okkar öryggisráðstafanir, sem vegrið eru, eru skipta auðvitað máli. Þannig að það skiptir máli,“ sagði G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. En hvers vegna er ekki vegrið á þessum vegarkafla? „Við tókum þennan kafla út í Djúpinu, 120 kílómetra, við tókum þann kafla út árið 2013 og það eru 120 kílómetrar og við fundum út að það þyrfti að vera samkvæmt okkar nýjustu reglum um þessi mál, þá þyrftu að vera 75-80 kílómetrar til viðbótar af vegriðum. Það gerum við ekki í einum vettvangi, sérstaklega ekki í ljósi þess að það kostar um það bil tólf milljónir á kílómetrann að setja upp vegrið, þannig að þetta eru miklar upphæðir sem þarna er um að ræða. Og ekki bara í Djúpinu heldur alls staðar á landinu auðvitað. En við erum samt sem áður löngu byrjuð og erum alltaf að vinna að því að setja upp vegrið þar sem að við teljum að þau þurfi að vera. Og til dæmis í Skötufirðinum, innst að austanverðu, erum við búin að setja upp vegrið,“ svaraði G. Pétur. Nú hefur orðið þetta hræðilega slys, verður forgangsmál að setja upp vegrið þarna núna? „Við auðvitað skoðum alltaf öll slys. En við reynum líka að gera þetta þannig að forgangsraða eftir aðstæðum á hverjum stað og ekki endilega af því það hafi orðið slys heldur líka þar sem aðstæður eru þannig að við reiknum með að það sé mjög hættulegt að það gerist eitthvað, þannig að við höldum okkur við þá forgangsröðun sem við höfum,“ sagði G. Pétur.
Umferðaröryggi Banaslys í Skötufirði Samgönguslys Ísafjarðarbær Súðavíkurhreppur Mest lesið Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira