Réttarhöldin hefjast í næstu viku Sylvía Hall skrifar 22. janúar 2021 21:00 Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti. Doug Mills-Pool/Getty Réttarhöldin yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefjast í öldungadeild bandaríska þingsins í næstu viku. Þetta sagði Chuck Schumer, leiðtogi Demókrataflokksins í öldungadeildinni í dag. Fulltrúadeildin ákærði Trump á dögunum fyrir að hafa hvatt til uppreisnar, en stuðningsmenn hans réðust á þinghúsið í Washington með þeim afleiðingum að fimm létust. Repúblikanar í öldungadeild þingsins höfðu farið fram á að réttarhöldunum yrði frestað fram í febrúar svo Trump gæti undirbúið varnir í málinu. „Ég hef heyrt nokkra kollega mína úr Repúblikanaflokknum færa rök fyrir því að réttarhöld brytu í bága við stjórnarskrá þar sem Donald Trump er ekki lengur í embætti. Það er röksemdarfærsla sem hefur verið hafnað af hundruðum fræðimanna,“ sagði Schumer í þinginu í dag. Hann sagði jafnframt að réttarhöldin færu fram með sanngjörnum hætti og að fulltrúadeildin myndi afhenda öldungadeildinni ákæruna á mánudag. Trump er fyrsti forseti Bandaríkjanna sem er ákærður til embættismissis í tvígang. Komandi réttarhöld í öldungadeildinni verða sömuleiðis þau einu sinnar tegundar í sögunni, sem fram fara eftir að forseti Bandaríkjanna hefur látið af embætti, en innsetningarathöfn Joe Biden Bandaríkjaforseta fór fram á miðvikudag. Donald Trump Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Fauci segir frelsandi að vinna ekki lengur undir Donald Trump Dr. Anthony Fauci, yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna og einn helsti sóttvarnasérfræðingur, segir að það sé frelsandi tilfinning að geta nú greint frá vísindalegum staðreyndum í tengslum við kórónuveiruna og faraldur hennar án þess að óttast viðbrögð Donalds Trump. 22. janúar 2021 06:58 „Hjálpin er á leiðinni“ Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur nú skrifað undir tíu forsetatilskipanir sem snúa að baráttunni við kórónuveirufaraldurinn í Bandaríkjunum. Tilskipununum er ætlað að hrinda af stað metnaðarfullri áætlun forsetans til að draga verulega úr útbreiðslu Covid-19. 21. janúar 2021 23:30 Biden gefur í gegn veirunni Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, skrifar undir tíu forsetatilskipanir í dag sem snúa að baráttunni við faraldur nýju kórónuveirunnar. Meðal þeirra aðgerða sem grípa á til er að skikka fólk til að auka framleiðslu bóluefna, auka skimun, opna skóla og fyrirtæki samhliða því að auka notkun andlitsgríma. 21. janúar 2021 15:33 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Fulltrúadeildin ákærði Trump á dögunum fyrir að hafa hvatt til uppreisnar, en stuðningsmenn hans réðust á þinghúsið í Washington með þeim afleiðingum að fimm létust. Repúblikanar í öldungadeild þingsins höfðu farið fram á að réttarhöldunum yrði frestað fram í febrúar svo Trump gæti undirbúið varnir í málinu. „Ég hef heyrt nokkra kollega mína úr Repúblikanaflokknum færa rök fyrir því að réttarhöld brytu í bága við stjórnarskrá þar sem Donald Trump er ekki lengur í embætti. Það er röksemdarfærsla sem hefur verið hafnað af hundruðum fræðimanna,“ sagði Schumer í þinginu í dag. Hann sagði jafnframt að réttarhöldin færu fram með sanngjörnum hætti og að fulltrúadeildin myndi afhenda öldungadeildinni ákæruna á mánudag. Trump er fyrsti forseti Bandaríkjanna sem er ákærður til embættismissis í tvígang. Komandi réttarhöld í öldungadeildinni verða sömuleiðis þau einu sinnar tegundar í sögunni, sem fram fara eftir að forseti Bandaríkjanna hefur látið af embætti, en innsetningarathöfn Joe Biden Bandaríkjaforseta fór fram á miðvikudag.
Donald Trump Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Fauci segir frelsandi að vinna ekki lengur undir Donald Trump Dr. Anthony Fauci, yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna og einn helsti sóttvarnasérfræðingur, segir að það sé frelsandi tilfinning að geta nú greint frá vísindalegum staðreyndum í tengslum við kórónuveiruna og faraldur hennar án þess að óttast viðbrögð Donalds Trump. 22. janúar 2021 06:58 „Hjálpin er á leiðinni“ Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur nú skrifað undir tíu forsetatilskipanir sem snúa að baráttunni við kórónuveirufaraldurinn í Bandaríkjunum. Tilskipununum er ætlað að hrinda af stað metnaðarfullri áætlun forsetans til að draga verulega úr útbreiðslu Covid-19. 21. janúar 2021 23:30 Biden gefur í gegn veirunni Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, skrifar undir tíu forsetatilskipanir í dag sem snúa að baráttunni við faraldur nýju kórónuveirunnar. Meðal þeirra aðgerða sem grípa á til er að skikka fólk til að auka framleiðslu bóluefna, auka skimun, opna skóla og fyrirtæki samhliða því að auka notkun andlitsgríma. 21. janúar 2021 15:33 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Fauci segir frelsandi að vinna ekki lengur undir Donald Trump Dr. Anthony Fauci, yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna og einn helsti sóttvarnasérfræðingur, segir að það sé frelsandi tilfinning að geta nú greint frá vísindalegum staðreyndum í tengslum við kórónuveiruna og faraldur hennar án þess að óttast viðbrögð Donalds Trump. 22. janúar 2021 06:58
„Hjálpin er á leiðinni“ Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur nú skrifað undir tíu forsetatilskipanir sem snúa að baráttunni við kórónuveirufaraldurinn í Bandaríkjunum. Tilskipununum er ætlað að hrinda af stað metnaðarfullri áætlun forsetans til að draga verulega úr útbreiðslu Covid-19. 21. janúar 2021 23:30
Biden gefur í gegn veirunni Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, skrifar undir tíu forsetatilskipanir í dag sem snúa að baráttunni við faraldur nýju kórónuveirunnar. Meðal þeirra aðgerða sem grípa á til er að skikka fólk til að auka framleiðslu bóluefna, auka skimun, opna skóla og fyrirtæki samhliða því að auka notkun andlitsgríma. 21. janúar 2021 15:33