Segja bóluefni AstraZeneca ekki virka fyrir 65 ára og eldri Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. janúar 2021 23:44 Töf hefur orðið á framleiðslu bóluefnis AstraZeneca sem vonir standa til að fái markaðsleyfi í Evrópu á næstu dögum. Getty/Konstantinos Zilos Bóluefni AstraZeneca er sagt ekki munu fá markaðsleyfi í Evrópu til bólusetningar þeirra sem eru 65 ára og eldri. Ástæðan mun vera sú að bóluefnið tryggi eldra fólki ekki næga vörn gegn sjúkdómnum. Þessum fullyrðingum neitar aftur á móti AstraZeneca. Sænska Aftonbladet greinir frá þessu og vitnar í umfjöllun þýskra fjölmiðla sem byggja á heimildum innan úr innsta hring þýskra stjórnvalda. „Þetta er algjörlega rangt,“ segir Christina Mamberg Hägerstrand, fjölmiðlafulltrúi AstraZeneca. Nokkrir þýskir fjölmiðlar hafa fjallað um málið og segja að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins muni ekki samþykkja bóluefni fyrirtækisins til nota við bólusetningu þeirra sem eru 65 ára eða eldri. Vitnað er til heimildamanna sem standa nærri þýsku ríkisstjórninni. Að því er þýski miðillinn Bild greinir frá, veitir bóluefni fyrirtækisins aðeins tíu prósent vörn gegn veirunni í tilfelli þeirra sem eldri eru. Þá hefur blaðið Handelsblatt eftir heimildarmönnum að vörnin fari allt niður í átta prósent. Í umfjöllun beggja miðla segir að á þessum forsendum muni framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mögulega ekki samþykkja notkun bóluefnisins fyrir 65 ára og eldri. Í tölvupósti til Aftonbladet segir fjölmiðlafulltrúi AstraZeneca þetta ekki vera rétt. „Upplýsingar um að virkni bóluefnis AstraZeneca/Oxford sé svo lítil sem 8% í tilfelli fullorðinna yfir 65 ára eru algjörlega rangar,“ segir í bréfinu. Þá er vísað til rannsókna sem gerðar hafi verið á bóluefninu sem fjallað hafi verið um í fræðiritinu Lancet sem sýni fram á mikla virkni bóluefnisins, þar sem eldra fólk hafi í hundrað prósent tilvika myndað mótefni gegn sjúkdómnum eftir að hafa fengið síðari skammt bólusetningar. Fyrirtækið sætir þegar miklum þrýstingi af hálfu Evrópusambandsins vegna tafa sem orðið hafa við framleiðslu efnisins. Þess er vænst að bóluefni AstraZeneca fái markaðsleyfi í Evrópu við lok þessarar viku. Steinar Madsen, framkvæmdastjóri lækninga hjá norsku lyfjastofnuninni vildi ekki tjá sig um efni umfjöllunar þýsku miðlanna þegar norska blaðið VG leitaði viðbragða hans. „Ég held að við ættum að halda ró okkar,“ sagði Madsen við VG og benti á að í vikunni ætti eftir að fjalla um bóluefni AstraZeneca, meðal annars á vettvangi Lyfjastofnunar Evrópu og í vísindasiðanefnd, þar sem fjallað verði um öll álitaefni sem kynnu að koma upp er varða bóluefnið, virkni þess og aukaverkanir. Bólusetningar Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Sjá meira
Sænska Aftonbladet greinir frá þessu og vitnar í umfjöllun þýskra fjölmiðla sem byggja á heimildum innan úr innsta hring þýskra stjórnvalda. „Þetta er algjörlega rangt,“ segir Christina Mamberg Hägerstrand, fjölmiðlafulltrúi AstraZeneca. Nokkrir þýskir fjölmiðlar hafa fjallað um málið og segja að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins muni ekki samþykkja bóluefni fyrirtækisins til nota við bólusetningu þeirra sem eru 65 ára eða eldri. Vitnað er til heimildamanna sem standa nærri þýsku ríkisstjórninni. Að því er þýski miðillinn Bild greinir frá, veitir bóluefni fyrirtækisins aðeins tíu prósent vörn gegn veirunni í tilfelli þeirra sem eldri eru. Þá hefur blaðið Handelsblatt eftir heimildarmönnum að vörnin fari allt niður í átta prósent. Í umfjöllun beggja miðla segir að á þessum forsendum muni framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mögulega ekki samþykkja notkun bóluefnisins fyrir 65 ára og eldri. Í tölvupósti til Aftonbladet segir fjölmiðlafulltrúi AstraZeneca þetta ekki vera rétt. „Upplýsingar um að virkni bóluefnis AstraZeneca/Oxford sé svo lítil sem 8% í tilfelli fullorðinna yfir 65 ára eru algjörlega rangar,“ segir í bréfinu. Þá er vísað til rannsókna sem gerðar hafi verið á bóluefninu sem fjallað hafi verið um í fræðiritinu Lancet sem sýni fram á mikla virkni bóluefnisins, þar sem eldra fólk hafi í hundrað prósent tilvika myndað mótefni gegn sjúkdómnum eftir að hafa fengið síðari skammt bólusetningar. Fyrirtækið sætir þegar miklum þrýstingi af hálfu Evrópusambandsins vegna tafa sem orðið hafa við framleiðslu efnisins. Þess er vænst að bóluefni AstraZeneca fái markaðsleyfi í Evrópu við lok þessarar viku. Steinar Madsen, framkvæmdastjóri lækninga hjá norsku lyfjastofnuninni vildi ekki tjá sig um efni umfjöllunar þýsku miðlanna þegar norska blaðið VG leitaði viðbragða hans. „Ég held að við ættum að halda ró okkar,“ sagði Madsen við VG og benti á að í vikunni ætti eftir að fjalla um bóluefni AstraZeneca, meðal annars á vettvangi Lyfjastofnunar Evrópu og í vísindasiðanefnd, þar sem fjallað verði um öll álitaefni sem kynnu að koma upp er varða bóluefnið, virkni þess og aukaverkanir.
Bólusetningar Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Sjá meira