Börnin nutu vafans og skólabílstjóri fær engar bætur Atli Ísleifsson skrifar 22. janúar 2021 15:09 Manninum var árið 2019 neitað um starf sem skólabílstjóri hjá sveitarfélaginu vegna kærunnar frá 2012. Getty Héraðsdómur Vesturlands hefur sýknað Dalabyggð af kröfu manns um miska- og skaðabætur fyrir að hafa neitað honum um starf sem skólabílstjóri. Sveitarfélagið sendi verktakafyrirtæki sem annaðist aksturinn bréf þar sem tilkynnt var um þá ákvörðun að hafna því að maðurinn myndi sinna slíkum akstri. Ástæða þess að manninum var hafnað um starf var að hann hafði mörgum árum fyrr verið kærður fyrir kynferðislega áreitni gegn barni. Hann var ekki ákærður í málinu þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Umleitun mannsins eftir starfi sem skólabílstjóri var tekin fyrir á fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar í ágúst 2019 þar sem samþykkt var samhljóða að sveitarstjórn myndi ekki samþykkja manninn sem skólabílstjóra, hvorki sem aðalbílstjóra né varabílstjóra. Maðurinn taldi að bréf Dalabyggðar til verktakans hafi svo verið til þess fallið að niðurlægja hann gagnvart sveitungum, auk þess að það olli honum „álitshnekki og vanlíðan“. Kærður fyrir að hafa áreitt barnapíu Í dómnum kemur fram að óumdeilt sé að maðurinn sé með hreint sakavottorð. Þó liggi fyrir að hann hafi sætt kæru árið 2012 fyrir að hafa í fjögur eða fimm skipti áreitt unglingsstúlku kynferðislega þegar hann ók henni heim eftir að hún hafði gætt barna hans. Einnig eigi hann að hafa í eitt skipti „haldið um axlir stúlkunnar og látið síðan höndina renna niður bakið á henni og stöðvað á rassi hennar“. Málið var rannsakað af lögreglu, en rannsóknin felld niður þar sem það hafi verið mat ríkissaksóknara að þótt telja mætti sannað að maðurinn hefði lagt hönd á læri stúlkunnar og strokið bak hennar niður að rassi, þá væri það sem fram hefði komið í málinu ekki nægilegt eða líklegt sakfellingar. Börnin yrðu að njóta vafans Í dómnum segir að af framburði þeirra sveitarstjórnarmanna Dalabyggðar sem stóðu að ákvörðuninni sem deilt sé um og gáfu skýrslu við aðalmeðferð, liggi fyrir að þeir hafi heyrt af eða þekkt til þeirra ásakana sem fram komu á hendur mannsins. Hafi sveitarstjórnarmennirnir sömuleiðis metið stöðuna á þann veg að ekki væri forsvaranlegt, með hagsmuni skólabarnanna í huga, að fallast á að maðurinn sæi um skólaakstur hjá sveitarfélaginu. Ekki hefði verið hjá því komist að láta börnin njóta vafans. Dómari telur að ekki verði annað ráðið af gögnum en að fyrir sveitarstjórn hafi einungis vakað að gæta hagsmuna þeirra barna sem nýta þurfi sér umræddan skólaakstur í sveitarfélaginu í samræmi við ósk skólastjóra þar um. Sömuleiðis yrði ekki annað séð, meðal annars með tilliti til þess að umrædd ákvörðun sveitarstjórnar hafi einungis verið færð til bókar í sérstaka trúnaðarbók sveitarfélagsins, að kappkostað hafi verið til þess hálfu sveitarfélagsins að trúnaður ríkti um efni hennar. Því verði ekki fallist á það með manninum að í þessum gerðum sveitarfélagsins hafi falist ólögmæt meingerð gegn manninum og því sé sveitarfélagið sýknað af miskabótakröfu stefnanda. Afleitt tjón Varðandi skaðabótakröfu mannsins þá segir í dómnum að gjörðir sveitarfélagsins hafi beinst að verktakafyrirtækinu og verði tjón mannsins því að teljast afleitt sem sé þá ekki talið falla innan verndarsviðs skaðabótareglna. Því sé sveitarfélagið Dalabyggð einnig sýknað af þeirri kröfu. Loks mat dómari að með hliðsjón af öllum atvikum væri rétt að málskostnaður í málinu yrði látinn niður falla. Dómsmál Sveitarstjórnarmál Ofbeldi gegn börnum Vinnumarkaður Dalabyggð Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Fleiri fréttir Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sjá meira
Ástæða þess að manninum var hafnað um starf var að hann hafði mörgum árum fyrr verið kærður fyrir kynferðislega áreitni gegn barni. Hann var ekki ákærður í málinu þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Umleitun mannsins eftir starfi sem skólabílstjóri var tekin fyrir á fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar í ágúst 2019 þar sem samþykkt var samhljóða að sveitarstjórn myndi ekki samþykkja manninn sem skólabílstjóra, hvorki sem aðalbílstjóra né varabílstjóra. Maðurinn taldi að bréf Dalabyggðar til verktakans hafi svo verið til þess fallið að niðurlægja hann gagnvart sveitungum, auk þess að það olli honum „álitshnekki og vanlíðan“. Kærður fyrir að hafa áreitt barnapíu Í dómnum kemur fram að óumdeilt sé að maðurinn sé með hreint sakavottorð. Þó liggi fyrir að hann hafi sætt kæru árið 2012 fyrir að hafa í fjögur eða fimm skipti áreitt unglingsstúlku kynferðislega þegar hann ók henni heim eftir að hún hafði gætt barna hans. Einnig eigi hann að hafa í eitt skipti „haldið um axlir stúlkunnar og látið síðan höndina renna niður bakið á henni og stöðvað á rassi hennar“. Málið var rannsakað af lögreglu, en rannsóknin felld niður þar sem það hafi verið mat ríkissaksóknara að þótt telja mætti sannað að maðurinn hefði lagt hönd á læri stúlkunnar og strokið bak hennar niður að rassi, þá væri það sem fram hefði komið í málinu ekki nægilegt eða líklegt sakfellingar. Börnin yrðu að njóta vafans Í dómnum segir að af framburði þeirra sveitarstjórnarmanna Dalabyggðar sem stóðu að ákvörðuninni sem deilt sé um og gáfu skýrslu við aðalmeðferð, liggi fyrir að þeir hafi heyrt af eða þekkt til þeirra ásakana sem fram komu á hendur mannsins. Hafi sveitarstjórnarmennirnir sömuleiðis metið stöðuna á þann veg að ekki væri forsvaranlegt, með hagsmuni skólabarnanna í huga, að fallast á að maðurinn sæi um skólaakstur hjá sveitarfélaginu. Ekki hefði verið hjá því komist að láta börnin njóta vafans. Dómari telur að ekki verði annað ráðið af gögnum en að fyrir sveitarstjórn hafi einungis vakað að gæta hagsmuna þeirra barna sem nýta þurfi sér umræddan skólaakstur í sveitarfélaginu í samræmi við ósk skólastjóra þar um. Sömuleiðis yrði ekki annað séð, meðal annars með tilliti til þess að umrædd ákvörðun sveitarstjórnar hafi einungis verið færð til bókar í sérstaka trúnaðarbók sveitarfélagsins, að kappkostað hafi verið til þess hálfu sveitarfélagsins að trúnaður ríkti um efni hennar. Því verði ekki fallist á það með manninum að í þessum gerðum sveitarfélagsins hafi falist ólögmæt meingerð gegn manninum og því sé sveitarfélagið sýknað af miskabótakröfu stefnanda. Afleitt tjón Varðandi skaðabótakröfu mannsins þá segir í dómnum að gjörðir sveitarfélagsins hafi beinst að verktakafyrirtækinu og verði tjón mannsins því að teljast afleitt sem sé þá ekki talið falla innan verndarsviðs skaðabótareglna. Því sé sveitarfélagið Dalabyggð einnig sýknað af þeirri kröfu. Loks mat dómari að með hliðsjón af öllum atvikum væri rétt að málskostnaður í málinu yrði látinn niður falla.
Dómsmál Sveitarstjórnarmál Ofbeldi gegn börnum Vinnumarkaður Dalabyggð Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Fleiri fréttir Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sjá meira