Hafnarsvæðinu á Hofsósi lokað vegna snjóflóðahættu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. janúar 2021 06:40 Lögreglan birti þessa mynd frá Hofsósi. Lögreglan á Norðurlandi vestra Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur í samráði við ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands ákveðið að loka hafnarsvæðinu á Hofsósi vegna snjóflóðahættu. Frá þessu er greint í Facebook-færslu lögreglunnar sem birt var í nótt. Í færslunni segir að myndast hafi stór spurnga í sjóalög ofan við húsnæði Vesturfarasetursins. „Lokunin nær yfir hafnarsvæðið frá göngubrú yfir Hofsá við Frændgarð og yfir að Nöfum og er öll umferð um svæðið stranglega bönnuð þar til annað verður ákveðið,“ segir í færslunni. Óvissustig er enn í gildi á Norðurlandi vegna snjóflóðahættu. Óvissustig er einnig í gildi á norðanverðum Vestfjörðum og Austfjörðum. Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur í samráði við ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands ákveðið að loka hafnarsvæðinu á...Posted by Lögreglan á Norðurlandi vestra on Tuesday, January 26, 2021 Í umfjöllun á vef Veðurstofunnar sem birt var í gær segir að óvenju mörg snjóflóð hafi fallið í snjóflóðahrinum í fyrrnefndum landshlutum undanfarna daga. „Alls hefur ofanflóðavakt Veðurstofunnar skráð á þessum tímapunkti 122 snjóflóð í gagnagrunn undanfarna 10 daga. Þar eru þó aðeins skráð þau flóð sem ofanflóðavaktin fær tilkynningar um. Ljóst er að mun fleiri flóð hafa fallið án þess að þau hafi verið skráð. Mörg flóð falla utan alfaraleiðar, önnur fennir yfir án þess að þau sjáist og ekki eru öll flóð tilkynnt til Veðurstofu,“ segir á vef Veðurstofunnar. Ekki algengt að snjóflóð falli yfir þjóðveginn á Öxnadalsheiði Mörg flóðanna hafa komið úr hefðbundnum snjóflóðafarvegum og eru ekki óvenjulega stór. Sum flóðanna hafa síðan verið óvenjuleg. „Það er til dæmis ekki algengt að snjóflóð falli yfir þjóðveginn á Öxnadalsheiði, það er þó ekki óþekkt. Nú fóru snjóflóð yfir veginn á fimm stöðum á heiðinni,“ er haft eftir Hörpu Grímsdóttur, hópstjóra ofanflóðavöktunar á Veðurstofu Íslands. „Einnig er óvenjulegt að þetta öflugar snjóflóðahrinur séu í gangi í svona mörgum landshlutum á sama tíma“, segir Harpa. Veður Náttúruhamfarir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Frá þessu er greint í Facebook-færslu lögreglunnar sem birt var í nótt. Í færslunni segir að myndast hafi stór spurnga í sjóalög ofan við húsnæði Vesturfarasetursins. „Lokunin nær yfir hafnarsvæðið frá göngubrú yfir Hofsá við Frændgarð og yfir að Nöfum og er öll umferð um svæðið stranglega bönnuð þar til annað verður ákveðið,“ segir í færslunni. Óvissustig er enn í gildi á Norðurlandi vegna snjóflóðahættu. Óvissustig er einnig í gildi á norðanverðum Vestfjörðum og Austfjörðum. Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur í samráði við ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands ákveðið að loka hafnarsvæðinu á...Posted by Lögreglan á Norðurlandi vestra on Tuesday, January 26, 2021 Í umfjöllun á vef Veðurstofunnar sem birt var í gær segir að óvenju mörg snjóflóð hafi fallið í snjóflóðahrinum í fyrrnefndum landshlutum undanfarna daga. „Alls hefur ofanflóðavakt Veðurstofunnar skráð á þessum tímapunkti 122 snjóflóð í gagnagrunn undanfarna 10 daga. Þar eru þó aðeins skráð þau flóð sem ofanflóðavaktin fær tilkynningar um. Ljóst er að mun fleiri flóð hafa fallið án þess að þau hafi verið skráð. Mörg flóð falla utan alfaraleiðar, önnur fennir yfir án þess að þau sjáist og ekki eru öll flóð tilkynnt til Veðurstofu,“ segir á vef Veðurstofunnar. Ekki algengt að snjóflóð falli yfir þjóðveginn á Öxnadalsheiði Mörg flóðanna hafa komið úr hefðbundnum snjóflóðafarvegum og eru ekki óvenjulega stór. Sum flóðanna hafa síðan verið óvenjuleg. „Það er til dæmis ekki algengt að snjóflóð falli yfir þjóðveginn á Öxnadalsheiði, það er þó ekki óþekkt. Nú fóru snjóflóð yfir veginn á fimm stöðum á heiðinni,“ er haft eftir Hörpu Grímsdóttur, hópstjóra ofanflóðavöktunar á Veðurstofu Íslands. „Einnig er óvenjulegt að þetta öflugar snjóflóðahrinur séu í gangi í svona mörgum landshlutum á sama tíma“, segir Harpa.
Veður Náttúruhamfarir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira