„Ekkert endilega viss um að við eigum að flýta okkur mjög hratt núna í því að slaka mikið á“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. janúar 2021 09:33 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Almannavarnir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetur fólk til að vera áfram duglegt að mæta í sýnatöku við minnstu einkenni en undanfarið hafi færri mætt í sýnatökur. Þá minnir Þórólfur á að núgildandi reglugerð um samkomutakmarkanir gildir til 17. febrúar. „Þannig að ég er ekkert endilega viss um að við eigum að flýta okkur mjög hratt núna í því að slaka mikið á. Það er verulega búið að slaka mikið á í skólum og annars staðar og bendi bara á það sem er að gerast í öðrum löndum, hvernig þetta hefur farið úr böndum víða. Þannig að við þurfum bara að fara varlega á meðan við erum að auka við bólusetninguna,“ sagði Þórólfur í Bítinu í morgun aðspurður hvort ekki mætti fara að losa aðeins um takmarkanir þar sem fáir hafa greinst innanlands undanfarna daga. Greint var frá því í Morgunblaðinu í dag dreifingarfyrirtækið Distica sé komið með áætlun um dreifingu bóluefnanna frá Pfizer og Moderna. Gert er ráð fyrir því að 15.500 skammtar berist hingað til lands mánaðarlega frá þessum framleiðendum. Þórólfur var spurður út í þetta og að þessi fjöldi myndi ekki duga til þess að bólusetja þjóðina benti hann á að inn í þá jöfnu vantaði bóluefni AstraZeneca og bóluefni Janssen. AstraZeneca myndi væntanlega fá sitt rekstrarleyfi í lok þessa mánaðar og þá yrði hægt að hefja dreifingu þess í febrúar. Þá væri einnig vonast til þess að Janssen fengi sitt rekstrarleyfi í febrúar. Alls er bólusetningu lokið hjá 4.546 manns hér á landi. Þórólfur sagði þetta viðunandi árangur miðað við það bóluefni sem við fáum. „Það eru bara aðrir í sömu sporum ef við berum okkur saman hvað er búið að bólusetja stórt hlutfall af þjóðinni miðað við Norðurlöndin og Evrópulöndin þá erum við bara á sama róli og jafnvel hærra en þeir, það eru allir að berjast við það sama að fá meira bóluefni. Ég hef líkt þessu við það að við erum með stóran skafl fyrir utan og við erum með litla barnaskóflu að reyna að moka okkur í gegn,“ sagði Þórólfur. Hlusta má á viðtalið við Þórólf í heild í spilaranum hér fyrir ofan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bítið Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
„Þannig að ég er ekkert endilega viss um að við eigum að flýta okkur mjög hratt núna í því að slaka mikið á. Það er verulega búið að slaka mikið á í skólum og annars staðar og bendi bara á það sem er að gerast í öðrum löndum, hvernig þetta hefur farið úr böndum víða. Þannig að við þurfum bara að fara varlega á meðan við erum að auka við bólusetninguna,“ sagði Þórólfur í Bítinu í morgun aðspurður hvort ekki mætti fara að losa aðeins um takmarkanir þar sem fáir hafa greinst innanlands undanfarna daga. Greint var frá því í Morgunblaðinu í dag dreifingarfyrirtækið Distica sé komið með áætlun um dreifingu bóluefnanna frá Pfizer og Moderna. Gert er ráð fyrir því að 15.500 skammtar berist hingað til lands mánaðarlega frá þessum framleiðendum. Þórólfur var spurður út í þetta og að þessi fjöldi myndi ekki duga til þess að bólusetja þjóðina benti hann á að inn í þá jöfnu vantaði bóluefni AstraZeneca og bóluefni Janssen. AstraZeneca myndi væntanlega fá sitt rekstrarleyfi í lok þessa mánaðar og þá yrði hægt að hefja dreifingu þess í febrúar. Þá væri einnig vonast til þess að Janssen fengi sitt rekstrarleyfi í febrúar. Alls er bólusetningu lokið hjá 4.546 manns hér á landi. Þórólfur sagði þetta viðunandi árangur miðað við það bóluefni sem við fáum. „Það eru bara aðrir í sömu sporum ef við berum okkur saman hvað er búið að bólusetja stórt hlutfall af þjóðinni miðað við Norðurlöndin og Evrópulöndin þá erum við bara á sama róli og jafnvel hærra en þeir, það eru allir að berjast við það sama að fá meira bóluefni. Ég hef líkt þessu við það að við erum með stóran skafl fyrir utan og við erum með litla barnaskóflu að reyna að moka okkur í gegn,“ sagði Þórólfur. Hlusta má á viðtalið við Þórólf í heild í spilaranum hér fyrir ofan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bítið Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira