Vítaklúður Alfreðs hjálpaði Neuer að jafna met Kahn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. janúar 2021 23:02 Vítaspyrna Alfreðs fór forgörðum um helgina og Neuer hélt hreinu í 196. deildarleik sínum á ferlinum. Getty/Sven Hoppe Manuel Neuer, markvörður Bayern München og þýska landsliðsins, jafnaði um helgina met Oliver Kahn yfir fjölda leikja án þess að fá á sig mark. Getur hann þakkað Alfreð Finnbogasyni fyrir að þurfa ekki að bíða lengur. Bayern vann 0-1 útisigur á Augsburg um helgina. Robert Lewandowski skoraði mark Þýsklands- og Evrópumeistaranna úr vítaspyrnu þegar þrettán mínútur voru liðnar af leiknum. Alfreð fékk gullið tækifæri til að jafna metin er Augsburg fékk vítaspyrnu þegar tæpar fimmtán mínútur lifðu leiks. Alfreð brenndi af og leiknum lauk með 1-0 sigri Bæjara. Þar með hefur hinn 34 ára gamli Manuel Neuer spilað 196 deildarleiki án þess að fá á sig mark. Bæjurum hefur gengið illa að halda marki sínu hreinu það sem af er tímabili en þetta var aðeins í þriðja skipti sem þeim tekst það í deildinni. Þó Neuer hafi leikið í treyju Bayern að því virðist í ár og öld þá hóf hann ferilinn með Schalke 04 og gekk á endanum í raðir meistaranna árið 2011. Það má segja að snemma hafi verið ljóst í hvað stefndi en á sinni fyrstu leiktíð í þýsku úrvalsdeildinni þá hélt markvörðurinn magnaði marki sínu hreinu í alls 13 af 27 leikjum. Síðan þá hafa 183 leikir bæst við þar sem hann fær ekki á sig mark. 1 9 6 clean sheets @Manuel_Neuer has equalled @OliverKahn's record for the most Bundesliga clean sheets #MiaSanMia pic.twitter.com/03jh7gb3qs— FC Bayern English (@FCBayernEN) January 20, 2021 Það er því aðeins tímaspursmál hvenær Neuer bætir met goðsagnarinnar Oliver Kahn sem lék einnig á sínum tíma með Bayern sem og þýska landsliðinu. Fótbolti Þýski boltinn Tengdar fréttir Vítaspyrna Alfreðs í stöngina gegn Bayern | Jón Daði spilaði í sigri Alfreð Finnbogason klúðraði vítaspyrnu er Augsburg tapaði 0-1 fyrir þýsku meisturunum í Bayern Munchen í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. 20. janúar 2021 21:24 Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar vilja svara fyrir tapið síðast Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Sjá meira
Bayern vann 0-1 útisigur á Augsburg um helgina. Robert Lewandowski skoraði mark Þýsklands- og Evrópumeistaranna úr vítaspyrnu þegar þrettán mínútur voru liðnar af leiknum. Alfreð fékk gullið tækifæri til að jafna metin er Augsburg fékk vítaspyrnu þegar tæpar fimmtán mínútur lifðu leiks. Alfreð brenndi af og leiknum lauk með 1-0 sigri Bæjara. Þar með hefur hinn 34 ára gamli Manuel Neuer spilað 196 deildarleiki án þess að fá á sig mark. Bæjurum hefur gengið illa að halda marki sínu hreinu það sem af er tímabili en þetta var aðeins í þriðja skipti sem þeim tekst það í deildinni. Þó Neuer hafi leikið í treyju Bayern að því virðist í ár og öld þá hóf hann ferilinn með Schalke 04 og gekk á endanum í raðir meistaranna árið 2011. Það má segja að snemma hafi verið ljóst í hvað stefndi en á sinni fyrstu leiktíð í þýsku úrvalsdeildinni þá hélt markvörðurinn magnaði marki sínu hreinu í alls 13 af 27 leikjum. Síðan þá hafa 183 leikir bæst við þar sem hann fær ekki á sig mark. 1 9 6 clean sheets @Manuel_Neuer has equalled @OliverKahn's record for the most Bundesliga clean sheets #MiaSanMia pic.twitter.com/03jh7gb3qs— FC Bayern English (@FCBayernEN) January 20, 2021 Það er því aðeins tímaspursmál hvenær Neuer bætir met goðsagnarinnar Oliver Kahn sem lék einnig á sínum tíma með Bayern sem og þýska landsliðinu.
Fótbolti Þýski boltinn Tengdar fréttir Vítaspyrna Alfreðs í stöngina gegn Bayern | Jón Daði spilaði í sigri Alfreð Finnbogason klúðraði vítaspyrnu er Augsburg tapaði 0-1 fyrir þýsku meisturunum í Bayern Munchen í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. 20. janúar 2021 21:24 Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar vilja svara fyrir tapið síðast Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Sjá meira
Vítaspyrna Alfreðs í stöngina gegn Bayern | Jón Daði spilaði í sigri Alfreð Finnbogason klúðraði vítaspyrnu er Augsburg tapaði 0-1 fyrir þýsku meisturunum í Bayern Munchen í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. 20. janúar 2021 21:24