Landlæknir fór yfir nýju afbrigðin sem gera mörgum þjóðum erfitt fyrir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. janúar 2021 12:29 Alma Möller landlæknir fór yfir nýja skýrslu Evrópsku sóttvarnastofnunarinnar um þrjú ný afbrigði kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Vísir/Vilhelm Alma Möller, landlæknir, fór á upplýsingafundi dagsins yfir nýja skýrslu Evrópsku sóttvarnastofnunarinnar um þrjú ný afbrigði kórónuveirunnar sem hafa valdið miklum usla í fjölda landa. Skýrslan kom út fyrir helgi. Afbrigðin sem um ræðir eru kennd við þau lönd þar sem þau greindust fyrst; Bretland, Suður-Afríku og Brasilíu. Alma sagði stöðuna í mörgum nágrannalöndum okkar slæma. Smituðum færi fjölgandi sem og innlögnum á gjörgæsludeild og dauðsföllum. Þessa slæmu stöðu mætti að hluta til skýra með þessum nýju afbrigðum veirunnar. Hafa menn miklar áhyggjur af afbrigðunum og útbreiðslu þeirra. Alma byrjaði á að ræða um breska afbrigðið sem fór á flug í suðurhluta Bretlands í desember þrátt fyrir að miklar takmarkanir væru í gangi innanlands. „Það afbrigði hefur nú fundist í sextíu öðru löndum, þar af 23 löndum í Evrópu. Það breiðist út til dæmis um Danmörku, Írland og Holland og menn hafa miklar áhyggjur. Afbrigðið er meira smitandi en enn sem komið er hefur ekki verið sýnt fram á með óyggjandi hætti að það sé hættulegra, valdi meiri veikindum, en bæði forsætisráðherra Breta og heilbrigðisráðherra Noregs hafa þó nefnt það og vissulega hefur fjöldi dauðsfalla í Bretlandi aldrei verið meiri,“ sagði landlæknir. Suður-afríska afbrigðið greindist fyrst í október. Það hefur breiðst hratt út um sunnanverðu Afríku síðan í desember. „Það er líka talið meira smitandi. Það er heldur ekki vitað með vissu hvort að valdi meiri veikindum en þetta afbrigði hefur greinst í tíu löndum Evrópu, þar með á öllum hinum Norðurlöndunum og þrettán löndum utan Evrópu. Það eru ákveðnar áhyggjur af því að menn geti smitast aftur af þessu afbrigði og bóluefnin kunni að virka verr.“ Þriðja afbrigðið hefur síðan enn sem komið er einungis greinst í Brasilíu og frá ferðalöngum sem hafa komið þaðan til Japans og Suður-Kóreu. Alma sagði afbrigðið útbreitt á Amazon-svæðinu í Brasilíu. Þar hefði verið mikið álag á heilbrigðiskerfinu en að öðru leyti væru ekki miklar upplýsingar um afbrigðið. „Evrópska sóttvarnastofnunin hvetur ríki til að vera á sérstöku varðbergi gagnvart þessum afbrigðum og auka hlutfall raðgreininga. Sem dæmi þá hafa tíu til tuttugu prósent sýna í Danmörku og Noregi verið raðgreind til þessa en verið að auka það til muna. Við skulum muna að hérlendis þá eru öll smit, sem sagt 100 prósent, raðgreind og hefur verið svo frá upphafi og verður Íslenskri erfðagreiningu seint fullþakkað fyrir það,“ sagði Alma. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Sjá meira
Afbrigðin sem um ræðir eru kennd við þau lönd þar sem þau greindust fyrst; Bretland, Suður-Afríku og Brasilíu. Alma sagði stöðuna í mörgum nágrannalöndum okkar slæma. Smituðum færi fjölgandi sem og innlögnum á gjörgæsludeild og dauðsföllum. Þessa slæmu stöðu mætti að hluta til skýra með þessum nýju afbrigðum veirunnar. Hafa menn miklar áhyggjur af afbrigðunum og útbreiðslu þeirra. Alma byrjaði á að ræða um breska afbrigðið sem fór á flug í suðurhluta Bretlands í desember þrátt fyrir að miklar takmarkanir væru í gangi innanlands. „Það afbrigði hefur nú fundist í sextíu öðru löndum, þar af 23 löndum í Evrópu. Það breiðist út til dæmis um Danmörku, Írland og Holland og menn hafa miklar áhyggjur. Afbrigðið er meira smitandi en enn sem komið er hefur ekki verið sýnt fram á með óyggjandi hætti að það sé hættulegra, valdi meiri veikindum, en bæði forsætisráðherra Breta og heilbrigðisráðherra Noregs hafa þó nefnt það og vissulega hefur fjöldi dauðsfalla í Bretlandi aldrei verið meiri,“ sagði landlæknir. Suður-afríska afbrigðið greindist fyrst í október. Það hefur breiðst hratt út um sunnanverðu Afríku síðan í desember. „Það er líka talið meira smitandi. Það er heldur ekki vitað með vissu hvort að valdi meiri veikindum en þetta afbrigði hefur greinst í tíu löndum Evrópu, þar með á öllum hinum Norðurlöndunum og þrettán löndum utan Evrópu. Það eru ákveðnar áhyggjur af því að menn geti smitast aftur af þessu afbrigði og bóluefnin kunni að virka verr.“ Þriðja afbrigðið hefur síðan enn sem komið er einungis greinst í Brasilíu og frá ferðalöngum sem hafa komið þaðan til Japans og Suður-Kóreu. Alma sagði afbrigðið útbreitt á Amazon-svæðinu í Brasilíu. Þar hefði verið mikið álag á heilbrigðiskerfinu en að öðru leyti væru ekki miklar upplýsingar um afbrigðið. „Evrópska sóttvarnastofnunin hvetur ríki til að vera á sérstöku varðbergi gagnvart þessum afbrigðum og auka hlutfall raðgreininga. Sem dæmi þá hafa tíu til tuttugu prósent sýna í Danmörku og Noregi verið raðgreind til þessa en verið að auka það til muna. Við skulum muna að hérlendis þá eru öll smit, sem sagt 100 prósent, raðgreind og hefur verið svo frá upphafi og verður Íslenskri erfðagreiningu seint fullþakkað fyrir það,“ sagði Alma.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Sjá meira