Háskóli Íslands er ekki tryggður fyrir tjóninu Kristín Ólafsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 21. janúar 2021 10:58 Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, á vettvangi vatnslekans á háskólasvæðinu í morgun. Vísir/Egill Háskóli Íslands er ekki tryggður fyrir tjóninu sem varð vegna gríðarlegs vatnsleka í fimm byggingum skólans í nótt, að sögn rektors. Hann segir ljóst að tjónið sé gríðarlegt og hafi einmitt orðið í þeim skólastofum sem eru í notkun í kórónuveirufaraldrinum. „Þetta lítur ekki vel út. Það er þannig að við erum með mjög stóra fyrirlestrasali og kennslustofur á Háskólatorgi og mjög mikla starfsemi í Gimli og af þessum fimm byggingum sem urðu fyrir tjóni, það er mest þar,“ segir Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands í samtali við fréttastofu í dag. Einmitt stofurnar sem eru í notkun Kennsla á háskólasvæðinu er í lágmarki þessa dagana vegna kórónuveirufaraldursins. Jón Atli segir að þrátt fyrir það sé vatnslekinn afar slæmur fyrir starfsemi skólans. „En þetta hefur samt veruleg áhrif og síðan er skrifstofuhúsnæði í Gimli. Gimli er rafmagnslaust sem stendur, það hefur orðið gríðarlegt tjón þar og þar eru líka kennslustofur. Svo þetta er mjög alvarlegt,“ segir Jón Atli. „Þetta eru einmitt stofurnar sem við höfum verið að nota. Þar er hægt að hafa allt að fimmtíu með tveggja metra fjarlægð svo það skiptir máli að þessar tilteknu stofur eru ekki í lagi. En við getum leitað annarra lausna varðandi þetta rými og það er eitt af því sem við þurfum að gera. Skoða hvaða rými við getum notað undir þá starfsemi sem við getur ekki verið hér í Gimli og Háskólatorgi.“ Slökkviliðsmenn dæla vatni í kennslustofu á Háskólatorgi í morgun.Vísir/Egill Ljóst þykir að tjónið gæti hlaupið á hundruð milljónum króna en Jón Atli kveðst þó ekki geta sagt til um það. Hann telur að liðið gætu mánuðir þar til eðlileg starfsemi hefst í byggingunum sem urðu hvað verst úti. „En við sjáum að gólfefni og húsgögn og veggir eru illa farnir, hurðir og þess háttar, svo það þarf að taka þetta allt í gegn. Þannig að tveir, þrír mánuðir eru eitthvert mat sem ég hef varðandi þetta. Og þá erum við komin inn í vorið.“ Strax fengið góð viðbrögð frá ráðuneytinu Aðspurður segir Jón Atli að Háskóli Íslands sé ekki tryggður. „Við erum ríkisstofnun og ríkið tryggir ekki. En við munum tala við okkar ráðuneyti og höfum strax fengið góð viðbrögð þar varðandi þetta mál, og síðan við aðra aðila sem koma að þessu. En ég get að öðru leyti ekki tjáð mig um það.“ Nú á ellefta tímanum var búið að dæla mesta vatninu út úr skólanum. Jón Atli hrósar viðbragðsaðilum sem komið hafa að hreinsunarstarfinu í morgun. Aðkoma þeirra sem mættu fyrstir á vettvang í nótt hafi verið afar slæm. „Þeir lýstu þessu þannig að þetta hefði bara verið hrikalegt, sérstaklega á þeim stöðum sem voru næst upprunanum. Og bara mjög alvarlegt, sérstaklega í Gimli hefði ástandið verið mjög slæmt. En ég vil líka hrósa þeim sem hafa tekið þátt í þessu björgunarstarfi, bæði starfsfólki skólans, slökkviliði og öðrum.“ Skóla - og menntamál Slökkvilið Reykjavík Stjórnsýsla Tryggingar Vatnsleki í Háskóla Íslands Tengdar fréttir Hurðir sprungu undan gríðarlegum vatnsflaumnum Gríðarlegt tjón varð á byggingum Háskóla Íslands í miklum vatnsleka á svæðinu í nótt, að sögn sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs skólans. Tvær byggingar; Gimli og Háskólatorg, fóru verst úti. Hurðir sprungu undan vatninu og í Gimli náði flaumurinn upp í rafmagnstöflur. 21. janúar 2021 09:03 Handritin í Árnagarði óhult „Það fór ekkert inn til okkar og handritin eru óhult.“ Þetta segir Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, í samtali við Vísi, aðspurð um hvort að vatnslekinn í byggingum Háskóla Íslands hafi náð inn í handritageymslur stofnunarinnar. 21. janúar 2021 08:57 Engin starfsemi í mörgum byggingum Háskóla Íslands Öll starfsemi Háskóla Íslands á Háskólatorgi, í Gimli, Lögbergi, Árnagarði og aðalbyggingu mun liggja niðri að minnsta kosti til hádegis í dag vegna gríðarlegs vatnstjóns sem orðið hefur í byggingum skólans. 21. janúar 2021 08:38 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
„Þetta lítur ekki vel út. Það er þannig að við erum með mjög stóra fyrirlestrasali og kennslustofur á Háskólatorgi og mjög mikla starfsemi í Gimli og af þessum fimm byggingum sem urðu fyrir tjóni, það er mest þar,“ segir Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands í samtali við fréttastofu í dag. Einmitt stofurnar sem eru í notkun Kennsla á háskólasvæðinu er í lágmarki þessa dagana vegna kórónuveirufaraldursins. Jón Atli segir að þrátt fyrir það sé vatnslekinn afar slæmur fyrir starfsemi skólans. „En þetta hefur samt veruleg áhrif og síðan er skrifstofuhúsnæði í Gimli. Gimli er rafmagnslaust sem stendur, það hefur orðið gríðarlegt tjón þar og þar eru líka kennslustofur. Svo þetta er mjög alvarlegt,“ segir Jón Atli. „Þetta eru einmitt stofurnar sem við höfum verið að nota. Þar er hægt að hafa allt að fimmtíu með tveggja metra fjarlægð svo það skiptir máli að þessar tilteknu stofur eru ekki í lagi. En við getum leitað annarra lausna varðandi þetta rými og það er eitt af því sem við þurfum að gera. Skoða hvaða rými við getum notað undir þá starfsemi sem við getur ekki verið hér í Gimli og Háskólatorgi.“ Slökkviliðsmenn dæla vatni í kennslustofu á Háskólatorgi í morgun.Vísir/Egill Ljóst þykir að tjónið gæti hlaupið á hundruð milljónum króna en Jón Atli kveðst þó ekki geta sagt til um það. Hann telur að liðið gætu mánuðir þar til eðlileg starfsemi hefst í byggingunum sem urðu hvað verst úti. „En við sjáum að gólfefni og húsgögn og veggir eru illa farnir, hurðir og þess háttar, svo það þarf að taka þetta allt í gegn. Þannig að tveir, þrír mánuðir eru eitthvert mat sem ég hef varðandi þetta. Og þá erum við komin inn í vorið.“ Strax fengið góð viðbrögð frá ráðuneytinu Aðspurður segir Jón Atli að Háskóli Íslands sé ekki tryggður. „Við erum ríkisstofnun og ríkið tryggir ekki. En við munum tala við okkar ráðuneyti og höfum strax fengið góð viðbrögð þar varðandi þetta mál, og síðan við aðra aðila sem koma að þessu. En ég get að öðru leyti ekki tjáð mig um það.“ Nú á ellefta tímanum var búið að dæla mesta vatninu út úr skólanum. Jón Atli hrósar viðbragðsaðilum sem komið hafa að hreinsunarstarfinu í morgun. Aðkoma þeirra sem mættu fyrstir á vettvang í nótt hafi verið afar slæm. „Þeir lýstu þessu þannig að þetta hefði bara verið hrikalegt, sérstaklega á þeim stöðum sem voru næst upprunanum. Og bara mjög alvarlegt, sérstaklega í Gimli hefði ástandið verið mjög slæmt. En ég vil líka hrósa þeim sem hafa tekið þátt í þessu björgunarstarfi, bæði starfsfólki skólans, slökkviliði og öðrum.“
Skóla - og menntamál Slökkvilið Reykjavík Stjórnsýsla Tryggingar Vatnsleki í Háskóla Íslands Tengdar fréttir Hurðir sprungu undan gríðarlegum vatnsflaumnum Gríðarlegt tjón varð á byggingum Háskóla Íslands í miklum vatnsleka á svæðinu í nótt, að sögn sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs skólans. Tvær byggingar; Gimli og Háskólatorg, fóru verst úti. Hurðir sprungu undan vatninu og í Gimli náði flaumurinn upp í rafmagnstöflur. 21. janúar 2021 09:03 Handritin í Árnagarði óhult „Það fór ekkert inn til okkar og handritin eru óhult.“ Þetta segir Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, í samtali við Vísi, aðspurð um hvort að vatnslekinn í byggingum Háskóla Íslands hafi náð inn í handritageymslur stofnunarinnar. 21. janúar 2021 08:57 Engin starfsemi í mörgum byggingum Háskóla Íslands Öll starfsemi Háskóla Íslands á Háskólatorgi, í Gimli, Lögbergi, Árnagarði og aðalbyggingu mun liggja niðri að minnsta kosti til hádegis í dag vegna gríðarlegs vatnstjóns sem orðið hefur í byggingum skólans. 21. janúar 2021 08:38 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Hurðir sprungu undan gríðarlegum vatnsflaumnum Gríðarlegt tjón varð á byggingum Háskóla Íslands í miklum vatnsleka á svæðinu í nótt, að sögn sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs skólans. Tvær byggingar; Gimli og Háskólatorg, fóru verst úti. Hurðir sprungu undan vatninu og í Gimli náði flaumurinn upp í rafmagnstöflur. 21. janúar 2021 09:03
Handritin í Árnagarði óhult „Það fór ekkert inn til okkar og handritin eru óhult.“ Þetta segir Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, í samtali við Vísi, aðspurð um hvort að vatnslekinn í byggingum Háskóla Íslands hafi náð inn í handritageymslur stofnunarinnar. 21. janúar 2021 08:57
Engin starfsemi í mörgum byggingum Háskóla Íslands Öll starfsemi Háskóla Íslands á Háskólatorgi, í Gimli, Lögbergi, Árnagarði og aðalbyggingu mun liggja niðri að minnsta kosti til hádegis í dag vegna gríðarlegs vatnstjóns sem orðið hefur í byggingum skólans. 21. janúar 2021 08:38