Hreyfing að komast á störf öldungadeildarinnar eftir margra daga stopp Samúel Karl Ólason skrifar 26. janúar 2021 13:33 Það er útlit fyrir að Mitch McConnell og Charles Schumer muni eiga í miklum deilum næstu árin. Getty/Drew Angerer Leiðtogar öldungadeildar Bandaríkjaþings, Demókratinn Charles Schumer og Repúblikaninn Mitch McConnell, virðast ætla að komast að samkomulagi um það hvernig deila eigi völdum í öldungadeildinni þegar báðir flokkar eru með jafnmarga þingmenn. Deilurnar hafa svo gott sem fryst starf þingdeildarinnar í viku og vegna þeirra hafa Repúblikanar haldið stjórn sinni á þingnefndum. Deilurnar snerust að mestu um þann aukna meirihluta sem þarf til að staðfesta mest öll frumvörp öldungadeildarinnar. Reglurnar segja til um að þörf sé á 60 atkvæðum af hundrað en meðlimir Demókrataflokksins hafa kallað eftir því að sú regla verði lögð til hliðar, eins og hefur áður verið gert. Á ensku kallast þessi regla „filibuster“. McConnell hefur krafist þess að Schumer heiti því að leggja regluna um aukna meirihlutann ekki til hliðar. Þingsæti öldungadeildarinnar skiptast jafnt milli flokka, 50-50, og varaforseti Bandaríkjanna, Kamala Harris, á úrslitaatkvæðið. Schumer hefur ítrekað sagt að hann muni ekki samþykkja kröfu McConnell. Demókratar hafa viljað byggja störf deildarinnar á samkomulagi sem gert var árið 2001, þegar þingið deildist síðast jafnt milli flokka. Samkvæmt því stýrði sá flokkur sem sem varaforsetinn tilheyrir dagskrá þingdeildarinnar. Charles Schumer er formlega leiðtogi meirihluta öldungadeildar Bandaríkjaþings.AP/Scott Applewhite Tveir Demókratar vilja halda reglunni McConnell sagði í gærkvöldi að hann væri tilbúinn til að fara eftir því samkomulagi. Það var eftir að minnst tveir öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins sögðust alfarið andvígir því að fella niður regluna um aukna meirihlutann. Joe Biden hefur heitið því að vinna með Repúblikönum og ítrekaði talskona hans það nýverið. Forsetinn er ekki hlynntur því að fella niður umrædda reglu en hefur sagt að honum gæti snúist hugur ef Repúblikanar verði of „óstýrilátir“. Í frétt Washington Post segir að það gæti liði margir mánuðir þar til reglan um aukinn meirihluta muni leiða til frekari deilna. Fyrsta áhersluverk Bidens og Demókrata sé að koma mjög stórum neyðarpakka vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar í gegnum þingið og þegar séu þeir byrjaðir að leita að stuðningi Repúblikana. Reynist það erfitt eru Demókratar þó tilbúnir til að beita sérstökum hliðarleiðum til að koma peningunum sem um ræðir út í hagkerfið án þess að fara í gegnum þingið. Þær reglur er þó eingöngu hægt að nota varðandi fjárveitingar. Ekki annars konar frumvörp sem Demókratar vonast til að koma í gegnum þingið. Þau snúa meðal annars að réttindum borgara, veðurfarsbreytingum og breytingum á löggæslu í Bandaríkjunum. Þrýstingur frá vinstrinu Þingmennirnir sem lýstu sig andsnúna því að leggja umrædda reglu til hliðar eru þau Joe Manchin frá Vestur-Virginíu og Kyrsten Sinema frá Arisóna. Vinstri aðgerðahópar hafa þegar lýst því yfir að þeir ætli sér að beita þá þingmenn þrýstingi og krefjast þess að þeir skipti um skoðun. Bandaríkin Tengdar fréttir Afhentu öldungadeildinni ákæruna á hendur Trump Þingmenn úr fulltrúadeild Bandaríkjaþings afhentu í gær öldungadeildarþingmönnum ákæruna á hendur Donald Trump, fyrrverandi forseta, sem samþykkt var í fulltrúadeildinni fyrir tveimur vikum, á meðan Trump var enn í embætti. 26. janúar 2021 06:38 Framleiðandi kosningavéla krefur Guiliani um háar bætur vegna lyga Framleiðandi Dominion-kosningavélanna (e. Dominion Voting Systems) hefur stefnt Rudy Giuliani, lögmanni Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, fyrir ærumeiðingar og farið fram á greiðslu 1,3 milljarða Bandaríkjadala í miskabætur. 25. janúar 2021 14:07 Sagður hafa skipulagt hefndir gegn samflokksmönnum sem sviku hann Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti er sagður hafa eytt helginni í að skipuleggja hvernig hann geti náð þingsætum af þeim repúblikönum sem honum þykir hafa svikið sig. Trump flaug til Flórídaríkis á miðvikudag, sama dag og Joe Biden var settur í embætti forseta. 24. janúar 2021 22:51 Kamala Harris nú með oddaatkvæðið í öldungadeildinni Hinn 33 ára gamli Jon Ossoff, varð í dag yngsti þingmaðurinn í öldungadeild Bandaríkjaþings en hann er jafnframt yngsti Demókratinn til að taka sæti í öldungadeildinni síðan Joe Biden varð öldungadeildarþingmaður árið 1973, þá 30 ára gamall. 20. janúar 2021 22:57 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Sjá meira
Deilurnar hafa svo gott sem fryst starf þingdeildarinnar í viku og vegna þeirra hafa Repúblikanar haldið stjórn sinni á þingnefndum. Deilurnar snerust að mestu um þann aukna meirihluta sem þarf til að staðfesta mest öll frumvörp öldungadeildarinnar. Reglurnar segja til um að þörf sé á 60 atkvæðum af hundrað en meðlimir Demókrataflokksins hafa kallað eftir því að sú regla verði lögð til hliðar, eins og hefur áður verið gert. Á ensku kallast þessi regla „filibuster“. McConnell hefur krafist þess að Schumer heiti því að leggja regluna um aukna meirihlutann ekki til hliðar. Þingsæti öldungadeildarinnar skiptast jafnt milli flokka, 50-50, og varaforseti Bandaríkjanna, Kamala Harris, á úrslitaatkvæðið. Schumer hefur ítrekað sagt að hann muni ekki samþykkja kröfu McConnell. Demókratar hafa viljað byggja störf deildarinnar á samkomulagi sem gert var árið 2001, þegar þingið deildist síðast jafnt milli flokka. Samkvæmt því stýrði sá flokkur sem sem varaforsetinn tilheyrir dagskrá þingdeildarinnar. Charles Schumer er formlega leiðtogi meirihluta öldungadeildar Bandaríkjaþings.AP/Scott Applewhite Tveir Demókratar vilja halda reglunni McConnell sagði í gærkvöldi að hann væri tilbúinn til að fara eftir því samkomulagi. Það var eftir að minnst tveir öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins sögðust alfarið andvígir því að fella niður regluna um aukna meirihlutann. Joe Biden hefur heitið því að vinna með Repúblikönum og ítrekaði talskona hans það nýverið. Forsetinn er ekki hlynntur því að fella niður umrædda reglu en hefur sagt að honum gæti snúist hugur ef Repúblikanar verði of „óstýrilátir“. Í frétt Washington Post segir að það gæti liði margir mánuðir þar til reglan um aukinn meirihluta muni leiða til frekari deilna. Fyrsta áhersluverk Bidens og Demókrata sé að koma mjög stórum neyðarpakka vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar í gegnum þingið og þegar séu þeir byrjaðir að leita að stuðningi Repúblikana. Reynist það erfitt eru Demókratar þó tilbúnir til að beita sérstökum hliðarleiðum til að koma peningunum sem um ræðir út í hagkerfið án þess að fara í gegnum þingið. Þær reglur er þó eingöngu hægt að nota varðandi fjárveitingar. Ekki annars konar frumvörp sem Demókratar vonast til að koma í gegnum þingið. Þau snúa meðal annars að réttindum borgara, veðurfarsbreytingum og breytingum á löggæslu í Bandaríkjunum. Þrýstingur frá vinstrinu Þingmennirnir sem lýstu sig andsnúna því að leggja umrædda reglu til hliðar eru þau Joe Manchin frá Vestur-Virginíu og Kyrsten Sinema frá Arisóna. Vinstri aðgerðahópar hafa þegar lýst því yfir að þeir ætli sér að beita þá þingmenn þrýstingi og krefjast þess að þeir skipti um skoðun.
Bandaríkin Tengdar fréttir Afhentu öldungadeildinni ákæruna á hendur Trump Þingmenn úr fulltrúadeild Bandaríkjaþings afhentu í gær öldungadeildarþingmönnum ákæruna á hendur Donald Trump, fyrrverandi forseta, sem samþykkt var í fulltrúadeildinni fyrir tveimur vikum, á meðan Trump var enn í embætti. 26. janúar 2021 06:38 Framleiðandi kosningavéla krefur Guiliani um háar bætur vegna lyga Framleiðandi Dominion-kosningavélanna (e. Dominion Voting Systems) hefur stefnt Rudy Giuliani, lögmanni Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, fyrir ærumeiðingar og farið fram á greiðslu 1,3 milljarða Bandaríkjadala í miskabætur. 25. janúar 2021 14:07 Sagður hafa skipulagt hefndir gegn samflokksmönnum sem sviku hann Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti er sagður hafa eytt helginni í að skipuleggja hvernig hann geti náð þingsætum af þeim repúblikönum sem honum þykir hafa svikið sig. Trump flaug til Flórídaríkis á miðvikudag, sama dag og Joe Biden var settur í embætti forseta. 24. janúar 2021 22:51 Kamala Harris nú með oddaatkvæðið í öldungadeildinni Hinn 33 ára gamli Jon Ossoff, varð í dag yngsti þingmaðurinn í öldungadeild Bandaríkjaþings en hann er jafnframt yngsti Demókratinn til að taka sæti í öldungadeildinni síðan Joe Biden varð öldungadeildarþingmaður árið 1973, þá 30 ára gamall. 20. janúar 2021 22:57 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Sjá meira
Afhentu öldungadeildinni ákæruna á hendur Trump Þingmenn úr fulltrúadeild Bandaríkjaþings afhentu í gær öldungadeildarþingmönnum ákæruna á hendur Donald Trump, fyrrverandi forseta, sem samþykkt var í fulltrúadeildinni fyrir tveimur vikum, á meðan Trump var enn í embætti. 26. janúar 2021 06:38
Framleiðandi kosningavéla krefur Guiliani um háar bætur vegna lyga Framleiðandi Dominion-kosningavélanna (e. Dominion Voting Systems) hefur stefnt Rudy Giuliani, lögmanni Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, fyrir ærumeiðingar og farið fram á greiðslu 1,3 milljarða Bandaríkjadala í miskabætur. 25. janúar 2021 14:07
Sagður hafa skipulagt hefndir gegn samflokksmönnum sem sviku hann Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti er sagður hafa eytt helginni í að skipuleggja hvernig hann geti náð þingsætum af þeim repúblikönum sem honum þykir hafa svikið sig. Trump flaug til Flórídaríkis á miðvikudag, sama dag og Joe Biden var settur í embætti forseta. 24. janúar 2021 22:51
Kamala Harris nú með oddaatkvæðið í öldungadeildinni Hinn 33 ára gamli Jon Ossoff, varð í dag yngsti þingmaðurinn í öldungadeild Bandaríkjaþings en hann er jafnframt yngsti Demókratinn til að taka sæti í öldungadeildinni síðan Joe Biden varð öldungadeildarþingmaður árið 1973, þá 30 ára gamall. 20. janúar 2021 22:57
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent