Pervertinn sagður hár, grannur og úlpuklæddur í kringum þrítugt Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. janúar 2021 16:18 Seljaskóli, hvar pervertinn virðist hafa athafnað sig í dag og í gær. Reykjavíkurborg Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú karlmanns sem beraði á sér kynfærin fyrir framan nemendur í Seljaskóla í Breiðholti um hádegisbil í gær. Maðurinn er talinn í kringum þrítugt, hár og grannur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu nú á fimmta tímanum. Þar segir að eftir atvikið í gær hafi önnur tilkynning borist lögreglu í morgun. Í henni hafi einnig verið greint frá „mjög svo óviðeigandi háttsemi karlmanns“ við Seljaskóla. Lögregla telur líklegt að um sama manninn sé að ræða. Í tilkynningu segir að maðurinn sé sagður hár og grannur og í kringum þrítugt. Hann hafi verið klæddur í svartar gallabuxur, úlpu, með svarta húfu og grímu. „Þeir sem búa yfir upplýsingum um málið, eða telja sig vita hvaða maður á í hlut, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu. Upplýsingum má koma á framfæri í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í tilkynningu lögreglu. Foreldrar í Seljahverfi skelkaðir Vísir ræddi í dag við Atla Má Gylfason, blaðamann og foreldri barns í Seljaskóla. Hann sagði gersamlega óþolandi að lögregla skuli ekki grípa til aðgerða vegna mannsins. Foreldrar í hverfinu væru skelkaðir, þeim brugðið og börn sem áður hefðu gengið ein í skólann væri ýmist fylgt eða þeim ekið á staðinn. Stjórnendur Seljaskóla upplýstu forráðamenn barna í skólanum um málið í erindi, þar sem fram kom að breyta ætti fyrirkomulagi við frímínútur og grípa ætti til annarra aðgerða jafnframt til að verja börnin gagnvart þessum ágangi. Greint var frá sambærilegu athæfi manns við Seljaskóla árið 2015. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að ekki sé vitað hvort um sama mann sé að ræða. Vísir hefur ekki náð í Magnús Þór Jónsson skólastjóra Seljaskóla vegna málsins nú síðdegis. Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu nú á fimmta tímanum. Þar segir að eftir atvikið í gær hafi önnur tilkynning borist lögreglu í morgun. Í henni hafi einnig verið greint frá „mjög svo óviðeigandi háttsemi karlmanns“ við Seljaskóla. Lögregla telur líklegt að um sama manninn sé að ræða. Í tilkynningu segir að maðurinn sé sagður hár og grannur og í kringum þrítugt. Hann hafi verið klæddur í svartar gallabuxur, úlpu, með svarta húfu og grímu. „Þeir sem búa yfir upplýsingum um málið, eða telja sig vita hvaða maður á í hlut, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu. Upplýsingum má koma á framfæri í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í tilkynningu lögreglu. Foreldrar í Seljahverfi skelkaðir Vísir ræddi í dag við Atla Má Gylfason, blaðamann og foreldri barns í Seljaskóla. Hann sagði gersamlega óþolandi að lögregla skuli ekki grípa til aðgerða vegna mannsins. Foreldrar í hverfinu væru skelkaðir, þeim brugðið og börn sem áður hefðu gengið ein í skólann væri ýmist fylgt eða þeim ekið á staðinn. Stjórnendur Seljaskóla upplýstu forráðamenn barna í skólanum um málið í erindi, þar sem fram kom að breyta ætti fyrirkomulagi við frímínútur og grípa ætti til annarra aðgerða jafnframt til að verja börnin gagnvart þessum ágangi. Greint var frá sambærilegu athæfi manns við Seljaskóla árið 2015. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að ekki sé vitað hvort um sama mann sé að ræða. Vísir hefur ekki náð í Magnús Þór Jónsson skólastjóra Seljaskóla vegna málsins nú síðdegis.
Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira