Þreytt og komin með nóg Sara Þöll Finnbogadóttir skrifar 26. janúar 2021 08:00 Fengi fólk spurninguna: „Hvernig myndir þú lýsa háskólastúdent?“, myndu eflaust mörg svara einhverju í áttina „að stúdentar eru þreyttir, fátækir og borða einungis pakkanúðlur.“ Það er vegna þess að stjórnvöld hafa stuðlað að því að stúdentar passi inn í þessa staðalímynd með sáralitlum umbótum hvað varðar fjárhagslegt öryggi stúdenta. Ég hef verið á þeim stað, þar sem ég hef þurft að velja á milli þess að stunda nám mitt af heilum hug eða sjá til þess að ég geti mætt útgjöldum mínum. Þetta hefur leitt til þess að ég hef oft þurft að forgangsraða vinnunni minni fram yfir námið mitt, vegna þess að án vinnunnar myndi ég ekki eiga efni á að stunda nám. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að ég er ekki ein í þeirri stöðu. Við búum við þann raunveruleika að 72% íslenskra stúdenta vinna til þess að geta stundað nám en það er hæsta hlutfall stúdenta á norðurlöndunum, sem er skammarlegt. Þetta hlutfall er úr EUROSTUDENT könnun fyrir árið 2019, fyrir kórónuveirufaraldurinn, því má álykta að staða stúdenta hafi versnað til muna. Þú hugsar kannski með þér: „Nú, hvað með lánasjóðinn? Á hann ekki að sjá til þess að fólk geti stundað nám án tillits til efnahags?“ Það er jú markmið sjóðsins að tryggja þeim sem falla undir lögin tækifæri til náms, án tillits til efnahags og stöðu að öðru leyti, með því að veita námsmönnum fjárhagslega aðstoð í formi námslána og styrkja. En þá velti ég fyrir mér hvort það sé verið að veita stúdentum ásættanlega aðstoð ef 31% stúdenta eiga í fjárhagslegum erfiðleikum. Er verið að stuðla að því að stúdentar leiti út á vinnumarkað til að framfleyta sér samhliða því að vera á framfærslulánum, sem hefur þá áhrif á námið? Einmitt svo, enda telja 25% stúdenta að vinnan hafi áhrif á frammistöðu þeirra í námi. Það liggur ákveðinn bragur yfir umræðunni um stúdenta og námslán sem lýsir sér þannig að gefið er til kynna að stúdentar séu nýskriðin úr framhaldsskóla og að námslánin séu gjöf til stúdenta. Námslán eru ekki gjöf. Stúdentar greiða námslánin sín til baka (að undanskyldum 30% niðurfærslu á höfuðstóli námslánsins ef stúdent klárar námið sitt á þeim tíma er skipulag námsins segir til um) og stúdentar eru jafn fjölbreyttir og þeir eru margir. Einhleypur og barnlaus stúdent í leigu- eða eigin húsnæði á rétt á 112.312 kr. á mánuði í grunnframfærslu frá Menntasjóðnum. Með viðbótarláni með tilliti til húsnæðis, sem er 77.188 kr. á mánuði, getur stúdent fengið framfærslu sem samsvarar 189.500 kr. á mánuði. Til samanburðar eru lágmarkslaun fyrir fullt starf 351.000 kr. á mánuði og atvinnuleysisbætur, miðað við 100% bótarétt, 307.430 kr. á mánuði. Á sama tíma skerðist námslánið ef tekjur stúdents eru umfram 1.364.000 kr. á ári. 45% þeirra árlegu tekna sem eru umfram koma til frádráttar á námsláni. Stúdentar eru þreyttir á því að ár eftir ár er krafist úrbóta í þessum málum — og ár eftir ár hafa sáralitlar breytingar orðið.Það er búið að rífa göt í öryggisnetið þeirra sem gerir það að verkum að það annað hvort grípur ekki alla eða er svo tætt að það megi ekki við því að verða fyrir frekara raski. Grunnframfærslan á að duga stúdentum til að framfleyta sér og veita þeim tækifæri til að stunda nám án fjárhagsörðugleika. Höfundur er lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Greinin er hluti af „Eiga stúdentar ekki betra skilið?“ , herferð Stúdentaráðs Háskóla Íslands um fjárhagslegt öryggi stúdenta. Eiga stúdentar ekki skilið hærri grunnframfærslu? from Stúdentaráð on Vimeo. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Skóla - og menntamál Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Löng barátta XD fyrir jafnrétti og frelsi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Fengi fólk spurninguna: „Hvernig myndir þú lýsa háskólastúdent?“, myndu eflaust mörg svara einhverju í áttina „að stúdentar eru þreyttir, fátækir og borða einungis pakkanúðlur.“ Það er vegna þess að stjórnvöld hafa stuðlað að því að stúdentar passi inn í þessa staðalímynd með sáralitlum umbótum hvað varðar fjárhagslegt öryggi stúdenta. Ég hef verið á þeim stað, þar sem ég hef þurft að velja á milli þess að stunda nám mitt af heilum hug eða sjá til þess að ég geti mætt útgjöldum mínum. Þetta hefur leitt til þess að ég hef oft þurft að forgangsraða vinnunni minni fram yfir námið mitt, vegna þess að án vinnunnar myndi ég ekki eiga efni á að stunda nám. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að ég er ekki ein í þeirri stöðu. Við búum við þann raunveruleika að 72% íslenskra stúdenta vinna til þess að geta stundað nám en það er hæsta hlutfall stúdenta á norðurlöndunum, sem er skammarlegt. Þetta hlutfall er úr EUROSTUDENT könnun fyrir árið 2019, fyrir kórónuveirufaraldurinn, því má álykta að staða stúdenta hafi versnað til muna. Þú hugsar kannski með þér: „Nú, hvað með lánasjóðinn? Á hann ekki að sjá til þess að fólk geti stundað nám án tillits til efnahags?“ Það er jú markmið sjóðsins að tryggja þeim sem falla undir lögin tækifæri til náms, án tillits til efnahags og stöðu að öðru leyti, með því að veita námsmönnum fjárhagslega aðstoð í formi námslána og styrkja. En þá velti ég fyrir mér hvort það sé verið að veita stúdentum ásættanlega aðstoð ef 31% stúdenta eiga í fjárhagslegum erfiðleikum. Er verið að stuðla að því að stúdentar leiti út á vinnumarkað til að framfleyta sér samhliða því að vera á framfærslulánum, sem hefur þá áhrif á námið? Einmitt svo, enda telja 25% stúdenta að vinnan hafi áhrif á frammistöðu þeirra í námi. Það liggur ákveðinn bragur yfir umræðunni um stúdenta og námslán sem lýsir sér þannig að gefið er til kynna að stúdentar séu nýskriðin úr framhaldsskóla og að námslánin séu gjöf til stúdenta. Námslán eru ekki gjöf. Stúdentar greiða námslánin sín til baka (að undanskyldum 30% niðurfærslu á höfuðstóli námslánsins ef stúdent klárar námið sitt á þeim tíma er skipulag námsins segir til um) og stúdentar eru jafn fjölbreyttir og þeir eru margir. Einhleypur og barnlaus stúdent í leigu- eða eigin húsnæði á rétt á 112.312 kr. á mánuði í grunnframfærslu frá Menntasjóðnum. Með viðbótarláni með tilliti til húsnæðis, sem er 77.188 kr. á mánuði, getur stúdent fengið framfærslu sem samsvarar 189.500 kr. á mánuði. Til samanburðar eru lágmarkslaun fyrir fullt starf 351.000 kr. á mánuði og atvinnuleysisbætur, miðað við 100% bótarétt, 307.430 kr. á mánuði. Á sama tíma skerðist námslánið ef tekjur stúdents eru umfram 1.364.000 kr. á ári. 45% þeirra árlegu tekna sem eru umfram koma til frádráttar á námsláni. Stúdentar eru þreyttir á því að ár eftir ár er krafist úrbóta í þessum málum — og ár eftir ár hafa sáralitlar breytingar orðið.Það er búið að rífa göt í öryggisnetið þeirra sem gerir það að verkum að það annað hvort grípur ekki alla eða er svo tætt að það megi ekki við því að verða fyrir frekara raski. Grunnframfærslan á að duga stúdentum til að framfleyta sér og veita þeim tækifæri til að stunda nám án fjárhagsörðugleika. Höfundur er lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Greinin er hluti af „Eiga stúdentar ekki betra skilið?“ , herferð Stúdentaráðs Háskóla Íslands um fjárhagslegt öryggi stúdenta. Eiga stúdentar ekki skilið hærri grunnframfærslu? from Stúdentaráð on Vimeo.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun