Fótbolti

Håland skoraði tví­vegis er Dort­mund tapaði gegn Gladbach

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Úr leik kvöldsins.
Úr leik kvöldsins. Alex Gottschalk/Getty Images

Borussia Dortmund tapaði 4-2 gegn Borussia Mönchengladbach í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. Fyrir leikinn hafði Dortmund unnið ellefu leiki í röð gegn Gladbach. Þar með fer Gladbach upp fyrir Dortmund í töflunni en liðin eru nú í 4. og 5. sæti.

Florian Neuhaus kom heimamönnum yfir í upphafi leiks en markið var dæmt af. Nico Elvedi kom Gladbach hins vegar yfir á 11. mínútu en Erling Braut Håland – norska undrabarnið – svaraði fyrir gestina með tveimur mörkum á 22. og 28. mínútu. 

Annað undrabarn, Jadon Sancho, lagði upp bæði mörk norska framherjans. Elvedi svaraði hins vegar aðeins fjórum mínútum eftir að Dortmund komst yfir og staðan því 2-2 í hálfleik.

Í þeim síðari voru heimamenn sem voru sterkari aðilinn og skoraði Ramy Bensebaini strax í upphafi. Marcus Thuram gulltryggði svo sigurinn á 78. mínútu og lauk leiknum með 4-2 sigri Gladbach.

Gladbach fer með sigrinum upp í 4. sæti með 31 stig eftir 18 leiki á meðan Dortmund er með 29 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×